Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019
Á 1234. fundi bæjarráðs, þann 13. mars 2023, var lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis og eignasviðs, dags. 10. mars 2023, um vökvun og vetrarþjónustu gervigrasvalla. Auk þessa er lagt fram minnisblað Guðmundar Rafns Kristjánssonar, skipulagsfulltrúa, dags. 10. feb. 2023, um vetrarþjónustu valla í Noregi. Til fundarins mætti Svavar Þór Guðmundsson, f.h. Vestra.
Umræður fór fram um vökvunarkerfi, snjómokstur og tegund grass, og voru fundarmenn sammála um best væri að koma fyrir föstu vökvunarkerfi á hliðarlínum vallarins.
Bæjarstjóra falið að útbúa uppfærða kostnaðaráætlun fyrir mismunandi sviðsmyndir við lagningu nýs vallar, s.s. varðandi hækkun vallarins, drenlagnir, ljós, hitalagnir, vökvunarkerfi, mokstur, gras o.fl., bæði vegna aðalvallar og æfingavallar og leggja fyrir bæjarráð
Er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 24. mars 2023, um mismunandi sviðsmyndir og kostnað við uppbyggingu gervigrasvallar. Þá er lagt fram líkan vegna mismunandi kostnaðar til upplýsinga.
Umræður fór fram um vökvunarkerfi, snjómokstur og tegund grass, og voru fundarmenn sammála um best væri að koma fyrir föstu vökvunarkerfi á hliðarlínum vallarins.
Bæjarstjóra falið að útbúa uppfærða kostnaðaráætlun fyrir mismunandi sviðsmyndir við lagningu nýs vallar, s.s. varðandi hækkun vallarins, drenlagnir, ljós, hitalagnir, vökvunarkerfi, mokstur, gras o.fl., bæði vegna aðalvallar og æfingavallar og leggja fyrir bæjarráð
Er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 24. mars 2023, um mismunandi sviðsmyndir og kostnað við uppbyggingu gervigrasvallar. Þá er lagt fram líkan vegna mismunandi kostnaðar til upplýsinga.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
2.Slökkvistöð - staðarvalsgreining - 2022050186
Á 605. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 23. mars 2023, var lagt fram minnisblað Guðmundar Rafns Kristjánssonar, skipulagsfulltrúa, dags. 13. mars 2023, vegna umsókna um lóðir á Skeiði nr. 2-4-6, og staðarvals nýrrar slökkvistöðvar, en þar kom fram að taka þyrfti afstöðu til þess hvort úthluta eigi lóðunum til umsækjanda eða hvort halda eigi þessum lóðum fyrir mögulega nýbyggingu slökkvistöðvar og fella þar með af lóðarlista.
Nefndin taldi Suðurtanga vera ákjósanlegasta kostinn í samræmi við staðarvalsgreiningu og minnisblað Guðmundar. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarráð að taka afstöðu til staðarvalsgreiningar. Nefndin leggur til að lóðum við Skeiði 2, 4 og 6 verði úthlutað til byggingaframkvæmda.
Á 585. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 9. júní 2022, var lögð fram lokaskýrsla Verkís, dags. 16. desember 2021, vegna staðarvals slökkvistöðvar ásamt tölvupósti Erlu Bryndísar Kristjánsdóttur dags. 31. maí 2022. Skýrslan var lögð fram til kynningar, en skipulags- og mannvirkjanefnd bókaði að það fagnaði framkominni staðarvalsgreiningu.
Er staðarvalsgreining Verkís frá desember 2021, og kynning á stöðu staðarvalsgreiningar, dags. 18. október 2021, nú lögð fyrir bæjarráð. Kallað er eftir afstöðu til staðarvals og að bæjarráð móti tillögu til bæjarstjórnar um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar.
Nefndin taldi Suðurtanga vera ákjósanlegasta kostinn í samræmi við staðarvalsgreiningu og minnisblað Guðmundar. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarráð að taka afstöðu til staðarvalsgreiningar. Nefndin leggur til að lóðum við Skeiði 2, 4 og 6 verði úthlutað til byggingaframkvæmda.
Á 585. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 9. júní 2022, var lögð fram lokaskýrsla Verkís, dags. 16. desember 2021, vegna staðarvals slökkvistöðvar ásamt tölvupósti Erlu Bryndísar Kristjánsdóttur dags. 31. maí 2022. Skýrslan var lögð fram til kynningar, en skipulags- og mannvirkjanefnd bókaði að það fagnaði framkominni staðarvalsgreiningu.
