Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Mokstur á gervigrasvelli - 2023020048
Lagt fram erindi Samúels Samúelssonar, formanns meistaraflokksráðs knattspyrnudeildar Vestra, dags. 8. febrúar 2023 varðandi snjómokstur á gervigrasvelli á Torfnesi. Jafnframt er lagt fyrir minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dags. 9. febrúar 2023.
Gestir
- Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV - mæting: 08:10
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10
2.Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019
Á 1228. fundi bæjarráðs, þann 30. janúar 2023, var lögð fram frumathugun sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Axels Rodriguez Överby, vegna undirbúnings útboðs á nýju gervigrasi á Torfnesvöll, ásamt kostnaðaráætlun. Þá var lögð fram til kynningar fundargerð sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs með stjórn knattspyrnufélagsins Vestra, dags. 18. janúar 2023, við upphaf máls. Framkvæmdastjóri HSV mætti til fundar við bæjarráð, en formaður stjórnar knattspyrnudeildar Vestra boðaði forföll.
Er nú lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 30. janúar 2023, vegna frumathugunar og kostnaðarmat við útboð á nýju gervigrasi við Torfnes, jafnframt eru lögð fram tvö minnisblöð Bjarna Þórs Hannessonar, dags. 5. feb. og 6. feb. 2023, um tegundir gervigrass og innfyllingarefni.
Er nú lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 30. janúar 2023, vegna frumathugunar og kostnaðarmat við útboð á nýju gervigrasi við Torfnes, jafnframt eru lögð fram tvö minnisblöð Bjarna Þórs Hannessonar, dags. 5. feb. og 6. feb. 2023, um tegundir gervigrass og innfyllingarefni.
Umræður um óskir og tillögur knattspyrnudeildar Vestra um uppbyggingu gervigrasvallar á Torfnesi, s.s. möguleika á undirhita, vökvunarkerfi, tegund gervigrass og fleira.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Tinna Hrund, Svavar Þór, Samúel, Dagný og Hafdís yfirgáfu fund kl. 9:00.
Gestir
- Tinna Hrund Hlynsdóttir, formaður unglingastarfs Vestra - mæting: 08:20
- Svavar Þór Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Vestra - mæting: 08:20
- Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokks knattspyrnudeildar Vestra, - mæting: 08:20
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:20
3.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026
Á 1227. fundi bæjarráðs, þann 23. janúar 2023, var lagt fram minnisblað Guðmundar Rafns Kristjánssonar, skipulagsfulltrúa, og Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. janúar 2023, vegna uppdælingar efnis á Suðurtanga. Axel Överby, Guðmundur Rafn og Hilmar Lyngmo mættu til fundar til umræðu. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna að frekari kostnaðarútreikningum og leggja fyrir bæjarráð á nýjan leik.
Á 1228. fundi bæjarráðs, þann 30. janúar 2023, var lagt fyrir uppfært minnisblað Axels R. Överby, dags. 27. janúar 2023, vegna uppdælingar efnis. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna kostnaðaráætlun og viðauka vegna kosta A og C og leggja fyrir fund bæjarráðs, til frekari ákvörðunar um framhald málsins.
Er nú lagt fram minnisblað Kjartans Elíassonar hjá Vegagerðinni, dags. 1. febrúar 2023, vegna losunar efnis.
Á 1228. fundi bæjarráðs, þann 30. janúar 2023, var lagt fyrir uppfært minnisblað Axels R. Överby, dags. 27. janúar 2023, vegna uppdælingar efnis. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna kostnaðaráætlun og viðauka vegna kosta A og C og leggja fyrir fund bæjarráðs, til frekari ákvörðunar um framhald málsins.
Er nú lagt fram minnisblað Kjartans Elíassonar hjá Vegagerðinni, dags. 1. febrúar 2023, vegna losunar efnis.
Bæjarráð tekur jákvætt í tillögur um losun umframefnis innan við Pollgötu, skv. minnisblaði Vegagerðarinnar, en um er að ræða 200.000 m3 frá uppdælingu við Sundabakka. Ávinningurinn af losuninni er tvíþættur, annars vegar er ódýrara að losa efni þarna heldur en í Óshlíðinni og hins vegar munu framtíðarlandfyllingar við Pollgötu vera mun ódýrari þar sem botninn væri búinn að taka sig og ekki þyrfti að bygga garða á jafn miklu dýpi. Bæjarráð samþykkir að Vegagerð sæki um leyfi til Umhverfisstofnunar til varps í haf fyrir framkvæmdina.
Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja varp umframefnisins í haf við innanverða Pollgötu.
Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja varp umframefnisins í haf við innanverða Pollgötu.
4.Tilnefning í vatnasvæðanefnd - 2023020055
Lagt fram bréf Sigrúnar Ágústsdóttur og Aðalbjargar Birnu Guttormsdóttur f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 1. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd.
Bæjarráð tilnefnir Smára Karlsson sem fulltrúa sinn í vatnasvæðanefnd, og Axel R. Överby sem varafulltrúa hans.
5.Kirkjubólsland - beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023010067
Lagt fram bréf Ómars Helgasonar f.h. Aðstöðunnar sf., dags. 7 febrúar 2023, þar sem óskað er eftir því við bæjarráð að gatnagerðargjöld vegna byggingaráforma fyrirtækisins verði felld niður.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna vegna beiðnarinnar.
