Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Hönnun Gamla Gæsló Ísafirði - 2022120021
Erla Bryndís Kristjánsdóttir og Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, landslagsarkitektar Verkís koma til fundar við bæjarráð til að yfirfara hönnun á leikvelli á „Gamla Gæsló“ á Ísafirði, en fyrirhugað er að útbúa leiksvæði fyrir börn og unglinga á árinu 2023.
Jafnframt lögð fram fyrstu drög að hönnun svæðisins.
Jafnframt lögð fram fyrstu drög að hönnun svæðisins.
Bæjarráð þakkar kynninguna og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram, með þeim tillögum sem ræddar voru á fundinum.
Gestir
- Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, landslagsarkitekt hjá Verkís - mæting: 08:10
2.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs 2022 - 2022110123
Lögð fram til umræðu samþykkt um meðhöndlun úrgangs, en breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs taka gildi 1. janúar 2023 og samkvæmt þeim skal tekið upp nýtt kerfi við innheimtu gjalda fyrir meðhöndlun úrgangs. Kerfið skal miða að því að hver og einn borgi fyrir það magn sem hent er og að rukka megi minna fyrir úrgang sem er flokkaður.
Innleiðing nýs kerfis mun standa yfir allt næsta ár og mega íbúar því gera ráð fyrir að geta haft val um mismunandi tunnustærðir og -fjölda með það að markmiði að lækka sorpgjöld heimilisins þegar innleiðingu verður að fullu lokið. Á næstu vikum munu fyrirhugaðar breytingar verða kynntar nánar fyrir fasteignaeigendum í sveitarfélaginu.
Málið verður næst tekið fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Innleiðing nýs kerfis mun standa yfir allt næsta ár og mega íbúar því gera ráð fyrir að geta haft val um mismunandi tunnustærðir og -fjölda með það að markmiði að lækka sorpgjöld heimilisins þegar innleiðingu verður að fullu lokið. Á næstu vikum munu fyrirhugaðar breytingar verða kynntar nánar fyrir fasteignaeigendum í sveitarfélaginu.
Málið verður næst tekið fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Ný samþykkt um meðhöndlun úrgangs til umræðu. Málinu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:45
3.Ársfjórðungsuppgjör 2022 - 2022040099
Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 2. desember 2022, um niðurstöðu þriðja ársfjórðungs 2022. Uppgjörið sýnir neikvæða rekstrarniðurstöðu A og B hluta upp á 106 m.kr. fyrir janúar til september 2022. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 50 m.kr. fyrir sama tímabil og er reksturinn því 56 m.kr. verri en áætlað var á þriðja ársfjórðungi.
Lagt fram til kynningar.
Edda yfirgaf fund kl. 9:15.
4.Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri 2023 - 2022110030
Á 1218. fundi bæjarráðs 7. nóvember 2022 var lagt fram erindi Jónínu H. Símonardóttur, dags. 15. september 2022, þar sem óskað er endurnýjunar samnings við Koltru um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Þingeyri, en núgildandi samningur rennur út í lok árs 2022. Núgildandi samningur er að fjárhæð kr. 750.000, en óskað er hækkunar. Jafnframt þarf að taka afstöðu til endurnýjunar leigusamnings Koltru á Salthúsinu á Þingeyri, en sá samningur rennur út 31. desember 2022. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í menningarmálanefnd.
Menningarmálanefnd tók málið fyrir á 166. fundi sínum, þann 30. nóvember 2022, og bókaði eftirfarandi:
„Nefndin telur að forsendur fyrir rekstri upplýsingamiðstöðva almennt í þeirri mynd sem þær hafa verið reknar séu ekki lengur fyrir hendi, m.a. með tilkomu stafrænnar tækni og aukinnar netvæðingar. Nefndin leggur því til við bæjarráð að ekki verði um endurnýjum samnings að ræða varðandi rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar á Þingeyri. Aftur á móti telur nefndin að endurnýja megi leigusamning Salthússins við handverkshópinn Koltru, annað hvort með núverandi fjárhæð eða lækkaðri.“
Menningarmálanefnd tók málið fyrir á 166. fundi sínum, þann 30. nóvember 2022, og bókaði eftirfarandi:
„Nefndin telur að forsendur fyrir rekstri upplýsingamiðstöðva almennt í þeirri mynd sem þær hafa verið reknar séu ekki lengur fyrir hendi, m.a. með tilkomu stafrænnar tækni og aukinnar netvæðingar. Nefndin leggur því til við bæjarráð að ekki verði um endurnýjum samnings að ræða varðandi rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar á Þingeyri. Aftur á móti telur nefndin að endurnýja megi leigusamning Salthússins við handverkshópinn Koltru, annað hvort með núverandi fjárhæð eða lækkaðri.“
Bæjarráð tekur undir afstöðu menningarmálanefndar um að ekki verði endurnýjaður samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri, en felur bæjarstjóra að endurnýja leigusamning við Koltru um aðstöðu í Salthúsinu á Þingeyri til næstu þriggja ára, þó með lægri leigu, og leggja fram til samþykktar í bæjarstjórn.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:15
5.Jólaskreytingar í Ísafjarðarbæ - 2022110137
Málið „Jólaskreytingar í Ísafjarðarbæ, nr. 2022110137“ var tekið fyrir með afbrigðum á 166. fundi menningarmálanefndar, þann 30. nóvember 2022, þar sem eftirfarandi var bókað:
„Fyrir liggur að óúthlutað er úr menningarstyrkjasjóði ársins 2022 alls kr. 380.000, þar sem viðburðir hafa ekki verið haldnir á árinu.
