Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1217. fundur 31. október 2022 kl. 08:10 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Heildræn árangursstjórnun í fjármálum - 2022060019

Lagðar fram tillögur að markmiðum og aðgerðum frá KPMG, dags. 25. október 2022, auk vinnuskjals vegna aðgerða við að ná fjárhagslegri endurskipulagningu.

Róbert Ragnarsson og Magnús Kristjánsson, f.h. KPMG, mæta til fundar til umræðu um fjárhagsleg markmið og tillögur að aðgerðum, í gegnum fjarfundabúnað.
Markmið og tillögur til umræðu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að tillögunum og leggja þær fram til samþykkar í bæjarstjórn.
Róbert og Magnús yfirgáfu fund kl. 8:40.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10
  • Magnús Kristjánsson, f.h. KPMG - mæting: 08:10
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:10
  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10
  • Róbert Ragnarsson, f.h. KPMG - mæting: 08:10

2.Fjárhagsáætlun 2023 - 2022050009

Drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 lögð fram.

Jafnframt lögð fram til kynningar drög að greinargerð.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

3.Framkvæmdaáætlun 2023 til 2033 - 2022050016

Lögð fram uppfærð drög að framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2023-2033.
Bæjarráð vísar framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2023-2033 til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Axel, Margrét og Edda yfirgáfu fund kl. 9:20.

4.Skólaakstur í Skutulsfirði - 2022100030

Lagt fyrir að nýju mál varðandi skólaakstur í Skutulsfirði, en málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 24. október 2022. Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 27. október 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra tillögu um breytingu á reglum um skólaakstur, þannig að settar verði inn lágmarksfjarlægðir frá skóla til heimilis barna varðandi rétt til skólaaksturs, auk þess að útfæra tillögu á breytingum á stoppistöðvum almenningssamgangna, og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Hafdís yfirgaf fund kl. 9.45.

5.Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - 2022100090

Á 1216. fundi bæjarráðs, þann 24. október 2022, voru kynnt drög að aðgerðaáætlun með menningarstefnu Ísafjarðarbæjar, sem samþykkt var á 493. fundi bæjarstjórnar þann 7. apríl 2022. Á 165. fundi sínum, 11. október 2022, vísaði menningarmálanefnd aðgerðaáætluninni til samþykktar í bæjarstjórn.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 21. október 2022, vegna málsins.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Er málið nú lagt fram að nýju, samhliða fjárhagsáætlun 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að tillögunum og leggja þær fram til samþykkar í bæjarstjórn.

6.Álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2023 - 2022090089

Á 1212. fundi bæjarráðs, þann 26. september 2022, voru lagðar fram tillögur Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 23. september 2022, varðandi fasteignagjöld ársins 2023.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna frekar að málinu og leggja aftur fram til samþykktar.

Eru nú uppfærðar tilllögur lagðar fram, sbr. minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 28. október 2022.
Bæjarráð vísar tillögu um álagningarhlutfall fasteignagjalda Ísafjarðarbæjar 2023 til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

7.Álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2023 - 2022090089

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhannesar Á. Jóhannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 11. október 2022 þar sem kynnt er að hag- og upplýsingasvið Sambandsins hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2022 og 2023. Áætlunin er jafnframt lögð fram til kynningar, en skv. henni er staðgreiðsla til Ísafjarðarbæjar árið 2022 alls 2.486.765.478, og áætlun árið 2023 er hækkun um 7,7%, eða alls kr. 2.678.246.420. Eftirágreidd álagning 2022 er alls kr. 121.649.597.
Lagt fram til kynningar.

8.Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128

Lögð fram verkefnatillaga KPMG við Vestfjarðastofu og sveitarfélög á Vestfjörðum, en 67. Fjórðungsþing Vestfirðinga fól stjórn að skipa starfshóp um aukið samstarf í velferðarþjónustu á Vestfjörðum. Starfshópurinn skal skila niðurstöðum 1. desember
2022.

