Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Áskorun til sveitarfélaga - kjarasamningar 2024 - 2024030046
Lagt fram til kynningar erindi Arnars Þórs Sævarssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. mars vegna nýrra kjarasamninga og áskorun til sveitarfélaga vegna þess.
Málið sett á dagskrá með afbrigðum með samþykki allra nefndarmanna.
Málið sett á dagskrá með afbrigðum með samþykki allra nefndarmanna.
Bæjarráð fagnar því að kjarasamningar hafi náðst, með það að markmiði að kveða niður vexti og verðbólgu. Bæjarstjóra falið að skoða þær gjaldskrár sem heyra undir þetta samkomulag auk útfærslu annarra liða, og leggja málið aftur fyrir bæjarráð.
2.Beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda - Daltunga 4 - 2024030039
Lögð fram beiðni Ásmundars Ragnars Sveinssonar, f.h. Tanga ehf., dags. 1. nóvember 2022, vegna beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna lóðar við Daltungu 4 á Ísafirði.
Jafnframt lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra, dags. 7. mars 2024, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra, dags. 7. mars 2024, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna lóðar við Daltungu 4 á Ísafirði, að fjárhæð kr. 6.130.575.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
3.Hrauntunga 1-3 - ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2024030036
Lögð fram beiðni Garðars Sigurgeirssonar, f.h. Skeiðs ehf., dags. 1. mars 2024, vegna beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna lóðar við Hrauntungu 1-3 á Ísafirði.
Jafnframt lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra, dags. 7. mars 2024, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra, dags. 7. mars 2024, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna lóðar við Hrauntungu 1-3 á Ísafirði, að fjárhæð kr. 9.374.725.
4.Fiskeldissjóður - umsóknir 2024 - 2024020013
Á 1272. fundi bæjarráðs, þann 5. febrúar 2024, var lagt fram til kynningar erindi Hjalta Jóns Guðmundssonar, f.h. Matvælaráðuneytisins, dags. 31. janúar 2024, þar sem kynnt er að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fiskeldissjóð 2024. Frestur er til 6. mars 2024.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna að umsóknum til Fiskeldissjóðs í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Er nú lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. mars 2024, vegna málsins, en um er að ræða aðveituæð Suðurtanga, stækkun Sundhallarlofts, endurnýjun félagsheimilisins á Þingeyri, fráveitu á Þingeyri, skógarhús leikskólans Tanga, og stækkun leikskólans Sólborgar, auk sameiginlegrar umsóknar sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum um byggingu nýs verkmenntahúss við Menntaskólans á Ísafirði.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna að umsóknum til Fiskeldissjóðs í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Er nú lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. mars 2024, vegna málsins, en um er að ræða aðveituæð Suðurtanga, stækkun Sundhallarlofts, endurnýjun félagsheimilisins á Þingeyri, fráveitu á Þingeyri, skógarhús leikskólans Tanga, og stækkun leikskólans Sólborgar, auk sameiginlegrar umsóknar sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum um byggingu nýs verkmenntahúss við Menntaskólans á Ísafirði.
Lagt fram til kynnningar.
5.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - breyting 16. gr. 2024 - 2024020165
Lögð fram til samþykktar tilllaga að breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs, en breytingin felur í sér breytingu á gjalddtökuákvæði 16. gr. samþykktarinnar.
Minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 7. mars 2024, er lagt fram til skýringar.
Minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 7. mars 2024, er lagt fram til skýringar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Axel yfirgaf fund kl. 8:55.
6.Þjóðlendumál - eyjar og sker - 2024020063
Lagður fram tölvupóstur Ernu Erlingsdóttur f.h. Óbyggðanefndar, dagsettur 12. febrúar 2024, með tilkynningu frá nefndinni um kröfur fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker. Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur.
Lögmaður sveitarfélagsins í fyrra Óbyggðanefndarmáli hefur fengið gögnin til yfirferðar og verða frekari upplýsingar lagðar fram síðar.
Lögmaður sveitarfélagsins í fyrra Óbyggðanefndarmáli hefur fengið gögnin til yfirferðar og verða frekari upplýsingar lagðar fram síðar.
Lagt fram til kynningar.
7.Hverfisráð - fundargerðir 2024 - 2024010183
Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðsins Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, en fundur var haldinn 26. febrúar 2024.
Lagt fram til kynningar.
8.Menningarmálanefnd - 171 - 2403002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 171. fundar menningarmálalnefndar, en fundur var haldinn 7. mars 2024.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
9.Velferðarnefnd - 477 - 2402026F
Lögð fram til kynningar fundargerð 477. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 29. febrúar 2024.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Velferðarnefnd - 477 Velferðarnefnd leggur við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samningur um móttöku flóttafólks verði framlengdur til 3o. júní 2024 og að 40 notendur verði veitt þjónusta í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi.
Fundi slitið - kl. 09:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?