Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Innleiðing á nýju regluverki í sorpmálum - Borgað þegar hent er - 2022060100
Lögð fram til samþykktar drög að viljayfirlýsingu milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Ísafjarðarbæjar, um þátttöku í tilraunaverkefninu „Borgað þegar hent er hraðall,“ sem gengur út á að innleiða nýtt innheimtufyrirkomulag fyrir meðhöndlun úrgangs samkvæmt Borgað þegar hent er kerfi (BÞHE) sem sveitarfélögum er skylt að innleiða á árinu 2023, skv. lögum nr. 103/2001.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingu milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Ísafjarðarbæjar, um þátttöku í tilraunaverkefninu „Borgað þegar hent er hraðall“ og felur bæjarstjóra að vinna að innleiðingu breyttrar innheimtu í samræmi við lagabreytingar sem taka gildi 1. janúar 2023.
Smári yfirgaf fund kl. 8:30.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10
- Smári Karlsson, verkefnastjóri - mæting: 08:10
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
- Eygerður Margrétardóttir, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga - mæting: 08:10
2.Gjaldskrár 2023 - 2022050015
Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 21. október 2022, varðandi gjaldskrár 2022.
Auk þessa lagðar fram tillögur að öllum gjaldskrám Ísafjarðarbæjar 2023, að undanskildum gjaldskrá úrgangsmála og leigu félagslegs húsnæðis og þjónustuíbúða eldri borgara.
Auk þessa lagðar fram tillögur að öllum gjaldskrám Ísafjarðarbæjar 2023, að undanskildum gjaldskrá úrgangsmála og leigu félagslegs húsnæðis og þjónustuíbúða eldri borgara.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkomnar gjaldskrár fyrir árið 2023, með þeim breytingum sem voru ræddar á fundinum.
Margrét yfirgaf fund kl. 8:45.
Gestir
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:30
- Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:10
3.Skólaakstur í Skutulsfirði - 2022100030
Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 21. október 2022, varðandi skólaakstur í Skutulsfirði. Þar er lagt til að fyrirkomulag skólaaksturs verði endurskoðað af öryggisástæðum.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna frekar að málinu og leggja aftur fyrir bæjarráð.
Hafdís yfirgaf fund kl. 9:15.
4.Hreystivöllur við Hlíf - 2020090088
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. október 2022, vegna verðfyrirspurnar „Hreystivöllur við Hlíf“ Þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til tilboðs Búaðstoðar ehf. að fjárhæð 10.962.400 kr.-
Bæjarráð samþykkir tillögur sviðsstjóra um að hafna tilboði Búaðstoðar og leggur til við bæjarstjóra að gera nýja verðfyrirspurn á nýju ári.
5.Málefni safna í Ísafjarðarbæ - 2019080002
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 21. október 2022, vegna safngeymsla fyrir héraðsskjala- og ljósmyndasafn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika til kaupa á safngeymslum í Skutulsfirði, og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
6.Fjarðargata 30, Þingeyri - viðhald á húsnæði - 2021050023
Lagður fram til kynningar úrskurður kærunefndar húsamála nr. 51/2022, uppkveðinn 11. október 2022, í máli gegn Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf. Málinu var vísað frá af þeim sökum að leigusamningur er fallinn niður og íbúðinni hefur verið skilað. Taldi nefndin því að sóknaraðili hafi ekki lengur lögvarða hagsmuni af úrlausn kröfu sinnar.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 9.40.
7.Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga 2022 og 2023 - 2022100089
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhannesar Á. Jóhannessonar, dags. 11. október 2022, þar sem kynnt er staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2022 og 2023.
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 7,7% á milli ára 2022 og 2023.
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 7,7% á milli ára 2022 og 2023.
Lagt fram til kynningar.
8.Skýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar 2018-2021 - 2022100084
Lögð fram til kynningar Skýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar 2018-2021, auk þess sem kynnt er að Elísabet Pálmadóttir, sérfræðingur í umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, hafi tekið við störfum ofanflóðanefndar af Hafsteini Pálssyni.
Lagt fram til kynningar.
9.Styrktarsjóður EBÍ 2022 - 2022040031
Lagt fram til kynningar bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dagsett 18. október 2022, vegna ágóðahlutagreiðslu 2022.
Hlutdeild Ísafjarðarbæjar í Sameignarsjóði EBÍ er 4,82%, eða kr. 2.410.000,- sem verða greiddar út 28. október 2022.
Hlutdeild Ísafjarðarbæjar í Sameignarsjóði EBÍ er 4,82%, eða kr. 2.410.000,- sem verða greiddar út 28. október 2022.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir 2022 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2022010075
Lögð fram til kynningar fundargerð 914. fundar Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 12. október 2022.
Lagt fram til kynningar.
11.Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - 2022100090
Kynnt drög að aðgerðaáætlun með menningarstefnu Ísafjarðarbæjar, sem samþykkt var á 493. fundi bæjarstjórnar þann 7. apríl 2022. Á 165. fundi sínum, 11. október 2022, vísaði menningarmálanefnd aðgerðaáætluninni til samþykktar í bæjarstjórn.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 21. október 2022, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 21. október 2022, vegna málsins.
Afgreiðslu máls frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?