Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1239. fundur 02. maí 2023 kl. 08:10 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Samningur um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi - 2021040038

Lögð fram drög að samningi um umsjá knattspyrnuvalla og 1. hæð í vallarhúsi á Torfnesi við knattspyrnudeild Vestra, meistaraflokk. Jafnframt er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 21. apríl 2023.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd.

2.Aðalfundur 2023 - Byggðasafn Vestfjarða - 2023040081

Lagt fram bréf Jónu Símoníu Bjarnadóttur, dagsett 19. apríl 2023, þar sem boðað er til aðalfundar Byggðasafns Vestfjarða þann 10. maí.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

3.Fulltrúaráð Háskólaseturs Vestfjarða 2023 - 2023040032

Lagt fram bréf Dóru Hlínar Gísladóttur, Elíasar Jónatanssonar og Peters Weiss f.h. Háskólaseturs Vestfjarða, dagsett 21. apríl 2023, þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs. Fundurinn verður haldinn 5. maí 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

4.Landskerfi bókasafna - aðalfundur 2023 - 2023040082

Lagt fram bréf Sveinbjargar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra, dagsett 17. apríl 2023, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis Bókasafna þann 9. maí.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir mætingu forstöðumanns Bókasafns Ísafjarðar á aðalfundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

5.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - 2023010041

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsettur 26. apríl 2023, þar sem umsagnar Ísafjarðarbæjar er óskað vegna umsóknar Menntaskólans á Ísafirði um tímabundið áfengisleyfi vegna útskriftar skólans.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis og tímabundins áfengisleyfis.
Fylgiskjöl:

6.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - 2023010041

Lagt fram bréf Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 26. apríl 2023, þar sem umsagnar Ísafjarðarbæjar er óskað vegna umsókn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C að Aðalgötu 23, Suðureyri.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins, og felur bæjarstjóra að afla umsagnar byggingafulltrúa vegna umsagnarbeiðnar hvað varðar þau atriði er lúta eftirliti hans.
Fylgiskjöl:

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 21. apríl 2023, þar sem vakin er athygli áformum um breytingar á lögheimilislögum í tengslum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði. Málið var til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 17. apríl 2023, þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2023, „Grænbók um sjálfbært Ísland.“ Umsagnarfrestur er til og með 29. maí 2023.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til afgreiðslu.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 24. apríl 2023, um að mennta- og barnamálaráðuneytið kynni til samráðs mál nr. 85/2023, „Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2023-2027.“ Umsagnarfrestur er til og með 08.05.2023.
Bæjarráð vísar málinu til velferðarnefndar til afgreiðslu.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Margrétar Mjallar Benjamínsdóttur f.h. nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dagsettur 26. apríl 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál. Umsagnarfrestur er til 10. maí.
Bæjarráð vísar málinu til fræðslunefndar til afgreiðslu.
Fylgiskjöl:

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dagsettur 25. apríl 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál. Umsagnarfrestur er til 9. maí 2023.
Bæjarráð vísar málinu til velferðarnefndar til afgreiðslu.
Fylgiskjöl:

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 24. apríl 2023, um að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynni til samráðs mál nr. 84/2023, „Valkostir og greining á vindorku. Skýrsla starfshóps.“ Umsagnarfrestur er til og með 18. maí 2023.
Lagt fram til kynningar.

13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Margrétar Mjallar Benjamínsdóttur f.h. nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dagsettur 27. apríl 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 941. mál. Umsagnarfrestur er til 11. maí 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita umsögn vegna frumvarpsins f.h. Ísafjarðarbæjar í samræmi við umræður á fundinum.
Fylgiskjöl:

14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 27. apríl 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 88/2023, „Tillögur vinnuhóps um stefnumótun um lengri gönguleiðir.“ Umsagnarfrestur er til og með 18. maí 2023.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í umhverfis- og framvæmdanefnd.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefnda- og greiningarsvið Alþingis, dagsettur 26. apríl 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál. Umsagnarfrestur er til 10. maí 2023.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefnda- og greiningasviðs Alþingis, dagsettur 28. apríl 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál. Umsagnarfrestur er til 11. maí.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

17.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um er að ræða fundi nr. 922 frá 31. mars 2023, 923 frá 5. apríl 2023 og 924 frá 17. apríl 2023.
Lagt fram til kynningar.

18.Fræðslunefnd - 452 - 2304012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 452. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 27. apríl 2023.

Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 607 - 2304007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 607. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 26. apríl 2023.

Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 131 - 2304008F

Fundargerð 131. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 19. apríl 2023.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?