Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Þjónustustig gervigras Torfnes - 2023120043
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, og Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 8. desember 2023, um þjónustustig snjómoksturs á gervigrasi á Torfnesi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum, og gera verklagsreglur um þjónustu á gervigrasvelli á Torfnesi, og leggja málið aftur fyrir bæjarráð.
Hafdís og Eyþór yfirgáfu fund kl. 8.38.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
- Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknistjóri - mæting: 08:10
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10
2.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - viðauki 19 - 2020040001
Á 1262. fundi bæjarráðs þann 13. nóvember 2023, var Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 3. nóvember 2023, vegna afskrifta eignfærðs kostnaðar við áður fyrirhugað knattspyrnuhús á Torfnesi. Bæjarráð samþykkti afskrift eignfærðs kostnaðar við áður fyrirhugað knattspyrnuhús á Torfnesi og fól bæjarstjóra að gera viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Er nú lagður fram til samþykktar viðauki 19 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð kr. 22.000.000,- og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 48.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- og rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 278.000.000,-
Er nú lagður fram til samþykktar viðauki 19 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð kr. 22.000.000,- og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 48.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- og rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 278.000.000,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 19 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð kr. 22.000.000,- og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 48.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- og rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 278.000.000,-
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð kr. 22.000.000,- og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 48.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- og rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 278.000.000,-
Axel yfirgaf fun kl. 8:41.
3.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2023-2024 - 2023120011
Lagt fram til kynningar bréf Áslaugar Eirar Hólmgeirsdóttur og Jóns Þrándar Stefánssonar f.h. matvælaráðherra, dagsett 1. desember 2023, þar sem kynnt er úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023-2024. Jafnframt lagðar fram leiðbeiningar um sérreglur byggðakvóta. Frestur til að skila tillögum um sérreglur er til 29. desember 2023. Fyrri reglur má finna hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/sjavarutvegur-og-fiskeldi/sjavarutvegur/byggdakvoti/reglur-byggdakvota-2022-2023/
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að tillögum að sérreglum og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar á næsta fundi.
4.Leigusamningur um geymsluhúsnæði Sindragötu 11, 2. hæð fyrir Safnahús í framkvæmdum - 2023030082
Lagður fram til samþykktar húsaleigusamningur um Sindragötu 11 á Ísafirði, fyrir héraðsskjalasafn, ljósmyndasafn og listasafn, til 10 ára, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 8. desember 2023, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja húsaleigusamning um Sindragötu 11 á Ísafirði, fyrir héraðsskjalasafn, ljósmyndasafn og listasafn, til 10 ára, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 8. desember 2023, vegna málsins.
5.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 1. og 2. fundar svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, en fundir voru haldnir 13. september og 7. október 2023.
Jafnframt lagðar fram til staðfestingar í sveitarstjórn, starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, sem fjallað hefur verið um og þær samþykktar hjá Skipulagsstofnun.
Jafnframt lagðar fram til staðfestingar í sveitarstjórn, starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, sem fjallað hefur verið um og þær samþykktar hjá Skipulagsstofnun.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, sem fjallað hefur verið um og þær samþykktar hjá Skipulagsstofnun.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
6.Aðalfundur Hvetjanda 2023 - 2023120042
Lagt fram bréf Jóns Páls Hreinssonar, formanns stjórnar Hvetjanda hf. eignarhaldsfélags, dagsett 7. desember 2023, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 21. desember 2023. Jafnframt lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir árið 2022 og hluthafaskrá félagsins.
Bæjarráð felur Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, og Neil Shiran Þórissyni að mæta til fundarins f.h. Ísafjarðarbæjar.
7.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - Valhöll - 2023010041
Lögð fram umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 8. ágúst 2023, vegna umsóknar um rekstrarleyfi Lagnahornsins ehf. fyrir rekstur gististaðar í flokki II - H Frístundahús, í Valhöll í Tungudal. Jafnframt lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsett 1. desember 2023, umsögn byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 14. nóvember 2023, og umsögn slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 24. nóvember 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis skv. umsögnum annarra umsagnaraðila.
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - frumvarp um lagareldi - 2023010001
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 6. desember 2023, þar sem matvælaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 253/2023 - Frumvarp til laga um lagareldi. Umsagnarfrestur er til og með 3. janúar 2024.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - sjávarútvegsstefna - 2023010001
Að beiðni bæjarstjóra er mál nr. 245/2023 í samráðsgátt stjórnvalda lagt fram, en um er að ræða sjávarútvegsstefnu og frumvarp til laga um sjávarútveg. Umsagnarfrestur er til 22. desember 2023.
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3617
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3617
Lagt fram til kynningar.
10.Nave - fjárhagsáætlun 2023-2026 - 2023010063
Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2024, sem staðfest var á fundi stjórnar NAVE 3. nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260
Lögð fram til kynningar fundargerð 939. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 5. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?