Er staðarvalsgreining Verkís frá desember 2021, og kynning á stöðu staðarvalsgreiningar, dags. 18. október 2021, nú lögð fyrir bæjarráð. Kallað er eftir afstöðu til staðarvals og að bæjarráð móti tillögu til bæjarstjórnar um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að gera ráð fyrir byggingu nýrrar slökkvistöðvar í nýju skipulagi á Suðurtanga, en fyrirhugað er að hefjast handa árið 2029, skv. núgildandi framkvæmdaáætlun.
3.Aðgengisfulltrúi Ísafjarðarbæjar - 2022060065
Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 21. mars 2023, þar sem lagt er til að hlutverk aðgengisfulltrúa verði fært frá velferðarsviði til umhverfis- og eignasviðs, en á 1200. fundi bæjarráðs, þann 13. júní 2022, tilnefndi bæjarráð Þóru Marý Arnórsdóttur, deildarstjóra málefna fatlaðra, sem aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur umhverfis- og eignasviði störf og verkefni aðgengisfulltrúa, og leysir þar með Þóru Marý Arnórsdóttur undan störfum aðgengisfulltrúa.
Axel yfirgaf fund kl. 9:10.
4.Reglur Ísafjarðarbæjar um um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka - 2023030087
Á 1235. fundi bæjarráðs, þann 20. mars 2023, fól bæjarráð bæjarstjóra að uppfæra reglur um veitingu styrkja til félagasamtaka vegna fasteignagjalda og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.
Eru nýjar reglur nú lagðar fram til samþykktar, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 23. mars 2023, um málið.
Eru nýjar reglur nú lagðar fram til samþykktar, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 23. mars 2023, um málið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýjar reglur Ísafjarðarbæjar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
5.Björgunarfélag Ísafjarðar - samstarfssamningur - 2017120003
Á 1235. fundi bæjarráðs, þann 20. mars 2023, var lagt fram bréf Teits Magnússonar f.h. Björgunarfélags Ísafjarðar, ódagsett, en barst með tölvupósti 7. mars 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við þjónustusamning Ísafjarðarbæjar og Björgunarfélagsins, þ.e. að styrkur vegna fasteignagjalda gildi einnig fyrir nýlegt geymsluhúsnæði björgunarfélagsins að Sindragötu 9. Núverandi samningur kveður á um styrk vegna fasteignar björgunarfélagsins að Sindragötu 6. Jafnframt var lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. mars 2023, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkti beiðni Björgunarfélags Ísafjarðar um að samningur við Ísafjarðarbæ um styrk vegna fasteignagjalda af eignum félagsins, taki jafnframt mið af nýrri eign félagsins að Sindragötu 9 á Ísafirði.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að uppfæra þjónustusamning við félagið og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.
Er nú lagður fram til samþykktar nýr uppfærður samningur, með hliðsjón af ofangreindu.
Bæjarráð samþykkti beiðni Björgunarfélags Ísafjarðar um að samningur við Ísafjarðarbæ um styrk vegna fasteignagjalda af eignum félagsins, taki jafnframt mið af nýrri eign félagsins að Sindragötu 9 á Ísafirði.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að uppfæra þjónustusamning við félagið og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.
Er nú lagður fram til samþykktar nýr uppfærður samningur, með hliðsjón af ofangreindu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýjan þjónustusamning við Björgunarfélag Ísafjarðar, sem gildir frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2027.
6.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - AFÉS 2023 - 2023010041
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 23. mars 2023, vegna umsóknar um tækifærisleyfi / tímabundið áfengisleyfi vegna Aldrei fór ég suður, 7. og 8. apríl 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tímabundins áfengisleyfis vegna Aldrei fór ég suður 7. og 8. apríl 2023.
7.Bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa - 2023030093
Lagt fram til kynningar bréf Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, og Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 15. mars 2023, með hvatningu vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - 2023010001
Á 1235. fundi bæjarráðs, þann 20. mars 2022, var lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 10. mars 2023, um að innviðaráðuneytið kynni til samráðs mál nr. 64/2023, „Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.“
Framlengdur umsagnarfrestur er til og með 30. mars 2023.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að útbúa umsögn um málið og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Er nú lögð fram til samþykktar umsögn bæjarstjóra vegna málsins.
