Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Torfnes - Hitalagnir Torfnesvöllur - 2022120019
Lagt fram minnisblað Bláma, dags. 12. mars 2024, vegna möguleika á upphitun íþróttamannvirkja á Torfnesi, ásamt minnisblaði Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignarsviðs, dags. 14. mars 2024, vegna áætlaðs kostnaðar við hitalagnir í Torfnesvöll.
Axel yfirgaf fund kl. 8.44.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
2.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2024 - 2024030070
Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 13. mars 2024, vegna launakostnaðar fyrir janúar og febrúar 2024.
Lagt fram til kynningar.
Ásgerður yfirgaf fund kl. 9.00.
Gestir
- Ásgerður Þorleifsdóttur - mæting: 08:44
3.Málstefna Ísafjarðarbæjar - 2023090020
Á 1254. fundi bæjarráðs þann 11. september 2023, var lagt fram erindi innviðaráðuneytisins, dags. 5. september 2023, um hvatningu til sveitarstjórna um mótun málstefnu, í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Jafnframt var lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 6. september 2023, vegna málsins. Bæjarráð samþykkti að hafin yrði vinna við gerð málstefnu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Á 1271. fundi bæjarráðs, þann 29. janúar 2024, voru drög lögð fram. Bæjarráð fól bæjarstjóra að uppfæra drög að málstefnu í samræmi við umræður á fundinum, og vísaði málstefnunni í eftirfarandi fastanefndir til umsagnar: menningarmálanefnd, fræðslunefnd, íþrótta- og tómstundanefnd, og velferðarnefnd.
Velferðarnefnd tók málið fyrir á 476. fundi sínum, þann 1. febrúar 2024, og lýsti ánægju sinni með gerð málstefnu Ísafjarðarbæjar. Menningarmálanefnd tók máið fyrir á 171. fundi sínum þann 7. mars 2024, og fagnaði setningu málstefnu fyrir sveitarfélagið og gerði ekki athugasemdir við framkomin drög. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd tók málið fyrir á 2. fundi sínum þann 14. mars 2024 og taldi mikilvægt að í málstefnu Ísafjarðarbæjar yrði mótuð skýr stefna varðandi veitta túlkaþjónustu á vegum Ísafjarðarbæjar.
Er ný málstefna nú lögð fram til samþykktar.
Á 1271. fundi bæjarráðs, þann 29. janúar 2024, voru drög lögð fram. Bæjarráð fól bæjarstjóra að uppfæra drög að málstefnu í samræmi við umræður á fundinum, og vísaði málstefnunni í eftirfarandi fastanefndir til umsagnar: menningarmálanefnd, fræðslunefnd, íþrótta- og tómstundanefnd, og velferðarnefnd.
Velferðarnefnd tók málið fyrir á 476. fundi sínum, þann 1. febrúar 2024, og lýsti ánægju sinni með gerð málstefnu Ísafjarðarbæjar. Menningarmálanefnd tók máið fyrir á 171. fundi sínum þann 7. mars 2024, og fagnaði setningu málstefnu fyrir sveitarfélagið og gerði ekki athugasemdir við framkomin drög. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd tók málið fyrir á 2. fundi sínum þann 14. mars 2024 og taldi mikilvægt að í málstefnu Ísafjarðarbæjar yrði mótuð skýr stefna varðandi veitta túlkaþjónustu á vegum Ísafjarðarbæjar.
Er ný málstefna nú lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja Málstefnu Ísafjarðarbæjar.
4.Styrkir til félaga og félagasamtaka 2024 - fasteignagjöld - 2024030097
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. mars 2024, vegna umsókna félagasamtaka um styrki vegna fasteignagjalda ársins 2023, alls fjárhæð kr. 1.180.334, í samræmi við reglur sveitarfélagsins, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995. Óskað er samþykkis bæjarráðs fyrir veitingu styrkjanna en gert er ráð fyrir fjármunum vegna þessa í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023.
Bæjarráð samþykkir veitingu styrkja vegna fasteignagjalda til félagasamtaka í samræmi við reglur sveitarfélagsins og með vísan til minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. mars 2024.
