Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1250. fundur 14. ágúst 2023 kl. 08:10 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Bakkavegur 19 - Bakkaskjól - 2023030086

Á 1235. fundi bæjarráðs, þann 20. mars 2023, var lagt er fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 16. mars 2023, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til sölu Bakkaskjóls í Hnífsdal. Bæjarráð fól bæjarstjóra að auglýsa fasteignina við Bakkaveg 19, Bakkaskjól, til sölu, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra, og leggja kauptilboð fyrir bæjarstjórn til samþykktar. Söluandvirðið verður lagt í endurbætur á fasteignum í eigu Ísafjarðarbæjar í Hnífsdal.

Er nú minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 11. ágúst 2023, ásamt kauptilboði í fasteignina lagt fyrir bæjarráð til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að taka tilboði Áslaugar Jóhönnu Jensdóttur og Magnúsar Helga Alfreðssonar, f.h. Trésmiðsins ehf., að fjárhæð kr. 15.500.000.

Bæjarráð telur mikilvægt að söluandvirði verði nýtt til uppbyggingar og viðhalds Félagsheimilisins í Hnífsdal, og felur bæjarstjóra að gera tillögu að notkun fjármunanna í fjárhagsáætlun 2024.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20 júlí, 2023, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til þeirra þriggja tilboða sem bárust í útboði gervigrass.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja við Metatron á grundvelli tilboðs nr. 2, vegna Ligaturf RS 240, enda tilboðið hærra en kostnaðaráætlun.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

3.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Lögð fram til samþykktar tillaga 613. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar um að bæjarstjórn samþykki tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna ofanflóðavarna á Flateyri, skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna ofanflóðavarna á Flateyri, skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

4.Hjallavegur 27, 430. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2023060128

Tillaga frá 613. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 10. ágúst 2023, um að bæjarstjórn heimili endurnýjun á lóðarleigusamningi við Hjallaveg 27 á Suðureyri.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi við Hjallaveg 27 á Suðureyri.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 27. júlí 2023, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 145/2023, „Grænbók um skipulagsmál.“

Umsagnarfrestur er til og með 24. ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 8.45.

6.Hafnarstjórn - 242 - 2307013F

Lögð fram til kynningar fundargerð 242. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 9. ágúst 2023.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.

7.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 613 - 2307014F

Fundargerð 613. funar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 10. ágúst 2023.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?