Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ársfjórðungsuppgjör 2023 - 2023050129
Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 19. maí 2023, um niðurstöðu fyrsta ársfjórðungs 2023. Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu A og B hluta upp á 383 m.kr. fyrir janúar til mars 2023. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 482 m.kr. fyrir sama tímabil og er reksturinn því 99 m.kr. lægri en áætlað var á fyrsta ársfjórðungi.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10
2.Malbikun gatna 2023 - 2022030083
Lagt fram bréf Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 17. maí 2023, vegna verksins „Malbikun 2023“ þar sem lagt er til að samið verði við Malbikun Norðurlands, á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir að semja við Malbikun Norðurlands vegna verksins „Malbikun 2023“ á grundvelli tilboðs þeirra, alls kr. 77.700.000.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
3.Tungubraut 10 til 16. Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023050127
Lagt fram erindi Jóns Grétars Magnússonar, f.h. Tvísteina ehf., varðandi umsókn um niðurfellingu fasteignagjalda fyrir lóðir að Tungubraut 10, 12, 14 og 16 í Skutulsfirði, á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar um tímabundna niðurfellingu á ákveðnum lóðum, við þegar byggðar götur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbygginga við Tungubraut 10, 12, 14 og 16 í Skutulsfirði, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október 2022.
Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.
Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.
4.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2022-2023 - 2022120086
Lagðar fram til samþykktar 16 yfirlýsingar vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023, en bæjarstjóri hefur undirritað hluta með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, sbr. 6. gr. rgl. 995/2021.
Bæjarráð staðfestir framlagðar yfirlýsingar vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023, en bæjarstjóri hefur undirritað hluta með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka undirritun og senda afrit á Fiskistofu.
5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 17. maí 2023, um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kynni til samráðs mál nr. 112/2021, frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum (lækkun kosningaaldurs), 497. mál. Umsagnarfrestur er til og með 26. maí 2023.
Lagt fram til kynningar.
6.Fundargerðir og ýmis erindi - BsVest 2023 - 2023050114
Lagt fram bréf Ólafs Þórs Ólafssonar, formanns stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dagsett 12. maí 2023, þar sem boðað er til aðalfundar BsVest 31. maí. Jafnframt lagður fram ársreikningur BsVest fyrir árið 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarsins fyrir hönd Ísafjarðarbæjar og að tilkynna BsVest um þátttöku annarra fulltrúa sveitarfélagsins.
Ársreikningur lagður fram til kynningar.
Ársreikningur lagður fram til kynningar.
7.Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2023 - 2023050125
Lagður fram tölvupóstur Hörpu Lindar Kristjánsdóttur, f.h. Starfsendurhæfingar Vestfjarða, dags. 16. maí 2023, ásamt fundarboði þar sem boðað er til ársfundar Starfsendurhæfingarinnar þann 31. maí kl. 12 í Vinnuveri, húsnæði SEV, að Suðurgötu 9, Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins fyrir hönd Ísafjarðarbæjar, auk fullrúa frá velferðarsviði.
8.Hverfisráð - fundargerðir 2023 - 2023040052
Lagðar fram til kynningar fundargerðir hverfisráðsins Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, en fundur var haldinn 9. maí 2023, og aðalfundur þann 16. maí 2023.
Lagt fram til kynningar.
9.Íþrótta- og tómstundanefnd - 241 - 2305012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 241. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 17. maí 2023.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 241 Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samning með lítilsháttar breytingum um þrifaákvæði undir 3. grein.
Fundi slitið - kl. 09:12.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?