Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1199. fundur 09. júní 2022 kl. 08:00 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Bryndís Ósk óskaði eftir að yfirgefa fund kl. 8:10.

1.Samstarf Ísafjarðarbæjar og BsVest - 2022060049

Lögð fram erindi Þóru Marý Arnórsdóttur og Önnu Valgerðar Einarsdóttur, dags. 21. sept. 2021 og 5. feb. 2021, svo og erindi Margrétar Geirsdóttur, Þóru Marý Arnórsdóttur og Önnu Valgerðar Einarsdóttur, dags. 19. maí 2022, öll varðandi samstarf Ísafjarðarbæjar og BsVest.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með stjórnarformanni og starfandi framkvæmdastjóra BsVest vegna erindanna.
Þóra og Anna Valgerður yfirgáfu fund kl. 8:45. Bryndís kemur aftur til fundar kl. 9:00.

Gestir

  • Þóra Marý Arnórsdóttir, deildarstjóri málefna fatlaðra - mæting: 08:10
  • Anna Valgerður Einarsdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði - mæting: 08:10

2.Fiskeldissjóður - umsókn 2022 - 2022030121

Lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 30. maí 2022, vegna styrkumsókna í Fiskeldissjóð, þar sem Ísafjarðarbær hlaut styrki í tvö verkefni. Annars vegar 34 m.kr. styrk í annan áfanga vatnslagnar í Súgandafirði og hins vegar 16 m.kr. styrk til niðurrifs skúra við Fjarðarstræti 20, en framkvæmdin og styrkveiting er tengd uppbyggingu nemendagarða Háskólaseturs Vestfjarða.

Lagt fram til kynningar.

3.Grunnskólinn á Ísafirði - Rannsókn á myglusveppum 2022 - 2022050025

Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. maí 2022, um stöðu framkvæmda í Grunnskólanum á Ísafirði, auk þess sem óskað er eftir heimild bæjarráðs að vinna málið áfram skv. minnisblaði. Helstu forgangsmál eru að fjarlægja ónýta glugga og gler, steypuviðgerðir m.t.t. járnabindingar, sprunguþéttingar að utan og innan, endurnýja gler og glugga, múra hús að utan, og skipta út gólfdúkum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. maí 2022, svo og að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð.
Fylgiskjöl:

4.Gjöf til Jónsgarðs - 2022060018

Lagt fram bréf Guðfinnu Sigmundsdóttur, dagsett 2. júní 2022, fyrir hönd afkomenda Jóns Jónssonar, sem vann að uppbyggingu og hirðingu Jónsgarðs, og eiginkonu hans Karlinnu Greinar Jóhannesdóttur. Afkomendur Jóns og Karlinnu vilja færa garðinum bekk að gjöf í tilefni af 100 ára afmæli Blóma- og trjáræktarfélags Ísfirðinga, helgina 9.-10. júlí 2022.
Bæjarráð þakkar góða gjöf og felur bæjarstjóra taka á móti gjöfinni í samráði við afkomendur Jóns og Karlinnu.
Fylgiskjöl:

5.Minningarskjöldur við Aðalstræti 17-19 - málningavöruverslun G.E. Sæmundssonar - 2022060004

Lagður fram tölvupóstur Ásgerðar Kjartansdóttur, dagsettur 6. apríl 2022, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja niður minningarskjöld í gangstéttina við Aðalstræti 17-19 á Ísafirði, til að minnast starfsemi málningarvörsverslunar G.E. Sæmundssonar sem starfaði þar um langt árabil. Fyrirhugað er að skjöldurinn verði afhjúpaður laugardaginn 2. júlí 2022.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur bæjarstjóra að vinna að útfæslu minningarskjaldarins með gefendum.

6.Afnot af Svarta pakkhúsinu Flateyri - Hús og fólk - 2020090034

Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu G. Kristjánsdóttur f.h. Húsa og fólks, dagsettur 10. maí 2022, þar sem óskað er eftir afnotum af Svarta pakkhúsinu á Flateyri sumarið 2022, fyrir sýningu um skreið, eins og var í húsinu sumarið 2021.
Bæjarráð samþykkir afnot Húsa og fólks af Svarta pakkhúsinu á Flateyri sumarið 2022, og felur bæjarstjóra að gera leigusamning við félagið.

