Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Beiðni um fjármögnun vegna nemanda í Lýðskólann á Flateyri - 2023080040
Lagt fram erindi Runólfs Ágústssonar, stjórnarformanns Lýðskólans á Flateyri, dags. 16. ágúst 2023, þar sem óskað er eftir samstarfi um fjármögnun skólagjalda og húsaleigu vegna a.m.k. einn nemanda við Lýðskólann á Flateyri, skólaárið 2023-2024.
Bæjarráð samþykkir beiðni Lýðskólans á Flateyri um að veita styrk vegna skólagjalda og húsaleigu til eins nemanda til að sækja Lýðskólann á Flateyri veturinn 2023-2024, og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Margrét yfirgaf fund kl. 8.35.
Gestir
- Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:10
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10
2.Líkamsræktaraðstaða á Ísafirði frá 2023 - 2023080046
Lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 18. ágúst 2023, þar sem bæjarstjóri óskar eftir áliti bæjarráðs til máls um áframhaldandi líkamsræktaraðstöðu á Ísafirði, en samningur við Ísótfit rennur út 30. september 2023, og hvernig líkamsræktarmálum á Ísafirði skuli háttað til næstu ára, þar til nýtt deiliskipulag og framtíðarákvarðanir verða teknar um rekstur sveitarfélagsins á aðstöðu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa eftir rekstraraðilum að þeirri þjónustu sem sveitarfélagið nýtir á Ísafirði fyrir líkamsrækt fyrir hina ýmsu markhópa, auk aðstöðu og umsjón tækjabúnaðar Ísafjarðarbæjar.
Hafdís yfirgaf fund kl. 8.45.
3.Sala bifreiðar bæjarskrifstofa ME-J96 - 2023080041
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 18. ágúst 2023, þar sem óskar er heimildar til sölu bifreiðar eignasjóðs, sem nýttur er fyrir skrifstofurnar, MEJ96.
Bæjarráð fellst á sölu bifreiðar eignasjóðs, MEJ96, og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
4.Aðalgata 21, Suðureyri. Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023070075
Lagt fram erindi Eyþórs Páls Haukssonar, dags. 21. júní 2023, vegna beiðnar um niðurfellingu gatnagerðargjalda við Aðalgötu 21 á Suðureyri, en álögð gjöld eru kr. 763.292.
Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 11. ágúst 2023, vegna málsins, en þar er vísað til þess að gatnagerðargjöld vegna byggingum við götuna hafa verið felld niður á árinu, m.v.t. ákvörðunar bæjarstjórnar, um tímabundna niðurfellingarheimild sem gildir til loka árs 2023.
Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 11. ágúst 2023, vegna málsins, en þar er vísað til þess að gatnagerðargjöld vegna byggingum við götuna hafa verið felld niður á árinu, m.v.t. ákvörðunar bæjarstjórnar, um tímabundna niðurfellingarheimild sem gildir til loka árs 2023.
Bæjarráð samþykkir beiðni Eyþórs Páls Haukssonar um niðurfellingu gatnagerðargjalda við Aðalgötu 21, á Suðureyri, m.v.t. tímabundinnar niðurfellingarheimildar um niðurfellingu gjalda við þegar byggðar götur í sveitarfélaginu.
Bæjarráð áréttar að ákvörðun bæjarstjórnar um niðurfellingu gatnagerðargjalda við þegar byggðar götur í sveitarfélaginu rennur út 31. desember 2023.
Bæjarráð áréttar að ákvörðun bæjarstjórnar um niðurfellingu gatnagerðargjalda við þegar byggðar götur í sveitarfélaginu rennur út 31. desember 2023.
5.Leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað - Dokkan brugghús ehf. - 2022070029
Lögð fram umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 24. júlí 2023, þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar til endurnýjunar leyfis til sölu áfengis á framleiðslustað, til handa Dokkunni brugghúsi ehf., Sindragötu 14 á Ísafirði.
Jafnframt lagðar fram jákvæðar umsagnir byggingafulltrúa, slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
Jafnframt lagðar fram jákvæðar umsagnir byggingafulltrúa, slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun leyfis Dokkunnar brugghús ehf. til sölu áfengis á framleiðslustað.
6.Beiðni um styrk vegna hátíðarkvöldverðar - 2023080037
Lagt fram erindi Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, f.h. Kvenfélagsins Hvatar, dags. 16. ágúst 2023, þar sem óskað er eftir fjárstyrk sveitarfélagsins vegna hátíðarkvöldverðar á Sambandsfundi Vestfirskra kvenna, sem haldinn er 2. september 2023, en kvenfélagið er gestgjafi fundarins.
