Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Gjaldskrár 2023 - 2022050015
Lagt fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dagsett 5. október 2022, þar sem farið er yfir tillögur að gjaldskrá Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023, auk þess sem tillögur allra fastanefnda eru lagðar fram um gjaldskrár 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar að gerð gjaldskráa Ísafjarðarbæjar 2023 og leggja aftur fyrir bæjarráð.
Sviðsstjórar og fjármálastjóri yfirgáfu fund kl. 9:00.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
- Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:10
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10
2.Ráðning hafnarstjóra - 2022090142
Lögð fram uppfærð drög að auglýsingu vegna ráðningar hafnarstjóra, svo og drög að mati á umsækjendum starfsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa starf hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar laust til umsóknar og felur bæjarstjóra og mannauðsstjóra að yfirfara og meta innkomnar umsóknir og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Baldur yfirgaf fund kl. 9:15.
Gestir
- Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 09:00
Kristján Kristjánsson yfirgaf fund vegna vanhæfis kl. 9:15.
3.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2022 - 2022030160
Lagt fram bréf Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 15. júní 2022, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um veitingu rekstrarleyfis vegna umsóknar Hótel Torfnes (Hótel Ísafjarðar) um rekstur gististaðar í flokki III-B, gististaður með veitingum, í húsnæði Menntaskólans á Ísafirði að Tornesi, þar sem hámarksfjöldi gesta eru 100 manns. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar frá 4. október 2022, umsögn heilbrigðiseftirlits dags. 4. október 2022 og umsögn slökkviliðs frá 16. júní 2022.
Bæjarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis til handa Hótel Torfnesi (Hótel Ísafjörður) um rekstur gististaðar í flokki III-B, gististaður með veitingum, í húsnæði Menntaskólans á Ísafirði að Torfnesi, þar sem hámarksfjöldi gesta eru 100 manns.
Kristján kom aftur á fundinn kl. 9:17.
4.Rannsóknaleyfi vegna jarðhita í Tungudal - 2022100017
Lagt fram erindi Maríu Guðmundsdóttur, f.h. Orkustofnunar, dagsett 3. október 2022, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar Orkubús Vestfjarða um rannsóknarleyfi vegna jarðhitaleitar í Tungudal í Skutulsfirði.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
5.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005
Lagðar fram til kynningar fundargerðir Framkvæmdasýslu Ríkisins nr. 2 og 3, vegna forvinnu vegna viðbyggingar við hjúkrunarheimilið Eyri, ásamt minnisblaði Verkís hf., dags. 30. sept. sl., þar sem farið er yfir skipulagsforsendur á svæðinu m.t.t. valkosta 2a og 3a.
Lagt fram til kynningar.
6.Fundargerðir 2022 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2022010075
Lögð fram til kynningar fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 28. september 2022.
Lagt fram til kynningar.
7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 235 - 2209027F
Lögð fram til kynningar fundargerð 235. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn þann 5. október 2022.
Fundurinn er í fjórum liðum.
Fundurinn er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?