Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1272. fundur 05. febrúar 2024 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Þjónusta á knattspyrnusvæði á Torfnesi - 2024010049

Á 1270. fundi bæjarráðs, þann 22. janúar 2024, var lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Vestra þar sem óskað var eftir samningi við Ísafjarðarbæ um umsjá knattspyrnusvæðis á Torfnesi. Bæjarráð bókaði að það fæli bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja málið fyrir að nýju.

Er nú málið lagt fyrir að nýju ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 1. febrúar 2024, varðandi þau verkefni sem vallarstarfsmaður þarf að sinna á knattspyrnusvæðinu. Jafnframt er lögð fram viðhaldsáætlun fyrir gervigrasið sem unnin er af Polytan, framleiðanda gervigrassins.
Fulltrúar Í-lista í bæjarráði telja rétt að starfsmenn íþróttamannvirkja skuli sjá um knattspyrnusvæðið á Torfnesi og Vallarhús. Bæjarstjóra falið að taka málið aftur upp á fundi bæjarráðs 8. apríl 2024. Áréttað að gerðar verði ítarlegar verklagsreglur.
Hafdís og Dagný yfirgáfu fund kl. 8:40.

Gestir

  • Dagný Finnbjörnsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 08:10
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10

2.Hönnun Gamli Gæsló Ísafirði - 2022120021

Á 1268. fundi bæjarráðs, þann 8. janúar 2024, var lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í máli nr. 133/2023, vegna kæru á afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar frá 26. október 2023 vegna erindis kæranda um leikvöll á Eyrartúni á Ísafirði. Var kærumálinu vísað frá nefndinni.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að skoða hvort hægt sé að koma betur til móts við sjónarmið íbúa um að aparóla sé of nálægt íbúðarhúsum.

Eru nú lögð fram til kynningar ný hönnunargögn vegna gamla gæsló þar sem komið er til móts við íbúa, varðandi hliðrun aparólunnar fjær íbúðarhúsum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að formlegri samþykkt málsins og vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til lokaafgreiðslu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman umframkostnað vegna þessara breytinga og leggja fyrir bæjarráð.
Fylgiskjöl:

3.Fiskeldissjóður - umsóknir 2024 - 2024020013

Lagt fram til kynningar erindi Hjalta Jóns Guðmundssonar, f.h. matvælaráðuneytisins, dags. 31. janúar 2024, þar sem kynnt er að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fiskeldissjóð 2024. Frestur er til 6. mars 2024.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að umsóknum til Fiskeldissjóðs í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Axel yfirgaf fund kl. 9.00.

4.Hjúkrunarheimilið Eyri - rekstur og ábyrgð - 2024010125

Á 1270. fundi bæjarráðs, þann 22. janúar 2024, var lögð fram til kynningar skýrsla fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis, „Breytt fyrirkomulag fasteigna vegna hjúkrunarheimila,“ dagsett í nóvember 2023. Bæjarráð fagnaði því að skýrslan sé framkomin enda hefur fjármögnun og bygging fasteigna hjúkrunarheimila verið í ólestri um langt skeið og fól bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir bæjarráð.

Er nú lagt fram til samþykktar erindi bæjarstjóra til fjármála- og efnhagsráðuneytisins vegna hjúkrunarheimilisins Eyrar, auk yfirlits yfir rekstur frá árinu 2015 og ársreikning 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Edda yfirgaf fund kl. 9:10.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:00

5.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - Þorrablót Holt - 2024010198

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 25. janúar 2024, vegna umsóknar Helgu Dóru Kristjánsdóttur um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Holti þann 17. febrúar 2024.

Jafnframt lögð fram umsögn eldvarnareftirlits Ísafjarðarbæjar vegna gestafjölda, þar sem veitt er leyfi fyrir 100 manns, auk þess sem krafa er um að öryggivakt verði vegna eldvarna meðan á þorrablótinu stendur.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Holti þann 17. febrúar 2024.

6.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - Þorrablót Suðureyri - 2024010198

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 24. janúar 2024, vegna umsóknar Þorgerðar Karlsdóttur um tækifærisleyfi vegna þorrablóts á Suðureyri þann 17. febrúar 2024.

Slökkviliðið fellst á að ofangreint leyfi verði veitt enda eru eldvarnir í viðunandi lagi miðað við 150 manns. Eldvarnaeftirlit gerir kröfu um öryggisvakt meðan á þorrablótinu stendur.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts á Suðureyri þann 17. febrúar 2024.

7.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - Þorrablót Flateyri - 2024010198

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 24. janúar 2024, vegna umsóknar Kristínar Guðmundu Pétursdóttur um tækifærisleyfi vegna þorrablótsins Stútungs á Flateyri þann 10. febrúar 2024.

Slökkviliðið fellst á að ofangreint leyfi verði veitt enda eru eldvarnir í viðunandi lagi miðað við 250 manns.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablótsins Stútungs á Flateyri þann 10. febrúar 2024.

8.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - Þorrablót Sléttuhrepps - 2024010198

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 31. janúar 2024, vegna umsóknar Jóns Heimis Hreinssonar f.h. Átthagafélags Sléttuhreppinga um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Hnífsdal þann 10. febrúar 2024.

Slökkviliðið fellst á að ofangreint leyfi verði veitt enda eru eldvarnir í viðunandi lagi miðað við 180 manns.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts Sléttuhreppinga í Hnífsdal þann 10. febrúar 2024.

9.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - Árshátíð Ísafjarðarbæjar - 2024010198

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 31. janúar 2024, vegna umsóknar Ragnars Heiðars Sigtryggssonar um tækifærisleyfi vegna árshátíðar Ísafjarðarbæjar í íþróttahúsinu á Torfnesi þann 23. mars 2024.

Slökkviliðið fellst á að ofangreint leyfi verði veitt enda eru eldvarnir í viðunandi lagi miðað við 300 manns.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna árshátíðar Ísafjarðarbæjar þann 23. mars 2024.

10.Lánasjóður sveitarfélaga - ýmis erindi 2024 - 2024010235

Lagt fram til kynningar bréf Óttars Guðjónssonar f.h. kjörnefndar Lánasjóðs sveitarfélaga, dagsett 30. janúar 2024, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins.
Lagt fram til kynningar.

11.Starfshópur um málefni leikskóla - 1 - 2401012F

Lögð fram til kynningar fundargerð fyrsta fundar starfshóps um málefni leikskóla, en fundur var haldinn 25. janúar 2024. Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?