Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir 2023 - 2023020013
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fund kl. 8.40.
Gestir
- Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:10
2.Flateyraroddi - lóðaréttindi - 2021080017
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 30. mars 2023, varðandi ágreiningsmál um mörk lóðar við Hafnarbakka 5 á Flateyri, en sviðsstjóri leggur til við bæjarráð að það heimili bæjarstjóra að ljúka málinu með sátt milli aðila í samræmi við fyrirliggjandi gögn frá Juris.
Jafnframt lagt fram til samþykktar samkomulag milli málsaðila; Ísafjarðarbæjar, ÍS 47 ehf., Orkuvers ehf., AB-Fasteigna ehf. og Arctic Odda ehf. og yfirlýsing um greiðslu bóta til handa ÍS 47 ehf
Jafnframt lagt fram til samþykktar samkomulag milli málsaðila; Ísafjarðarbæjar, ÍS 47 ehf., Orkuvers ehf., AB-Fasteigna ehf. og Arctic Odda ehf. og yfirlýsing um greiðslu bóta til handa ÍS 47 ehf
Bæjarráð samþykkir samkomulag málsaðila; Ísafjarðarbæjar, ÍS 47 ehf., Orkuvers ehf., AB-Fasteigna ehf. og Arctic Odda ehf. og yfirlýsingu um greiðslu bóta til handa ÍS 47 ehf, og leggur til við bæjarstjóra að ljúka málinu með undirritun framlagðrar sáttar milli aðila.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:40
Jóhann Birkir yfirgaf fund kl. 8:45 vegna vanhæfis.
3.Kirkjubólsland - beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023020129
Á 1230. fundi bæjarráðs, þann 13. febrúar 2023, var lagt fram bréf Ómars Helgasonar f.h. Aðstöðunnar sf., dags. 7 febrúar 2023, þar sem óskað var eftir því við bæjarráð að gatnagerðargjöld vegna byggingaráforma fyrirtækisins yrðu felld niður. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins og fól bæjarstjóra að afla frekari gagna vegna beiðninnar. Á 1233. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 3. mars 2023, vegna málsins. Bæjarráð hafnaði beiðninni með þeim rökum sem fram koma í minnisblaði sviðsstjóra, en vísa umsækjanda á samráð við umhverfis- og eignasvið varðandi fráveitu og vatnsveitu í landi Kirkjubóls.
Er nú lagt fram bréf Ómars Helgasonar, f.h. Aðstöðunnar sf., dagsett 8. mars 2023, þar sem óskað er eftir að bæjarráð endurskoði ákvörðun sína um að synja fyrirtækinu um niðurfellingu gatnagerðargjalds vegna húsbyggingar við Kirkjubólsland, sem tekin var á 1233. fundi bæjarráðs 6. mars 2023.
Vegna þessa er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 24. mars 2023, vegna málsins, svo og minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 30. mars 2023, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til síðari beiðnar umsækjanda, með hliðsjón af upplýsingum sviðsstjóranna.
Er nú lagt fram bréf Ómars Helgasonar, f.h. Aðstöðunnar sf., dagsett 8. mars 2023, þar sem óskað er eftir að bæjarráð endurskoði ákvörðun sína um að synja fyrirtækinu um niðurfellingu gatnagerðargjalds vegna húsbyggingar við Kirkjubólsland, sem tekin var á 1233. fundi bæjarráðs 6. mars 2023.
Vegna þessa er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 24. mars 2023, vegna málsins, svo og minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 30. mars 2023, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til síðari beiðnar umsækjanda, með hliðsjón af upplýsingum sviðsstjóranna.
Bæjarráð fellst á rök í bréfi Aðstöðunnar sf., dags. 8. mars 2023, að hluta, á þann hátt að bygging fasteignar í Engidal sé á svæði sem hefur sætt lítilli ásókn undanfarin ár, auk þess að vera á hættumatssvæði B, þ.e. fasteign með takmarkaðri viðveru, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita 30% afslátt af gatnagerðargjöldum til Aðstöðunnar sf. við byggingu iðnaðarhúsnæðis á Kirkjubólslandi, L138012, með vísan til 6. gr. laga nr. 153/2006, um gatnagerðargjald, um sérstaka lækkunarheimild.
Axel yfirgaf fund kl. 9:01. Jóhann Birkir kom aftur til fundar kl. 9:01.
4.Starfshópur um íslenskuvænt samfélag - gefum íslensku séns - 2022060015
Lagt fram bréf Peters Weiss og Ólafs Guðsteins Kristjánssonar, f.h. Háskólaseturs Vestfjarða, dagsett 16. mars 2023, vegna átaks um íslenskuvænt samfélag, sem í ár gengur undir nafninu „Gefum íslensku séns - íslenskuvænt samfélag.“ Óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við Ísafjarðarbæ um verkefnið, og að tilnefndur verði tengiliður vegna verkefnisins.
Bæjarráð fagnar verkefninu „Gefum íslensku séns - íslenskuvænt samfélag“ og samþykkir að Ísafjarðarbær verði áfram samstarfsaðili Háskólaseturs Vestfjarða vegna þess. Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna tengilið fyrir verkefnið.
Fundi slitið - kl. 09:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?