Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
851. fundur 01. september 2014 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Félagsmálanefnd 26/8 - 1408007F

389. fundur félagsmálanefndar
Lögð fram til kynningar.

2.Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu 28/8 - 1408003F

1. fundur nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu
Lögð fram til kynningar.

3.Sambandsleysi Vestfjarða - 2014080066

Lögð eru fram bréf Birnu Óskar Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu og þjónustu hjá Símanum, sem barst 26. ágúst sl. og bréf Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, f.h. Ísafjarðarbæjar til Símans.
Bæjarráð tekur undir bókanir bæjarráðs Bolungarvíkur og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Bæjarráð telur hringtengingu nauðsynlega til að fyrirbyggja hættuna á að þetta endurtaki sig, hins vegar telur bæjarráð að viðbragð Símans hafi verið óásættanlegt. Ísafjarðarbær hefur krafið Símann skýringa og á fund með fulltrúum hans á miðvikudaginn.

4.Byggðasafn vestfjarða 2014 - 2014080064

Samkvæmt 9. gr. samþykkta Byggðasafns Vestfjarða skal Ísafjarðarbær kjósa einn fulltrúa og einn til vara Í stjórn Byggðasafnsins.
Bæjarráð kýs Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra, sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í Byggðasafni Vestfjarða og Þórdísi Sif Sigurðardóttur, varamann í stjórn Byggðasafnsins.

5.Ósk um að hafa lokað 24. og 31. des. - 2014050104

Á 346. fundi fræðslunefndar var lagt fram bréf frá leikskólastjórum Sólborgar, Laufáss, Tjarnarbæjar og Grænagarðs þar sem óskað var eftir að fá að hafa leikskólana lokaða á aðfangadag og gamlársdag. Bókun fræðslunefndar á fundinum var eftirfarandi:
"Fræðslunefnd samþykkir að leikskólarnir loki 24. og 31. desember og beinir því til bæjarráðs að skoða hvort að gefinn verði afsláttur í samræmi við aukalokun.
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 29. ágúst sl., þar sem gerð er grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð samþykkir ákvörðun fræðslunefndar um að leikskólarnir loki 24. og 31. desember. Ekki skulu gerðar breytingar á gjaldskrá vegna þessa.

6.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 29. ágúst sl., með tímaskema fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2015.
Lagt fram til kynningar.

7.Náttúrustofa - fundarboð til ársfundar - 2014030020

Lagt er fram bréf Böðvars Þórissonar, f.h. Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 22. ágúst sl., þar sem boðað er til samráðsfundar aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að mæta til fundarins.

8.Úthlutun úr Jöfnunarsjóði árið 2014 - 2013090028

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 29. ágúst 2014, um greiðslur og endurskoðaða áætlun Jöfnunarsjóðs 2014.
Lagt fram til kynningar.

9.Lokun fiskvinnslunnar Vísis á Þingeyri - 2014040001

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, dags. 29. ágúst sl., vegna fyrirspurnar Jónasar Þ. Birgissonar, sem lögð var fyrir 350. fund bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

10.Act alone leiklistarhátíð - umsókn um fastan styrk - 2014020038

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 29. ágúst sl., þar sem gerð er grein fyrir umsókn Act alone leiklistarhátíðar um umsókn um styrk.
Bæjarráð samþykkir að Act alone sé veittur viðbótarstyrkur að fjárhæð kr. 300.000,-. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að samningi við Act alone um stuðning við hátíðina.

11.Minjasjóður Önundarfjarðar, ársreikningur 2013 - 2013080025

Lagt er fram bréf Jóhönnu Kristjánsdóttur formanns stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar Minjasjóðs Önundarfjarðar, dags. 25. ágúst sl., ásamt ársreikningi félagsins fyrir árið 2013.
Lagt fram til kynningar.

12.Útsvar 2014-2015 - 2014080063

Lagður er fyrir tölvupóstur Pálu Hallgrímsdóttur, f.h. Útsvars hjá RÚV, frá 25. ágúst sl., þar sem óskað er eftir staðfestingu á þátttöku í Útsvari 2014-2015.
Bæjarráð staðfestir þátttöku Ísafjarðarbæjar í Útsvari árið 2014 og auglýsir eftir áhugasömum til að taka þátt.

13.Almennar styrkbeiðnir og styrktarlínur 2014 - 2014020105

Lagður er fram tölvupóstur Páls Júlíussonar, f.h. Sveitarstjórnarmála, frá 29. ágúst sl., þar sem óskað er eftir styrktarlínu í næsta tölublaði Sveitarstjórnarmála.
Bæjarráð samþykkir styrktarlínuna. Daníel Jakobsson situr hjá við ákvörðunina, þar sem hann telur þetta vera erindi sem bæjarstjóri sé fullfær um að afgreiða.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?