Menningarmálanefnd leggur því til við bæjarráð að heimila að keyptar verði jólaskreytingar og jólaljós fyrir þetta fjármagn, gerður viðauki til færslu fjármagns milli deilda og að óskað verði eftir að þjónustumiðstöð setji skreytingar og ljós upp fyrir jólin 2022.“
„Fyrir liggur að óúthlutað er úr menningarstyrkjasjóði ársins 2022 alls kr. 380.000, þar sem viðburðir hafa ekki verið haldnir á árinu.
Menningarmálanefnd leggur því til við bæjarráð að heimila að keyptar verði jólaskreytingar og jólaljós fyrir þetta fjármagn, gerður viðauki til færslu fjármagns milli deilda og að óskað verði eftir að þjónustumiðstöð setji skreytingar og ljós upp fyrir jólin 2022.“
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir beiðni menningarmálanefndar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
6.Tjaldsvæði í Tungudal - framlenging á samning - 2022110018
Lagður fram tölvupóstur Gauts Ívars Halldórssonar, f.h. G.I. Halldórssonar ehf., þar sem óskað er eftir framlengingu á rekstrarsamningi vegna tjaldsvæðisins í Tungudal.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók erindið fyrir á fundi þann 30. nóvember 2022 og mælir nefndin með að samningurinn verði framlengdur í samræmi við 4. grein verksamnings.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók erindið fyrir á fundi þann 30. nóvember 2022 og mælir nefndin með að samningurinn verði framlengdur í samræmi við 4. grein verksamnings.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að samningur G.I. Halldórssonar ehf. vegna reksturs tjaldsvæðisins í Tungudal verði framlengdur til tveggja ára.
Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að móta stefnu til framtíðar um rekstur tjaldsvæða í sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að móta stefnu til framtíðar um rekstur tjaldsvæða í sveitarfélaginu.
7.Rekstrarsamningur Félagsheimilisins á Suðureyri - 2022120023
Lagður fram til umræðu nýr rekstrarsamningur Hollvinasamtaka Félagsheimilisins á Suðureyri við Ísafjarðarbæ og aðra eigendur Félagsheimilisins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýjan rekstrarsamning við Hofsú til þriggja ára um félagsheimilið á Suðureyri, og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu með öðrum eigendum og rekstraraðilum.
8.Afsláttur af sundkortum fyrir starfsfólk Ísafjarðarbæjar - 2022110135
Lagt fram til samþykktar minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, dags. 30. nóvember 2022, vegna afsláttar af sundkortum fyrir starfsmenn Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir tillögu mannauðsstjóra um 50% afslátt af árskortum í sundlaugum Ísafjarðarbæjar fyrir starfsfólk, og taka nýjar reglur gildi 1. janúar 2023. Afslátturinn gildir ekki með öðrum tilboðum.
9.Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2022 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2022070092
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 1. desember 2022, vegna tímabundins áfengisleyfis vegna dansleikjar á Edinborgarhúsinu á Ísafirði aðfararnótt 27. desember 2022.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis.
10.Umsagnarbeiðnir flugeldasala og -sýningar áramót 2022 - 2022110081
Lagðar fram til samþykktar umsagnarbeiðnir Lögreglustjórans á Vestfjörðum, dags. 1. desember 2022, vegna eftirfarandi umsókna Björgunarsveitarinnar Tinda og Björgunarsveitarinnar Dýra um leyfi til sölu á skoteldum í smásömu í lok árs 2022 og leyfi til skoteldasýningar 31. desember 2022, auk umsóknar Björgunarfélags Ísafjarðar um leyfi til skoteldasýningar 31. desember 2022.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfa til björgunarsveitanna fyrir skoteldasýningu og -sölu.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagt fram til kynningar erindi frá samráðsgátt, þar sem kynnt er mál nr. 238/2022, frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð.
Umsagnarfrestur er til 5. desember 2022.
Umsagnarfrestur er til 5. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir 2022 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2022010075
Lögð fram til kynningar fundargerð 915. fundar Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 25. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.
13.Menningarmálanefnd - 166 - 2211022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 166. fundar menningarmálanefndar, en fundurinn var haldinn 30. nóvember 2022.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Menningarmálanefnd - 166 Nefndin fagnar samstarfi Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins og telur alla aldurshópa samfélagsins njóta góðs af hinu öfluga leikhússtarfi sem Elfar Logi heldur úti. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að endurnýja samninginn.
-
Menningarmálanefnd - 166 Nefndin telur að forsendur fyrir rekstri upplýsingamiðstöðva almennt í þeirri mynd sem þær hafa verið reknar séu ekki lengur fyrir hendi, m.a. með tilkomu stafrænnar tækni og aukinnar netvæðingar. Nefndin leggur því til við bæjarráð að ekki verði um endurnýjum samnings að ræða varðandi rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar á Þingeyri. Aftur á móti telur nefndin að endurnýja megi leigusamning Salthússins við handverkshópinn Koltru, annað hvort með núverandi fjárhæð eða lækkaðri.
-
Menningarmálanefnd - 166 Fyrir liggur að óúthlutað er úr menningarstyrkjasjóði ársins 2022 alls kr. 380.000, þar sem viðburðir hafa ekki verið haldnir á árinu.
Menningarmálanefnd leggur því til við bæjarráð að heimila að keyptar verði jólaskreytingar og jólaljós fyrir þetta fjármagn, gerður viðauki til færslu fjármagns milli deilda og að óskað verði eftir að þjónustumiðstöð setji skreytingar og ljós upp fyrir jólin 2022.
14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 126 - 2211021F
Lögð fram til kynningar fundargerð 126. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 30. nóvember 2022.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 126 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að samningur G.I. Halldórssonar ehf. um rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal verði framlengdur í samræmi við 4. grein verksamnings.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?