Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1232. fundur 27. febrúar 2023 kl. 08:10 - 09:46 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Nanný Arna Guðmundsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019

Á 1228. fundi bæjarráðs, þann 30. janúar 2023, var lögð fram frumathugun sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Axels Rodriguez Överby, vegna undirbúnings útboðs á nýju gervigrasi á Torfnesvöll, ásamt kostnaðaráætlun. Þá var lögð fram til kynningar fundargerð sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs með stjórn knattspyrnufélagsins Vestra, dags. 18. janúar 2023, við upphaf máls. Framkvæmdastjóri HSV mætti til fundar við bæjarráð, en formaður stjórnar knattspyrnudeildar Vestra boðaði forföll.

Á 1230. fundi bæjarráðs, þann 13. febrúar 2023, var lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 30. janúar 2023, vegna frumathugunar og kostnaðarmat við útboð á nýju gervigrasi við Torfnes, jafnframt eru lögð fram tvö minnisblöð Bjarna Þórs Hannessonar, dags. 5. feb. og 6. feb. 2023, um tegundir gervigrass og innfyllingarefni. Til fundarins mættu Tinna Hrund Hlynsdóttir, Svavar Þór Guðmundsson, Samúel Samúelsson og Dagný Finnbjörnsdóttir.

Fóru fram umræður um óskir og tillögur knattspyrnudeildar Vestra um uppbyggingu gervigrasvallar á Torfnesi, s.s. möguleika á undirhita, vökvunarkerfi, tegund gervigrass og fleira. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Er nú lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. febrúar 2023, um rekstrarkostnað hitakerfis Torfnesvallar.
Bæjarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga um einstök atriði og leggja aftur fyrir bæjarráð.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Vallargata 1, Þingeyri - Gramsverslun - 2021110022

Lagt fram til samþykktar afsal vegna Gramsverslunar, Vallargötu 1 á Þingeyri, til Fasteignafélagsins Þingeyri ehf. kt. 640222-2120, í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar á 504. fundi þann 15. desember 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja afsal vegna Gramsverslunar, Vallargötu 1 á Þingeyri, til Fasteignafélagsins Þingeyri ehf.

3.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálstjóra, dags. 21. febrúar 2023, vegna stöðu framkvæmda ársins 2022, fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.
Axel og Edda yfirgáfu fund kl. 8:55.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:40

4.Rekstrarkostnaður á nemanda í grunnskólum 2021 - 2022110023

Lagt fram til kynningar yfirlitsskjal um rekstrarkostnað á hvern grunnskólanemanda eftir stærð skóla 2021 sem Samband íslenskra sveitarfélaga tók saman í janúar 2023.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. febrúar 2023, um rekstrarkostnað grunnskóla í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.
Hafdís yfirgaf fund kl. 9.10.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:55

5.Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri 2023 - 2022110030

Lagt fram erindi Jónínu Hrannar Símonardóttur, formanns Koltru, dags. 23. febrúar 2023, vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar í Salthúsinu á Þingeyri.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 24. febrúar 2023, vegna málsins.
Bæjarráð fellst að gerður verði samningur vegna sumarsins 2023, að fjárhæð kr. 500.000, og í samræmi við minnisblað sviðsstjóra, en að málið verði endurskoðað að nýju við fjárhagsáætlunargerð 2024-2027. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera samning við Koltru vegna málsins.

6.Styrkbeiðni vegna Stútungs 2023 - 2023020119

Lagt fram erindi Magnúsar Einars Magnússonar f.h. Stútungsnefndar, dagsett 20. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir styrk vegna Stútungs. Styrkupphæðin nemi kr. 279.670.- sem er upphæð reiknings sem Ísafjarðarbær sendi vegna leigu á íþróttahúsinu á Flateyri og leigu á búnaði Ísafjarðarbæjar sem nefndin fékk afnot af.
Bæjarráð samþykkir beiðni Stútungsnefndar um styrk vegna leigu á íþróttahúsi og búnaði vegna þorrablótsins Stútungs og felur bæjarstjóra að ganga frá styrkveitingu í samræmi við fjárhagsáætlun ársins og umræður á fundinum.

7.Verkefnastjóri á Flateyri - nýsköpunar- og þróunarverkefni í kjölfar snjóflóða 2020 - 2020040039

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hólmfríðar Sveinsdóttur f.h. innviðaráðuneytis, dagsettur 22. febrúar 2023, þar sem tilkynnt er að ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 21. febrúar að framlengja verkefnið á Flateyri um eitt ár, eða til 30. júní 2024.
Jafnframt lagt fram til kynningar bréf Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, og Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dagsett 8. nóvember 2022, þar sem þess var óskað, ásamt rökstuðningi, að verkefnið yrði framlengt.
Bæjarráð fagnar framlengingu verkefnisins, en gögn eru lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 10. febrúar 2023, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 33/2023, „Grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál.“ Lengdur umsagnarfrestur er til og með 1. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 16. febrúar 2023, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 36/2023, „Breyting á reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana.“ Umsagnarfrestur er til og með 2. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

10.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2023 - 2023010259

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, 50. fundar sem haldinn var 18. janúar 2023 og 51. fundar sem haldinn var 15. febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Fræðslunefnd - 449 - 2302009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 449. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 23. febrúar 2023.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 603 - 2302011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 603. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. febrúar 2023.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 603 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytt lóðarmörk fyrir Aðalstræti 40 á Þingeyri.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 603 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að stofna lóð við Vallargötu 25 á Þingeyri sem verður síðan auglýst á lóðarlista sveitarfélagsins.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 603 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Urðarveg 47, í samræmi við framlögð gögn.

Fundi slitið - kl. 09:46.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?