Framlengdur umsagnarfrestur er til og með 30. mars 2023.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að útbúa umsögn um málið og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Er nú lögð fram til samþykktar umsögn bæjarstjóra vegna málsins.
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun vegna máls nr. 64/2023 í samráðsgátt stjórnvalda, um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga:
„Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar tillögum að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem hafa það að markmiði að einfalda útreikninga og bæta gæði jöfnunar. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður sinni með raunverulegum hætti því mikilvæga hlutverki að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum en aðstæður sveitarfélaga landsins eru afar ólíkar sem koma þarf til móts við. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir þá áherslu sem birtist í tillögunum um markvissa jöfnun, og að jöfnunarkerfið styðji áfram við bakið á meðalstórum sveitarfélögum og þau sveitarfélög sem hafa fleiri en einn þéttbýliskjarna og flóknar útgjaldaþarfir. Jafnframt má horfa til nýs framlags vegna höfuðstaðaálags, en önnur sveitarfélög utan Akureyrar og Reykjavíkurborgar, eru í dag einnig að veita mikla og fjölþætta félagslega þjónustu sem einnig mætti taka tillit til.“
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn sína í samráðsgáttina.
„Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar tillögum að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem hafa það að markmiði að einfalda útreikninga og bæta gæði jöfnunar. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður sinni með raunverulegum hætti því mikilvæga hlutverki að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum en aðstæður sveitarfélaga landsins eru afar ólíkar sem koma þarf til móts við. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir þá áherslu sem birtist í tillögunum um markvissa jöfnun, og að jöfnunarkerfið styðji áfram við bakið á meðalstórum sveitarfélögum og þau sveitarfélög sem hafa fleiri en einn þéttbýliskjarna og flóknar útgjaldaþarfir. Jafnframt má horfa til nýs framlags vegna höfuðstaðaálags, en önnur sveitarfélög utan Akureyrar og Reykjavíkurborgar, eru í dag einnig að veita mikla og fjölþætta félagslega þjónustu sem einnig mætti taka tillit til.“
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn sína í samráðsgáttina.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - hvítbók - stefna í málefnum sveitarfélaga - 2023010001
Lögð fram tilkynning frá Samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 17. mars 2023, um að innviðaráðuneyti kynni til samráðs mál nr. 72/2023, „Drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (hvítbók).“ Umsagnarfrestur er til og með 14. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260
Lögð fram til kynningar fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 17. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.
11.Velferðarnefnd - 469 - 2303014F
Fundargerð 469. fundar velferðarnefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 21. mars 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Velferðarnefnd - 469 Fundi með velferðarnefndar með öldungarráði var frestað til næsta fundar velferðarnefndar.
-
Velferðarnefnd - 469 Velferðarnefnd þakkar fyrir kynningu á bæklingi um mótttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna og bindur miklar vonir við að áætlunin gangi eftir.
-
Velferðarnefnd - 469 Þingsályktunartillaga lögð fram til kynningar og telur velferðarnefnd ekki þörf á að senda inn umsögn.
-
Velferðarnefnd - 469 Þingsályktunartillaga lögð fram til kynningar og telur velferðarnefnd ekki þörf á að senda inn umsögn.
Fundi slitið - kl. 09:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi sviðsmynd, byggt á kostnaðarmati úr minnisblaði sviðsstjóra og að bæjarstjóra verði falið að bjóða verkið út:
„Jarðvinna og viðgerðir á drenlögnum á æfingavelli, nýtt Fifa Quality gras á æfingavöll, ásamt staðsteyptum gúmmípúða og REPDM innfyllingu, og förgun eldra grass.
Jarðvinna og drenglagnir á æfingavöll. Fifa Quality gras á aðalvöll, ásamt staðsteyptum gúmmípúða og REPDM innfyllingu.
Jafnframt er gert ráð fyrir hönnun á undirstöðum og lagnaleiðum fyrir ljósamöstur við aðalvöll.“
Ekki verður séð að vökvunarkerfi aðalvallar rúmist innan fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar, en gert er ráð fyrir kr. 200.000.000 vegna uppbyggingarinnar í heild sinni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa útboðsgögn miðað við ofangreint, þar sem heimilt verður að hafa vökvunarkerfi í frávikstilboði, finnist lausn á fjármögnun þess.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Knattspyrnudeild Vestra vegna málsins.