6.Ágangur búfjár - erindi til sveitarstjórna - 2023020056
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Flosa Hrafns Sigurðssonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 6. febrúar 2022, ásamt minnisblaði Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra sambandsins, dagsettu 3. febrúar 2022, um ágang búfjár.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd og fjallskilanefnd.
7.Niðurlagning starfs ÞHJ - 2020090017
Lagður fram til kynningar dómur Landsréttar í máli nr. 688/2021, Þorbjörn Halldór Jóhannesson gegn Ísafjarðarbæ, en skv. dómnum var dómur Héraðsdóms Vestfjarða staðfestur og Ísafjarðarbær sýknaður af kröfum stefnanda um heimtu bóta vegna starfsloka.
Lagt fram til kynningar.
8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 602 - 2301020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 602. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. febrúar 2023.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 9:25.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 602 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóðina við Eyrargötu 11 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 602 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðunum við Bræðratungu 2-10 til Landsbyggðarhúsa ehf. skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Nefndin bendir umsækjanda á að breyta þarf deiliskipulagi til að aðlaga hugmyndir framkvæmdaaðila að skipulagi á framkvæmdasvæði. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 602 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar við Djúpveg L138924. Nefndin leggur áherslu á að aðgengi að öðrum húsum á svæðinu verði ekki skert.
9.Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128
Lögð fram kynning á niðurstöðu starfshóps um Velferðarþjónustu Vestfirðinga, dags. 9. febrúar 2023, en niðurstaða hópsins er að sveitarfélög á Vestfjörðum vinni sameiginlega að barnaverndarþjónustu og þjónustu við fólk með fötlun, og að gerður verði samningur við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag skv. 96. gr. sveitarstjórnarlaga.
Lagt fram til kynningar.
10.Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi - 2023020061
Lögð fram stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, dags. janúar 2023.
Bæjarráð lagði fram eftirfarandi bókun:
„Skýrslan er áfellisdómur yfir stjórnsýslu fiskeldis. Hún kemur sveitarfélögum á Vestfjörðum ekki á óvart sem hafa í mörg ár bent á að efla þurfi rannsóknir og eftirlit í greininni, og að tryggja að ferli leyfisveitinga sé skilvirkt og gott. Aðkoma sveitarfélaga hefur verið lítil og ekki hlustað á raddir úr héraði.
Störf tengd rannsóknum, eftirliti og menntun þarf að byggja upp í nærumhverfi atvinnugreinarinnar. Fiskeldistengd starfsemi fagstofnana hefur verið vanfjármögnuð og ekki skipulögð með tilliti til staðsetningar eða eðlis greinarinnar.
Fiskeldið er nú þegar orðin stór og burðug atvinnugrein í Vestfirsku samfélagi sem er komin til að vera. Tryggja þarf að tekjur komi til nærumhverfis greinarinnar, þannig að sá peningur sem rennur nú í fiskeldissjóð verði meiri.
Með tilkomu skýrslunnar er ljóst að hægt er að fara í aðgerðir til að styrkja og bæta stjórnsýsluna. Þannig geti fiskeldi vaxið í sátt við samfélag og náttúru.“
„Skýrslan er áfellisdómur yfir stjórnsýslu fiskeldis. Hún kemur sveitarfélögum á Vestfjörðum ekki á óvart sem hafa í mörg ár bent á að efla þurfi rannsóknir og eftirlit í greininni, og að tryggja að ferli leyfisveitinga sé skilvirkt og gott. Aðkoma sveitarfélaga hefur verið lítil og ekki hlustað á raddir úr héraði.
Störf tengd rannsóknum, eftirliti og menntun þarf að byggja upp í nærumhverfi atvinnugreinarinnar. Fiskeldistengd starfsemi fagstofnana hefur verið vanfjármögnuð og ekki skipulögð með tilliti til staðsetningar eða eðlis greinarinnar.
Fiskeldið er nú þegar orðin stór og burðug atvinnugrein í Vestfirsku samfélagi sem er komin til að vera. Tryggja þarf að tekjur komi til nærumhverfis greinarinnar, þannig að sá peningur sem rennur nú í fiskeldissjóð verði meiri.
Með tilkomu skýrslunnar er ljóst að hægt er að fara í aðgerðir til að styrkja og bæta stjórnsýsluna. Þannig geti fiskeldi vaxið í sátt við samfélag og náttúru.“
11.Minjasjóður Önundarfjarðar - stjórn - 2022030087
Í samræmi við 5. tl. C liðar 48. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og skipulagsskrá Minjasjóðs Önunarfjarðar skal ný bæjarstjórn skipa fulltrúa í stjórn Minjasjóðsins. Bernharður Guðmundsson var skipaður af bæjarstjórn þann 17. nóvember 2022, og hefur Jóna Símonía Bjarnardóttir nú óskað eftir nýjum fulltrúa í sinn stað.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fyrir bæjarstjórn tillögu að nýjum fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar.
12.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - 2023010041
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 9. febrúar 2023, vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts í Hnífsdal.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að skipulag moksturs og beiðnir fari í gegnum sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, sem halda skal utan um fjármagn í kringum mokstur vallarins til upplýsinga fyrir bæjarráð.