7.Starfshópur um íslenskuvænt samfélag - 2022060015

Lagður fram tölvupóstur Ólafs Guðsteins f.h. íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða, dagsettur 31. maí 2022, þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa í starfshóp um íslenskuvænt samfélag.
Bæjarráð tilnefnir Bryndísi Ósk Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í starfshóp um íslenskuvænt samfélag.

8.Styrkbeiðni vegna hátíðarhalda á sjómannadag 2022 - 2022060003

Lagður fram tölvupóstur Huldu Steinarsdóttur f.h. Slysavarnadeildarinnar Iðunnar, dagsettur 24. maí 2022, þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð 100.000-120.000 kr., til að leigja hoppukastala fyrir hátíðahöld á sjómannadag.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni, og vísar til þess að sveitarfélagið standi að fjármögnun fyrirfram ákveðinna hátíðahalda á árinu og telur þetta erindi ekki rúmast innan fjárheimilda að þessu sinni.

9.Styrktarsjóður EBÍ 2022 - 2022040031

Lagt fram til kynningar bréf Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur f.h. Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dagsett 31. maí 2022, þar sem tilkynnt er að Ísafjarðarbær hefur hlotið styrk að upphæð kr. 800.000.- vegna verkefnisins „Söguskilti Ísafjarðarbæjar“.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 8. febrúar 2022, þar sem fram koma upplýsingar um verkefnið. Málið var tekið fyrir á 162. fundi menningarmálanefndar, þann 10. febrúar 2022, þar sem starfsmanni var falið að vinna málið áfram, s.s. með því að sækja um styrk til fjármögnunar.
Lagt fram til kynningar.

10.Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Ísafjarðar og Slökkviliðs Súðavíkur - 2020030068

Lagður fram tölvupóstur Braga Þórs Thoroddssen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, dagsettur 24. maí 2022, þar sem óskað er eftir að samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps vegna slökkviliða sveitarfélaganna verði framlengdur til 30. júní 2023.
Bæjarráð samþykkir erindi Braga Þórs Thoroddssen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, um að framlengja samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps vegna slökkviliða sveitarfélaganna til 30. júní 2023, og felur bæjarstjóra að gera viðauka við samning sveitarfélaganna.

Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram viðræðum um mögulega sameiningu slökkviliða Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.

11.Snjóflóðahætta - viðbragð - 2022040053

Lagt fram bréf Ívars Kristjánssonar og Magnúsar Einars Magnússonar f.h. Hverfisráðs Önundarfjarðar og Björgunarsveitarinnar Sæbjargar, dagsett 18. maí 2022, þar sem þess er óskað að haldin verði almannavarnaæfing til að æfa viðbrögð við snjóflóðum á Flateyri.
Bæjarráð vísar málinu til sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, og felur jafnframt bæjarstjóra að ræða við viðbragðsaðila vegna málsins.

12.Umferðaröryggi á Suðureyri - 2022050020

Á 1198. fundi bæjarráðs 9. maí 2022 var lagt fram erindi frá íbúum á Suðureyri og við Súgandafjörð, þar sem skorað er á Vegagerðina og Ísafjarðarbæ að bæta umferðaröryggi á Suðureyri, vegna hraðaksturs, þungaflutninga og aukinnar umferðar ferðamanna.

Er nú lagður fram tölvupóstur Kristins Gunnars H. Lyngmo, dagsettur 16. maí 2022, með viðbrögðum Vegagerðarinnar við erindinu. Sett hefur verið upp merki sem gefur til kynna umferðarhraða og verður jafnframt sett niður hraðahindrun.
Bæjarráð leggur áherslu á að hraðahindrun við bæjarmörk á Suðureyri verði sett niður við allra fyrsta tækifæri. Bæjarráð vísar jafnframt hraðaminnkandi aðgerðum í öllum kjörnum bæjarins til endurskoðunar umferðaröryggisáætlunar Ísafjarðarbæjar sem stendur yfir.