5.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - 2024010198
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 5. mars 2024, um umsókn Smára Karlssonar f.h. Aldrei fór ég suður, um tækifærisleyfi. Jafnframt lagt fram bréf Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa, dagsett 6. mars 2024, með jákvæðri umsögn heilbrigðiseftirlits, og bréf Hermanns Hermannssonar f.h. eldvarnaeftirlits, dagsett 13. mars 2024, einnig með jákvæðri umsögn slökkviliðs.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis til handa Aldrei fór ég suður hátíðinni.
6.Félagsheimilið á Þingeyri - rekstrarsamningur o.fl. - 2018040016
Lagður fram til kynningar ársreikningur vegna reksturs félagsheimilisins á Þingeyri fyrir árið 2023, ódagsettur, en barst með tölvupósti frá Rakel Brynjólfsdóttur 12. mars 2024, ásamt ársskýrslu 2023.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í menningarmálanefnd.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í menningarmálanefnd.
7.69. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2024020035
Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsett 11. mars 2024, þar sem boðað er til 69. fjórðungsþings Vestfirðinga að vori. Þingið verður haldið 10. apríl nk. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
8.Hverfisráð - fundargerðir 2023 - 2023040052
Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðsins í Súgandafirði frá fundi sem haldinn var 31. október 2023, ásamt minniblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, vegna nokkurra atriða.
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120
Lögð fram til kynningar fundargerð 945. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 28. febrúar 2024.
Lagt fram til kynningar.
10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 627 - 2402032F
Lögð fram til kynningar fundargerð 627. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. mars 2024.
Fundargerðin er í 13 liðum.
Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 627 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja meðfylgjandi breytingu á uppdrætti sbr. III. mgr. 41. gr. laga 123/2010. Nefndin hefur farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar sem settar voru fram í erindisbréfi dags. 15. desember 2022.
Brugðist hefur verið við athugasemdum stofnunarinnar og nefndin telur að breytingar m.t.t. athugasemda séu ekki séu þess eðlis að auglýsa þurfi að nýju. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 627 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að afturkalla lóðarúthlutun Landsbyggðarhúsa ehf. við Bræðratungu 2-12 (áður 2-10) í Tunguhverfi á Ísafirði.
Lóðirnar verða auglýstar að nýju.
11.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 2 - 2403007F
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 14. mars 2024.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 2 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði uppbyggingarsamningar við eftirfarandi félög. Heildarupphæð úthlutunar er 12.000.000. Nefndin leggur til að upphæðin skiptist eftirfarandi:
Klifurfélag Vestfjarða kr. 1.160.000
Golfklúbbur Ísafjarðar kr. 5.830.000
Skíðafélag Ísfirðinga kr. 2.800.000 fyrir snjógirðingum.
Knattspyrnudeild Vestra kr. 2.210.000 til að standsetja gestaklefa (klefa meistaraflokks kvenna) eins og tilgreint er í umsókn.
Verkefnin sem sótt var um í uppbyggingarsjóð eru mörg hver góð og hvetur nefndin umsækjendur sem ekki fengu styrk að sækja um aftur að ári. Nefndin leggur áherslu á að verkefni fá fullan styrk svo líklegra sé að þau verði framkvæmd á árinu.
Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að upphæð uppbyggingarsamninga verði hækkuð á næsta ári en hún hefur haldist óbreytt í mörg ár. Það er kominn tími til að endurskoða upphæðina sem og að vísitölutengja hana.
12.Starfshópur um málefni leikskóla - 3 - 2403003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar starfshóps um málefni leikskóla, en fundur var haldinn 6. mars 2024.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 144 - 2403008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 144. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 12. mars 2024.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
14.Velferðarnefnd - 478 - 2403010F
Lögð fram til kynningar fundargerð 478. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 14. mars 2024.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin er í átta liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Velferðarnefnd - 478 Velferðarnefnd samþykkir reglur um stuðningsþjónustu. Nefndin vísar þeim til samþykkis í bæjarstjórn.
Fundi slitið - kl. 09:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Bæjarráð hefur áhyggjur af því að þetta viðbótarverk muni seinka fyrsta notkunardegi vallarins. Þá telur bæjarráð að Ísafjarðarbær sé með önnur brýn verkefni sem bíða umsókna í Fiskeldissjóð. Í þessu fellst ekkert loforð um fjárveitingu á uppsetningu á varmadælu eða til rekstrar kerfisins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman fjárhagslega stöðu verksins til athugunar á því hvort gera þurfi viðauka vegna málsins.