Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1267. fundur 18. desember 2023 kl. 08:10 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Æðartangi 6 - Flokkur 1, - 2023010230

Lögð fram til kynningar beiðni Garðars Sigurgeirssonar og Sveins Inga Guðbjörnssonar, f.h. Vestfirskra verktaka ehf. og Skeiðs ehf., dags. 13. desember 2023, um nafnabreytingu á lóðaúthlutun og byggingarétti fyrir Æðartanga 6 á Ísafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framsal á byggingarétti Vestfirskra verktaka ehf. til Skeiðs ehf. fyrir Æðartanga 6 á Ísafirði.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Skeið 8, 400. Umsókn um lóð - 2023020033

Lögð fram til kynningar beiðni Garðars Sigurgeirssonar og Sveins Inga Guðbjörnssonar, f.h. Vestfirskra verktaka ehf. og Skeiðs ehf., dags. 13. desember 2023, um nafnabreytingu á lóðaúthlutun og byggingarétti fyrir Skeið 8 á Ísafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framsal á byggingarétti Vestfirskra verktaka ehf. til Skeiðs ehf. fyrir Skeið 8 á Ísafirði, með þeim skilyrðum að áfallinn kostnaður verði greiddur fyrir gildistöku framsalsins.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sindragata 4b - Flokkur 2, - 2023100033

Lagt fram til kynningar erindi Garðars Sigurgeirssonar og Sveins Inga Guðbjörnssonar, f.h. Vestfirskra verktaka ehf. og Skeiðs ehf., dags. 13. desember 2023, um kynningu á byggingaáformum á Sindragötu 4a og ósk um frekari úthlutun fjölbýlishúsalóða á Ísafirði. Jafnframt lagðir fram til kynningar aðaluppdrættir vegna byggingaáforma Sindragötu 4a.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 8:25.

4.Álagningarhlutfall útsvars 2024 - 2023090094

Lagt fram erindi fjármála- og efnahagsráðuneytisins varðandi samkomulag undirritað milli ríkis og sveitarfélaga, þann 15. desember 2023, um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk, á þann hátt að hámark útsvars fer úr 14,74% í 14,97%, en tekjuskattur lækkar samhliða á móti.

Óskað er staðfestingar bæjarstjórnar á útsvari 2024, og frestur veittur til 30. desember 2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn hækka álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 um 0,23% og verði þannig 14,97%, í samræmi við samkomulag undirritað milli ríkis og sveitarfélaga, þann 15. desember 2023, um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk, en tekjuskattur lækkað samhliða á móti.

5.Undanþágur verkfallsheimilda 2024 - 2023100156

Lagt fram minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 15. desember 2023, varðandi undanþágu verkfallsheimilda. Árlega þurfa sveitarfélög, að höfðu samráði við viðkomandi stéttarfélög, að endurnýja lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild með tilvísun til laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, og 2. gr. laga nr. 129/2020, um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til. Undanþágulisti sem tilgreindur er í minnisblaðinu er lagður fyrir bæjarráð til samþykktar, en listinn þarf að birtast í B-deild stjórnartíðinda fyrir 1. febrúar 2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja minnisblað mannauðsstjóra um lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.

6.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2023-2024 - 2023120011

Á 1266. fundi bæjarráðs, þann 11. desember 2023, var lagt fram til kynningar bréf Áslaugar Eirar Hólmgeirsdóttur og Jóns Þrándar Stefánssonar f.h. matvælaráðherra, dagsett 1. desember 2023, þar sem kynnt er úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023-2024. Jafnframt lagðar fram leiðbeiningar um sérreglur byggðakvóta. Frestur til að skila tillögum um sérreglur er til 29. desember 2023. Fyrri reglur má finna hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/sjavarutvegur-og-fiskeldi/sjavarutvegur/byggdakvoti/reglur-byggdakvota-2022-2023/

Bæjarráð fól bæjarstjóra að gera drög að tillögum að sérreglum og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar á næsta fundi.

