Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1260. fundur 23. október 2023 kl. 08:10 - 09:02 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Elísabet Samúelsdóttir varamaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, situr fundinn í gegn um Teams.

1.Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019

Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 19. okt. 2023, vegna verksins „Jarðvinna og lagnir, Torfnes aðalvöllur“ þar sem lagt er til við bæjarráð að samið verði við Keyrt og mokað ehf. á grundvelli uppfærðs tilboðs, að fjárhæð 68.534.850,- kr.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Keyrt og mokað ehf. vegna verksins „Jarðvinna og lagnir, Torfnes Aðalvöllur,“ á grundvelli tilboðs þess að fjárhæð kr. 68.534.850.
Axel yfirgefur fund kl 8:20.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Menntastefna Vestfjarða - 2023100087

Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dagsettur 13. október 2023, ásamt drögum að Menntastefnu Vestfjarða 2023-2040, dagsett í október 2023, til umfjöllunar hjá sveitarfélögum. Jafnframt lagt fram vinnuskjal sem sveitarfélög eru hvött til að nýta við vinnu við skólastefnur sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í fræðslunefnd.

3.Styrktarsjóður EBÍ 2023 og aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ 2023 - 2023100085

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, sem haldinn var 6. október 2023, ásamt kynningu á starfsemi EBÍ og umfjöllun um fjárfestingastefnu og útgreiðslu ágóðahlutar til sveitarfélaganna.

Jafnframt lagt fram bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra EBÍ, dagsett 13. október 2023, vegna ágóðahlutagreiðslu 2023, sem í ár er kr. 2.410.000.-
Lagt fram til kynningar.

4.EFS - ýmis erindi 2023 - 2023050100

Lagt fram bréf Þóris Ólafssonar og Gústavs Arons Gústavssonar f.h. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 13. október 2023. Eftirlitsnefndin hefur lokið yfirferð á ársreikningi sveitarfélagsins, og samkvæmt honum uppfyllir sveitarfélagið ekki öll ólögbundin lágmarksviðmið nefndarinnar vegna rekstrar fyrir A-hluta.
Lagt fram til kynningar.

5.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - 2023010041

Lagt fram bréf Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 16. október 2023, með umsagnarbeiðni vegna umsóknar Katrínar Báru Albertsdóttur um tækifærisleyfi vegna Halloween-balls í Menntaskólanum á Ísafirði, 27. október kl. 22 til kl. 01, aðfaranótt 28. október 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna Halloween-balls í Menntaskólanum á Ísafirði, 27. október 2023.
Fylgiskjöl:

6.Ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur f.h. innviðaráðuneytis, dagsettur 18. október 2023, þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023, sem hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum.
Reglugerðina má nálgast hér https://island.is/reglugerdir/nr/0922-2023
Lagt fram til kynningar.

7.68. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2023 - 2023030065

Lögð fram til kynningar þinggerð 68. fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti, sem haldið var 6. - 7. október 2023. Jafnframt lagðar fram til kynningar ályktanir þingsins.
Lagt fram til kynningar.

8.Hverfisráð 2023 - 2023090082

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar stjórnar hverfisráðsins á Flateyri, sem haldinn var 10. október 2023. Í fundargerðinni er að finna lista yfir það sem hverfisráðið óskar eftir að fari á framkvæmda- og viðhaldsáætlun næstu ára.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:02.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?