Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1245. fundur 19. júní 2023 kl. 08:10 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Gatnagerð og fráveita, Bræðratunga - Engjatunga - 2023010165

Lagt fram minnisblað Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 15. júní sl., vegna verksins „Gatnagerð og fráveita Bræðratunga og Engjatunga“ þar sem lagt er til við bæjarráð að samið verði við Búaðstoð ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Búaðstoð ehf. vegna verksins “Gatnagerð og fráveita Bræðratunga og Engjatunga,“ að fjárhæð kr. 17.056.500.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019

Lagt fram minnisblað Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 16. júní sl., vegna verksins „Fjarlægja gervigras, Torfnes æfingarvöllur“ þar sem lagt er til við bæjarráð að tilboði Verkhafs ehf. verði synjað á grundvelli kostnaðaráætlunar, jafnframt að sviðsstjóra verði heimilað að semja við verktaka á grundvelli útboðsgagna.
Bæjarráð hafnar framkomnu tilboði og samþykkir tillögu í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við verktaka vegna verksins „Fjarlægja gervigras Torfnes æfingavöllur,“ á grundvelli útboðsgagna.

3.Æðartangi 6-8-10 (nú Æðartangi 4) - Umsókn um lóðir - 2017020157

Lagt fram til samþykktar samkomulag Ísafjarðarbæjar við Kerecis um uppbyggingu félagsins á Ísafirði.
Bæjarráð fagnar þessari viljayfirlýsingu, og samþykkir samkomulag Ísafjarðarbæjar við Kerecis hf. um uppbyggingu félagsins á Ísafirði, lóðaúthlutun, deiliskipulag, þjónustu og uppbyggingu umhverfis við Norðurtanga, þó með þeirri breytingu sem rædd var á fundinum, en ljóst er að nýtt deiliskipulag á Suðurtanga verður ekki tilbúið fyrr en í lok árs 2023, og verður því ekki hægt að hefja framkvæmdir fyrr en í upphafi árs 2024.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt 8. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

4.Höfðastígur Suðureyri - Deiliskipulag - 2022120051

Lagt fram bréf Elíasar Guðmundssonar f.h. Nostalgíu ehf., dagsett 3. júní 2023, þar sem óskað er eftir breytingu á samningi við Ísafjarðarbæ, dags. 2. september 2022, um lóðir á Höfðastíg á Suðureyri, og jafnframt óskað eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ um breytingu á deiliskipulagi svæðisins.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Axel yfirgaf fund kl. 8:50.

5.FabLab smiðja í MÍ - beiðni um samstarf - 2023060085

Lagt fram bréf Heiðrúnar Tryggvadóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, dagsett 14. júní 2023, þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við Ísafjarðarbæ um rekstur FabLab smiðjunnar í húsnæði skólans.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við Menntaskólann á Ísafirði um fyrirhugaðan reikning fyrir þjónustu sl. mánaða og framtíð FabLab á Ísafirði.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:40

6.Afreksíþróttasvið Menntaskólans á Ísafirði - beiðni um samstarf - 2023060084

Lagt fram bréf Heiðrúnar Tryggvadóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, dagsett 14. júní 2023, þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við Ísafjarðarbæ vegna afreksíþróttasviðs skólans.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Hafdís yfirgaf fund kl. 9:25.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 13. júní 2023, þar sem innviðaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 112/2023, „Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.“ Umsagnarfrestur er til og með 31. júlí.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

8.Fundargerðir og ýmis erindi - BsVest 2023 - 2023050114

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, en fundur var haldinn 31. maí 2023.
Lagt fram til kynningar.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 133 - 2305021F

Lögð fram til kynningar fundargerð 133. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 14. júní 2023.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?