Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1220. fundur 21. nóvember 2022 kl. 08:10 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.A.10 Almenningssamgöngur um allt land - framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna - 2021080034

Á 1196. fundi bæjarráðs, þann 25. apríl 2022, mættu Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu, Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri á Flateyri, og Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, vegna verkefnis um almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ (mál 2021020116).

Bæjarráð fól bæjarstjóra að útfæra tillögur að því hvernig fjármagn frá Byggðaáætlun, A10 verkefni, verði nýtt og leggja fram á næsta fundi.

Í kjölfarið var unnið frekar að málinu og gerður samningur við Byggðastofnun um 10,6 m.kr. styrk til tveggja ára vegna verkefnisins, sem lagður er fram til kynningar í bæjarráði.

Jafnframt kemur Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri á Flateyri, til fundar við bæjarráð til kynningar á fyrirhuguðu þróunarverkefni sem vonast er eftir því að taki gildi 1. janúar 2023.
Bæjarráð fagnar verkefninu og vonast eftir því að það takist vel og geti orðið fyrirmynd að öðrum verkefnum til stuðnings almenningssamgöngum í byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar.
Hjörleifur yfirgaf fund kl. 8:30.

Gestir

  • Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri á Flateyri - mæting: 08:10

2.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lögð fram gjaldskrá sundlauga Ísafjarðarbæjar og skíðasvæða Ísafjarðarbæjar 2023, en íþrótta- og tómstundanefnd lagði til breytingar á 236. fundi sínum þann 16. nóvember 2022, ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 18. nóvember 2022.

Málið var til umræðu á vinnufundi bæjarfulltrúa og stjórnenda síðdegis 16. nóvember 2022, þar sem óskað var eftir að taka málið inn á fund bæjarráðs vegna minni háttar breytinga á bókun íþrótta- og tómstundanefndar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytta gjaldskrá sundlauga og skíðasvæða Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023, þannig að börn upp að 18 ára aldri greiði ekki fyrir aðgang í sund, og að árskort barna frá 6-18 ára á skíðasvæðum Ísafjarðarbæjar verði með 50% afslætti af verði fullorðinskorta.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - 2022040056

Lagður fram til samþykktar viðauki 20 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna breytinga hjá eignasjóði.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar skv. fjárhagsáætlun ársins 2022 er kr 0,-.

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er jákvæð um 3.896.026,- og lækkar rekstrarhalli því úr kr. 381.285.073,- í kr. 377.389.047,-
Áhrif viðaukans á samantekna A og B hluta er kr. 0,- og er rekstrarhalli því óbreyttur í kr. 149.782.044,

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 18. nóvember 2022, vegna viðhaldsframkvæmda ársins 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 20 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar skv. fjárhagsáætlun ársins 2022 er kr 0,-.

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er jákvæð um 3.896.026,- og lækkar rekstrarhalli því úr kr. 381.285.073,- í kr. 377.389.047,-
Áhrif viðaukans á samantekna A og B hluta er kr. 0,- og er rekstrarhalla því óbreyttur í kr. 149.782.044.
Edda yfirgaf fund kl. 8:50.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:40

4.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Lagt fram erindi Aðalsteins Óskarssonar, dags. 16. nóvember 2023, um mat á kostnaði og beiðni um fjárhagslegan stuðning við gerð svæðisskipulags vestfirskra sveitarfélaga, en gert er ráð fyrir að hlutdeild Ísafjarðarbæjar verði 34,6 m.kr. á árunum 2023-2026, eða 5,3 m.kr. á árinu 2023. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til verkefnisins og að gera ráð fyrir verkefninu á fjárhagsáætlun 2023, og næstu ára á eftir.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar, og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

5.Umsagnarbeiðnir flugeldasala og -sýningar áramót 2022 - 2022110081

Lagðar fram til samþykktar umsagnarbeiðnir Lögreglustjórans á Vestfjörðum, dags. 17. nóvember 2022, vegna umsóknar Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, um leyfi til sölu á skoteldum í smásölu í lok árs 2022, og umsóknar um leyfi til skoteldasýningar 31. desember 2022.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknir Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, um leyfi til sölu á skoteldum í smásölu í lok árs 2022, og umsóknar um leyfi til skoteldasýningar 31. desember 2022.

6.Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026 - 2022080050

Lagt fram til kynningar erindi Sigurðar Á. Snævarr, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. nóvember 2022, um nýja spá Hagstofu Íslands og forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026, en Hagstofa gaf út nýja spá 11. nóvember 2022.

Samkvæmt nýrri spá er áætluð 5,6% verðbólga (í stað 4,9% skv. eldri spá) og launavísitala 5,9% (í stað 5,5%). Áætlanir um breytingar á útsvarsstofni hafa ekki verið uppfærðar, og er enn miðað við 7,6% hækkun milli áranna 2022 og 2023, eins og sumarspá gerði ráð fyrir.
Lagt fram til kynningar.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 236 - 2211011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 236. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 16. nóvember 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 7.4 2022050015 Gjaldskrár 2023
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 236 Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fyrir árið 2023 í sundlaugum og á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar:
    -Gjaldfrjálst verði í sund fyrir börn 18 ára og yngri í sundlaugar Ísafjarðarbæjar
    -50% afsláttur á alpa- og göngusvæði fyrir börn 6-18 ára.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?