Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1208. fundur 29. ágúst 2022 kl. 08:10 - 10:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Nefndarmenn 2022-2026 - 2022050135

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóra, leggur fram tillögu um skipun fulltrúa í öldungaráð Ísafjarðarbæjar, og formann öldungaráðs.

Lagt er til að Auður Ólafsdóttir, Hafsteinn Vilhjálmsson og Sigríður Magnúsdóttir verði kosin aðalfulltrúar, og að varafulltrúar verði Gunnlaugur Einarsson, Karitas Pálsdóttir og Soffía Ingimarsdóttir.

Félög eldri borgara í Ísafjarðarbæ tilnefna Þorbjörn Sveinsson, Guðný Sigríði Þórðardóttur og Sigrúnu C. Halldórsdóttur sem aðalfulltrúa, og Kristjönu Sigurðardóttur, Finn Magnússon og G. Elísabetu Pálsdóttur sem varafulltrúa.

Þá tilnefnir heilsugæslan Heiðu Björk Ólafsdóttur sem aðalfulltrúa, og Hildi Elísabetu Pétursdóttur sem varafulltrúa.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kjósa Auði Ólafsdóttur, Hafstein Vilhjálmsson og Sigríði Magnúsdóttir sem aðalfulltrúar í Öldungaráð Ísafjarðarbæjar, og Gunnlaug Einarsson, Karitas Pálsdóttur og Soffía Ingimarsdóttur sem varafulltrúa.

Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að staðfesta tilnefningar félaga eldri borgara í Ísafjarðarbæ og heilsugæslunnar.

Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að Auður Ólafsdóttir verði kosin formaður öldungaráðsins úr hópi aðalafulltrúa.

2.Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026 - 2022080050

Lagt fram til kynningar minnisblað Sigurðar Ármanns Snævarrs, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. ágúst 2022, um forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.

Jafnframt lagt fram til kynningar ferli fjárhagsáætlunargerðar 2023 hjá Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.
Edda yfirgaf fund kl. 9:20.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:50

3.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Á 590. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 15. ágúst 2022, var lögð fram umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar um tillögu að Strandsvæðaskipulagi Vestfjarða.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsögnina.

Málið var tekið fyrir á 1207. fundi bæjarráðs, þann 22. ágúst 2022, í sumarleyfi bæjarstjórnar, þar sem bókað var að umræður um strandsvæðaskipulag Vestfjarða og umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar hafi farið fram og ákvað bæjarráð taka málið aftur fyrir á næsta fundi.

Er málið nú tekið fyrir á nýjan leik í bæjarráði, í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Bæjarráð tekur undir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar, þó með lítilsháttar breytingum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar að umsögninni í samræmi við umræður á fundinum og leggja uppfærða umsögn um standsvæðaskipulag Vestfjarða fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

4.Safnahúsið - Viðhald 2022, útboð verkþátta - 2022030130

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. verkfundar vegna endurbóta á Safnahúsi utanhúss, en fundur var haldinn 24. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?