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og veigamiklar breytingar á barnaverndarlögum og lögum um lágmarksíbúafjölda á þjónustusvæðum í málefnum fatlaðs fólks skapa nýjar áskoranir, tækifæri og forsendur. Markmið verkefnisins er að kanna grundvöll fyrir og eftir atvikum setja á fót Velferðarþjónustu Vestfirðinga sem sinni þjónustu við fatlað fólk, barnaverndarþjónustu og móttöku flóttafólks.

Jafnframt lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar starfshóps um aukið samstarf í velferðarþjónustu, haldinn 26. október 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.Ráðning hafnarstjóra - 2022090142

Lagt fram til kynningar minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 31. október 2022, um stöðu ráðningarferlis hafnarstjóra.
Lagt fram til kynningar.

10.Félag eldri borgara á Ísafirði og nágrenni - púttvöllur Ísafirði - 2022030096

Lagt fram erindi stjórnar félags eldri borgara á Ísafirði og nágrenni og stjórnar Kubba íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði, vegna staðsetningar viðbyggingar á Eyri og púttvallar félagsins.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

11.Samstarfssamningur - Kómedíuleikhúsið - 2005090047

Lagt fram bréf Elfars Loga Hannessonar, f.h. Kómedíuleikhússins á Þingeyri, dagsett 25. október 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun á tvíhliða samningi Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins.

Samningur við Kómedíuleikhúsið fyrir árin 2021-2022 jafnframt lagður fram til kynningar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í menningarmálanefnd.
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, vék af fundi undir þessum lið.

12.Framtíð og rekstur Edinborgarhússins - 2017100071

Lagt fram bréf stjórnar Edinborgarhússins ehf., dagsett 27. október 2022, þar sem þakkað er fyrir veittan styrk til ráðningar á rekstrar- og viðburðastjóra vegna ársins 2022, og jafnframt óskað eftir viðræðum um áframhaldandi stuðning við Edinborgarhúsið ehf. á árinu 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögur að áframhaldandi stuðningi við Edinborgarhúsið ehf. á árinu 2023, og felur bæjarstjóra jafnframt að hefja á ný samningaviðræður við ráðherra um þríhliða samkomulag til stuðnings menningarhúsinu.

13.Sunnuholt 5 - Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2022100130

Lagður fram tölvupóstur Gauta Geirssonar, dagsettur 27. október 2022, þar sem óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbyggingar Sunnuholts 5 á Ísafirði, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort umrædd lóð myndi falla undir sérstaka niðurfellingarheimild gatnagerðargjalda, í samræmi við skilyrði ákvörðunar bæjarstjórnar á 499. fundi þann 6. október 2022, og leggja aftur fyrir bæjarráð.

14.Fræðslusafn Akademias - þjónustusamningur - 2022100129

Lagður fram til samþykktar þjónustusamningur milli Akademias ehf. og Ísafjarðarbæjar vegna kaupa á fræðslusafni Akademias fyrir starfsfólk Ísafjarðarbæjar, en samningurinn tekur gildir frá undirritun til 31. desember 2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning Akademias ehf. og Ísafjarðarbæjar.

15.Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2022 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2022070092

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 28. október 2022, vegna tímabundins áfengisleyfis vegna hjónaballs á Þingeyri, í félagsheimilinu Þingeyri, þann 12. nóvember 2022.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu tímabundins áfengisleyfis vegna hjónaballs á Þingeyri í nóvember 2022.

16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Margrétar Mjallar Benjamínsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 25. október 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál. Umsagnarfrestur er til 8. nóvember.
Lagt fram til kynningar.

17.Stafrænt Ísland - samstarf sveitarfélaga - 2021010033

Lagður fram tölvupóstur Fjólu Maríu Ágústsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 26. október 2022, ásamt fylgiskjölum um áætluð verkefni og kostnað þeirra í samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu fyrir árið 2023, en Ísafjarðarbær er hluti af samstarfsverkefninu um innleiðingu stafrænna lausna. Kostnaður vegna ársins 2023 er um 2,4 m.kr.
Bæjarráð telur verkefnið mikilvægt og felur bæjarstjóra að gera ráð fyrir kostnaði vegna þess í fjárhagsáætlun árins 2023.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?