Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir 2024 - 2024020041
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fund kl. 8:40.
Gestir
- Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:10
2.Sundlaug Þingeyrar - Leki sundlaugakar - 2023110033
Lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 9. febrúar 2024, til upplýsinga um stöðu mála við viðgerð sundlaugarinnar á Þingeyri.
Bæjarráð telur heppilegast í þessari stöðu að áfangaskipta gluggaskiptum sundlaugarinnar til að koma til móts við þennan kostnaðarauka, þannig að hluti viðhalds glugga verði árið 2024 og að gert verði ráð fyrir fjármunum í fjárhagsáætlun 2025 vegna síðari hluta gluggaskipta.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:40
3.Flateyraroddi - lóðaréttindi - 2021080017
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 29. janúar 2024, vegna ágreinings um lóðarréttindi á Flateyrarodda. Sátt er um nýjar skráningar og leiðréttingar sem hafa verið gerðar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja útgáfu lóðarleigusamning fyrir Hafnarbakka 5 og Oddaveg 3, niðurfellingu dómsmáls vegna ágreinings um lóðamörk og greiðsu bóta til ÍS-47 vegna málskostnaðar samkvæmt samkomulagi að fjárhæð kr. 1.000.000.
4.Fífutunga 4 - ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2024020039
Lagt fram erindi Jóns Steinars Guðmundssonar, dags. 25. janúar 2024, vegna beiðnar um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna lóðar við Fífutungu 4 á Ísafirði.
Jafnframt lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra, dags. 9. febrúar 2024, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra, dags. 9. febrúar 2024, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna lóðar við Fífutungu 4 á Ísafirði, að fjárhæð kr. 6.777.391.
5.Örútboð - Raforka - 2024010236
Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra, dagsett 31. janúar 2024, vegna örútboðs vegna kaupa á raforku.
Bæjarráð samþykkir tillögu um að innkaup verði framkvæmd innanhúss með útboði í samræmi við drög að útboðsgögnum, í stað þess að kaupa þjónustu Ríkiskaupa.
Eyþór og Axel yfirgáfu fund kl. 9:05.
Gestir
- Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknistjóri - mæting: 09:00
6.Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu - 2024020011
Lagt fram til kynningar erindi Stefáns Boga Sveinssonar, héraðsskjalavarðar Héraðsskjalasafns Austfirðinga, 1. febrúar 2024, þar sem kynnt eru áform um stofnfund Miðstöðvar héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu þann 9. febrúar 2024.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið í minnisblaði og samþykkir að hinkra með stofnaðild að svo stöddu.
7.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - Fossavatnsskemmtun - 2024010198
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 8. febrúar 2024, vegna umsóknar Kristjáns Þórs Kristjánssonar um tækifærisleyfi vegna Fossavatnsskemmtunar í íþróttahúsinu á Torfnesi þann 20. apríl.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins þar til umsögn Eldvarnareftirlitsins berst.
8.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2023-2024 - 2023120011
Lagðar fram til samþykktar 33 yfirlýsingar vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024, sem bæjarstjóri hefur undirritað með fyrirvara um samþykki bæjarráðs, sbr. 6. gr. rgl. 852/2023. Frestur er til 9. febrúar 2024.
Bæjarráð staðfestir framlagðar yfirlýsingar vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024, en bæjarstjóri hefur undirritað hluta með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka undirritun og senda afrit á Fiskistofu.
9.69. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2024020035
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Magneu Garðarsdóttur f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 7. febrúar 2024, þar sem kynnt er að 69. fjórðungsþing Vestfirðinga að vori verði haldið 10. apríl. Formlegt boð ásamt dagskrá verður sent út 4 vikum fyrir boðaðan þingdag.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120
Lögð fram til kynningar 942. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 26. janúar 2024.
Lagt fram til kynningar.
11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 625 - 2401017F
Lögð fram til kynningar fundagerð 625. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 8. febrúar 2024.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 625 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 við Mjólká, í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 625 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 625 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnu við breytingar á deiliskipulagi við Torfnes.
Breytingar snúa að lóð Menntaskólans og lóð leikskólans Sólborgar vegna mögulegra byggingaráforma.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 625 Skipulags- og mannvirkjanefnd fjallaði um athugasemdir sem bárust á grenndarkynningartíma á fundi nefndar þann 11. janúar 2024 og var starfsmanni falið að vinna lóðarblað til að koma til móts við framkomnar athugasemdir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðin við Hlíðarveg 50, á Ísafirði, verði stofnuð í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar dags. 2. febrúar 2024.
Nefndin felur starfsmanni tæknideildar að svara athugasemdum.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 625 Lagðar fram athugasemdir vegna grenndarkynningar á byggingaráformum við Seljalandsveg 73 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir þau sjónarmið að framkvæmdin raski götumynd enn frekar en orðið hefur og felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda sem og nágranna. Málið verður lagt fyrir að nýju.
Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag í efri byggð Ísafjarðar beinir nefndin því til bæjarstjórnar að hefja þá vinnu sem fyrst til að móta skilmála hverfisins. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 625 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun á lóðarleigusamningi undir fasteignina við Túngötu 14 á Suðureyri.
12.Velferðarnefnd - 476 - 2401018F
Lögð fram til kynningar fundagerð 476. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 1. febrúar 2024.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?