13.Ný vefgátt Almannavarna - samræmd greining á áhættu og áfallaþoli - 2022060005

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hjördísar Guðmundsdóttur f.h. Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, dagsettur 20. maí 2022 með upplýsingum um nýja vefgátt Almannavarna vegna samræmdrar greiningar á áhættu og áfallaþoli.

Jafnframt lagður fram annar tölvupóstur Hjördísar frá 27. maí með upplýsingum um hvernig sveitarfélög bera sig að við innskráningu í gáttina.
Lagt fram til kynningar.

14.67. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2022 - 2022030119

Lagt fram til kynningar fundarboð á 67. fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 2. júní 2022, en þingið hefst kl 10.00, þriðjudaginn 14. júní 2022 á starfstöð Vestfjarðastofu, Suðurgötu 12, Ísafirði, auk þess sem þingið verður einnig haldið í fjarfundi fyrir þá sem þess óska.

Fulltrúar á Fjórðungsþingi eru aðalmenn í sveitarstjórn eða varamenn þeirra. Atkvæðafjöldi hvers sveitarfélags deilist jafnt niður á alla aðalmenn í sveitarstjórn. Heimilt er sveitarstjórnarmanni að framselja atkvæðarétt sinn til eins eða fleiri þingfulltrúa frá eigin sveitarfélagi, sjái varamaður hans sér ekki fært að mæta í hans stað. Framselji aðalmaður atkvæðarétt sinn til varamanns eða annarra þingfulltrúa eigin sveitarfélags, skal hann senda tilkynningu til sveitarstjórnar með sannanlegum hætti og afhenda viðkomandi þingfulltrúa undirritaða yfirlýsingu því til staðfestingar ásamt afriti af tilkynningu til sveitarstjórnar. Yfirlýsingu um framsal atkvæðisréttar og tilkynningu til sveitarstjórnar skal þingfulltrúi leggja fram við komu á Fjórðungsþing eða með sannanlegum hætti.
Bæjarráð hvetur alla bæjarfulltrúa til að mæta á 67. fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfirðinga þriðjudaginn 14. júní 2022, kl. 10-11.

15.Fulltrúaráð Vestfjarðastofu - fundarboð 2022 - 2022060027

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 1. júní 2022, þar sem boðað er til ársfundar Vestfjarðastofu, þann 14. júní næstkomandi. Fulltrúaráð er boðað á þann fund og er fyrri hluti fundarins 11-12 eingöngu ætlaður fulltrúaráði til hefðbundinna ársfundastarfa en síðari hluti opinn með gestum 13-15. Nánari dagskrá verður send út á næstu dögum. Vilji sveitarfélag gera breytingar á fulltrúum í fulltrúaráði skulu tilnefningar sendar Sigríði.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipa nýjan fulltrúa til setu í fulltrúaráði fyrir hönd Ísafjarðarbæjar, en felur bæjarstjóra að hafa samband við Þóri Guðmundsson, núverandi fulltrúa til mætingar á fund fulltrúaráðs 14. júní nk.

16.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hrafnkels Ásólfs Proppé, f.h. Skipulagsstofnunar, dagsettur 3. júní 2022, þar sem boðað er til fjarfundar þann 13. júní 2022, kl. 16.30, til að kynna tillögu að Strandsvæðaskipulagi Vestfjarða.
Bæjarráð hvetur alla bæjarfulltrúa til að mæta á fund til að kynna tillögu að Strandsvæðaskipulagi Vestfjarða, 13. júní 2022, kl. 16.30.

17.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2022020099

Lagt fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. maí 2022, vegna Landsþingsfulltrúa 2022-2026. Sveitarfélög skulu tilnefna landsþingsfulltrúa á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar, og í síðasta lagi fyrir 15. júlí 2022.
Lagt er til við bæjarstjórn að tilnefna landsþingsfulltrúa á næsta fundi bæjarstjórnar.

18.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 191 - 2205005F

Fundargerð 191. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum lögð fram til kynningar en fundur var haldinn, 12. maí 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?