Eru nú lagðar fram tillögur bæjarstjóra að sérreglum byggðakvóta fyrir Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar sérreglur byggðakvóta fyrir Ísafjarðarbæ 2022/2023.

7.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2023 - 2023030067

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 13. desember 2023, vegna launakostnaðar fyrir janúar til nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.
Ásgerður yfirgaf fund kl. 8:44.

Gestir

  • Ásgerður Þorleifsdóttir, deildarstjóri launadeildar - mæting: 08:36

8.Umsagnarbeiðnir - flugeldasala og -sýningar áramót 2023 - 2023120076

Lagðar fram til samþykktar umsagnarbeiðnir Lögreglustjórans á Vestfjörðum, dags. 13. desember 2023, vegna eftirfarandi umsókna; björgunarsveitanna Tinda, Sæbjargar, Bjargar og Dýra um leyfi til sölu á skoteldum í smásölu í lok árs 2023. Jafnframt vegna umsókna Tinda, Sæbjargar, Bjargar og Björgunarfélags Ísafjarðar um leyfi til skoteldasýninga 31. desember 2023 og Dýra um leyfi til skoteldasýningar á þrettándanum.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis til handa Björgunarsveitunum Tindum, Sæbjargar, Bjargar og Dýra um leyfi til sölu á skoteldum í smásölu í lok árs 2023. Jafnframt vegna umsókna Tinda, Sæbjargar, Bjargar og Björgunarfélags Ísafjarðar um leyfi til skoteldasýninga 31. desember 2023 og Dýra um leyfi til skoteldasýningar á þrettándanum.

9.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Mál lagt fram að beiðni formanns bæjarráðs.

Að teknu tilliti til frídaga yrði næsti fundur bæjarráðs að óbreyttu 8. janúar 2024.

Næsti bæjarstjórnarfundur er 21. desember 2023, og næsti reglulegu fundur verður 4. janúar 2024, nema bæjarstjórn ákveði að fella hann niður.
Bæjarráð ákveður að næsti fundur bæjarráðs verði á reglulegum tíma þann 8. janúar 2024, nema fram komi mál sem ekki geta beðið fyrirtöku. Sé svo verði sá fundur milli hátíðanna og boðaður sérstaklega.

10.Hverfisráð 2023 - 2023090082

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Súgandafjarðar, frá fundi sem haldinn var 5. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir og ýmis erindi - BsVest 2023 - 2023050114

Lagðar fram til kynningar tvær fundargerðir stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, frá fundum sem haldnir voru 20. og 27. nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.

12.Farsíma- og tetrasamband á vegum Vestfjarða - 2023120061

Mál sett á dagskrá að beiðni formanns bæjarráðs, frá fundi sameinaðrar almannavarnarnefndar sem haldinn var 12. desember 2023.
Bæjarráð tekur undir bókun sameinaðrar almannavarnarnefndar um að efla þurfi enn frekar farsímakerfi og tetrakerfi á þjóðvegum á Vestfjörðum. Þó samanlögð reiknuð útbreiðslusvæði símafyrirtækjanna bendi til að sambandið sé stöðugt sýna vegamælingar á raunútbreiðslu farsímasambands marga skugga á aðalsamgönguæðum, svo sem í Seyðisfirði, Hestfirði, Skötufirði, Ísafirði, Staðardal í Steingrímsfirði, Vattarfirði, Kjálkafirði, Dynjandisheiði og Patreksfirði. Þetta hefur hamlandi áhrif á störf viðbragðsaðila, minnkar öryggi og skapar hættu við slys og óhöpp. Þá eru ótalin óþægindi af því að vera ótengdur í æ nettengdari heimi.

13.Fræðslunefnd - 461 - 2311020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 461. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 14. desember 2023.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

14.Íþrótta- og tómstundanefnd - 248 - 2312003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 248. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 6. desember 2023.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

15.Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 39 - 2312009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 39. fundar sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en fundur var haldinn 12. desember 2023.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.

16.Velferðarnefnd - 475 - 2312002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 475. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 7. desember 2023.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?