Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnastjóri á Flateyri - nýsköpunar- og þróunarverkefni í kjölfar snjóflóða 2020 - 2020040039
Lagt fram til samþykktar erindi til forsætisráðuneytisins og innviðaráðuneytisins, dags. í nóvember 2022, þar sem óskað er framlengingar á Flateyrarverkefninu í eitt ár, eða til 1. júlí 2024.
Bæjarráð samþykkir að óskað verði framlengingar á Flateyrarverkefninu í eitt ár, eða til 1. júlí 2024, og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
2.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094
Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálstjóra, dags. 4. janúar 2022, vegna stöðu framkvæmda ársins 2022, miðað við 30. september 2022.
Lagt fram til kynningar.
3.Fyrirspurn um lóðir frá Skeiði ehf. og Vestfirskum Verktökum - 2022010052
Lagt fram bréf Garðars Sigurgeirssonar, f.h. Skeiðs ehf., dagsett 21. október 2022, þar sem sótt er um lóðir til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á eyrinni á Ísafirði.
Bæjarráð fagnar áhuga á þarfri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu og vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
4.Sunnuholt 5 - Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2022100130
Á 1217. fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur Gauta Geirssonar, dagsettur 27. október 2022, þar sem óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbyggingar Sunnuholts 5 á Ísafirði, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort umrædd lóð myndi falla undir sérstaka niðurfellingarheimild gatnagerðargjalda, í samræmi við skilyrði ákvörðunar bæjarstjórnar á 499. fundi þann 6. október 2022, og leggja aftur fyrir bæjarráð.
Er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. nóvember 2022, vegna málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort umrædd lóð myndi falla undir sérstaka niðurfellingarheimild gatnagerðargjalda, í samræmi við skilyrði ákvörðunar bæjarstjórnar á 499. fundi þann 6. október 2022, og leggja aftur fyrir bæjarráð.
Er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. nóvember 2022, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbyggingar við Sunnuholt 5 á Ísafirði, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október.
Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.
Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.
5.Brekkustígur 5 - umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2022110014
Lagt fram bréf Elíasar Guðmundssonar, dagsett 31. október 2022, þar sem óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalds vegna nýbyggingar íbúðarhúsnæðis við Brekkustíg 5, Suðureyri.
Er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. nóvember 2022, vegna málsins.
Er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. nóvember 2022, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbyggingar við Brekkustíg 5 á Suðureyri, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október.
Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.
Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.
6.Vatnsveita Ísafjarðarbæjar - Vatnslögn yfir í Staðardal - 2021040098
Lagt fram til kynningar skýrsla Verkís vegna verkloka við áfanga 1 vegna vatnslagnar í Staðardal í Súgandafirði, dags í október 2022.
Lagt fram til kynningar.
7.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005
Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir nr. 4 (dags. 4. október 2022), nr. 5 (dags. 13. október 2022), nr. 6 (dags. 20. október 2022) og nr. 7 (dags. 25. október 2022), vegna viðbyggingar við Hjúkrunarheimilið Eyri.
Lagt fram til kynningar.
8.Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri 2023 - 2022110030
Lagt fram erindi Jónínu H. Símonardóttur, dags. 15. september 2022, þar sem óskað er endurnýjunar samnings við Koltru um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Þingeyri, en núgildandi samningur rennur út í lok árs 2022. Núgildandi samningur er að fjárhæð kr. 750.000, en óskað er hækkunar.
Jafnframt þarf að taka afstöðu til endurnýjunar leigusamnings Koltru á Salthúsinu á Þingeyri, en sá samningur rennur út 31. desember 2022.
Jafnframt þarf að taka afstöðu til endurnýjunar leigusamnings Koltru á Salthúsinu á Þingeyri, en sá samningur rennur út 31. desember 2022.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í menningarmálanefnd.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lögð fram umsagnarbeiðni frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 2. nóvember 2022, vegna máls nr. 208/2022, breytingar á lögum um Innheimtstofnun sveitarfélaga (tilfærsla á innheimtu meðlaga). Umsagnarfrestur er til 14. nóvember.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa umsögn Ísafjarðarbæjar og leggja fyrir bæjarráð á næsta fundi.
10.Velferðarnefnd - 466 - 2210021F
Lögð fram til kynningar fundargerð 466. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 3. nóvember 2022.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:49.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?