Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128
Lagður fram til samþykktar samningur um Velferðarþjónustu Vestfirðinga, en niðurstaða vinnuhóps er að sveitarfélög á Vestfjörðum vinni sameiginlega að barnaverndarþjónustu og þjónustu við fólk með fötlun, og að gerður verði samningur við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag skv. 96. gr. sveitarstjórnarlaga.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. febrúar 2023, um ábendingar um atriði sem hafa þyrfti í huga varðandi lokadrög samnings.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. febrúar 2023, um ábendingar um atriði sem hafa þyrfti í huga varðandi lokadrög samnings.
Margrét yfirgaf fund kl. 8.40.
Gestir
- Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:10
Arna Lára yfirgaf fund kl. 8:40, vegna vanhæfis.
2.Samningur um árlegan styrk til Edinborgarhúss - 2023020069
Lagður fram til samþykktar samningur Ísafjarðarbæjar og Edinborgarhússins ehf. um árlegan styrk sem nemur fjárhæð fasteignagjalda, gegn reksturs menningarhúss í Ísafjarðarbæ. Samningurinn er hluti af aðgerðaáætlun með menningarstefnu Ísafjarðarbæjar. Samningurinn gildir í tíu ár, frá 1. janúar 2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning Ísafjarðarbæjar og Edinborgarhússins ehf. um árlegan styrk sem nemur fjárhæð fasteignagjalda, gegn reksturs menningarhúss í Ísafjarðarbæ, til tíu ára.
Arna Lára kom aftur til fundar kl. 8:50.
Kristján yfirgaf fund kl. 8:50 vegna vanhæfis.
3.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - 2023010041
Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsettur 16. febrúar 2023, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um umsókn Hótels Ísafjarðar, dags. 15. febrúar 2023, um tímabundið áfengisleyfi í íþróttahúsinu að Torfnesi, í tilefni af þingi Knattspyrnusambands Íslands, 24.-25. febrúar 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tímabundins áfengisleyfis til handa Hótel Ísafirði vegna þings Knattspyrnusambands Íslands þann 24.-25. febrúar 2023.
Kristján kom aftur til fundar kl. 8:55.
4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001
Lögð fram til kynningar tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 13. febrúar 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 34/2023, „Breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (raforkuöryggi).“ Umsagnarfrestur er til og með 27. febrúar 2023.
Jafnframt lögð fram til kynningar bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 17. febrúar 2023, vegna málsins.
Jafnframt lögð fram til kynningar bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 17. febrúar 2023, vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.
5.Lánasjóður sveitarfélaga - ýmis erindi 2023 - 2023020091
Lagt fram erindi Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 10. febrúar 2023, um aðalfund Lánasjóðsins sem haldinn verður 31. mars 2023, en á fundinum fer fram kjör stjórnar og varastjórnar. Kjörnefnd óskar eftir tilnefningum og/eða framboðum fyrir 8. mars nk.
Lagt fram til kynningar.
6.Öldungaráð - 13 - 2302006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar öldungaráðs, en fundur var haldinn 16. febrúar 2023.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja drög að samningi um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum, með þeim fyrirvara að samningurinn taki breytingum vegna framkominna athugasemda sveitarfélaganna á Vestfjörðum.