Bæjarráð hafnar beiðni Kvenfélagsins Hvatar um styrk til hátíðarkvöldverðar.
7.Stefnumótun um lagareldi - 2023080034
Lagt fram erindi Hjalta Jóns Guðmundssonar, f.h. Matvælaráðuneytisins, dags. 11. ágúst, þar sem óskað er eftir athugasemda vegna stefnumótunar lagereldis til ársins 2040, en kynningarfundur var haldinn 22. júní 2023. Framlengdur frestur til umsagnar var til 16. ágúst 2023.
Jafnframt lögð fram umsögn Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 16. ágúst 2023, vegna málsins.
Jafnframt lögð fram umsögn Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 16. ágúst 2023, vegna málsins.
Bæjarráð staðfestir umsögn bæjarstjóra.
8.Jafnlaunavottun - 2018020060
Lögð fram til kynningar staðfesting Jafnréttisstofu, dags. 20. júlí 2023, um endurnýjun til handa Ísafjarðarbæ um jafnlaunavottun til 22. júní 2026, og heimild til notkunar á jafnlaunamerkinu.
Bæjarráð fagnar staðfestingu um endurnýjun jafnlaunavottunar fyrir Ísafjarðarbæjar.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001
Lagt fram erindi innviðaráðuneytisins, dags. 18. ágúst 2023, þar sem kynnt er Hvítbók um húsnæðismál í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 4. september 2023.
Jafnframt vakin athygli á Húsnæðisþingi 2023, haldið miðvikudaginn 30. ágúst 2023.
Jafnframt vakin athygli á Húsnæðisþingi 2023, haldið miðvikudaginn 30. ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.
10.Mannlíf, byggð og bæjarrými - vinnslutillaga - 2023080047
Lögð fram til kynningar vinnslutillaga Skipulagsstofnunar, dags. 19. júní 2023, en Skipulagsstofnun og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að þróun leiðbeininga um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli. Leiðbeiningarnar eru birtar til kynningar til loka október þar sem hagaðilum og almenningi gefst kostur á að kynnar sér efni þeirra og senda inn athugasemdir og ábendingar.
https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/frettir/mannlif-byggd-og-baejarrymi-leidbeiningar-um-sjalfbaert-skipulag-og-vistvaenar-samgongur-1?fbclid=IwAR31fW9vg6cL_QJjsL6yCShoDSr4FmKqIEA0tHOHDl6d4nXCDvTl7lqtqWQ
https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/frettir/mannlif-byggd-og-baejarrymi-leidbeiningar-um-sjalfbaert-skipulag-og-vistvaenar-samgongur-1?fbclid=IwAR31fW9vg6cL_QJjsL6yCShoDSr4FmKqIEA0tHOHDl6d4nXCDvTl7lqtqWQ
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
11.Lokun starfsstöðvar Skagans 3X á Ísafirði - 2023080050
Umræða í bæjarráði um lokun starfsstöðvar Skagans 3X á Ísafirði.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar harmar þá ákvörðun Skagans 3x að loka starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði. Þetta eru þungbæjarar fréttir fyrir samfélagið og starfsmenn Skagans 3X. Um er að ræða reynslumikla starfsmenn með góða menntun sem við viljum ekki missa úr samfélaginu.
Vonast er til þess að önnur fyrirtæki á svæðinu sjái tækifæri í að ráða þessa starfmenn eða að nýtt félag verði stofnað á grunni 3X. Saga félagsins á Ísafirði er stórmerkilega, enda félagið eitt af þeim fremstu í tækni og nýsköpun á landsvísu. Þykir bæjarráði miður að Skaginn 3X sjái ekki tækifæri til áframhaldandi atvinnuuppbyggingar og framþróunar á Vestfjörðum, enda sjávartengd starfsemi í miklum vexti á svæðinu.
Vonast er til þess að önnur fyrirtæki á svæðinu sjái tækifæri í að ráða þessa starfmenn eða að nýtt félag verði stofnað á grunni 3X. Saga félagsins á Ísafirði er stórmerkilega, enda félagið eitt af þeim fremstu í tækni og nýsköpun á landsvísu. Þykir bæjarráði miður að Skaginn 3X sjái ekki tækifæri til áframhaldandi atvinnuuppbyggingar og framþróunar á Vestfjörðum, enda sjávartengd starfsemi í miklum vexti á svæðinu.
Fundi slitið - kl. 10:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?