Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ársfjórðungsuppgjör 2022 - 2022040099
Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 6. maí 2022, um niðurstöðu fyrsta ársfjórðungs 2022 sem var sent Hagstofu Íslands 5. maí 2022. Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu A og B hluta upp á 220 m.kr. fyrir janúar til mars 2022. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 340 m.kr. fyrir sama tímabil og er reksturinn því 120 m.kr. verri en áætlað er á fyrsta ársfjórðungi.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:05
2.Mánaðaryfirlit 2022 - 2022030116
Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 7. apríl 2022, vegna launakostnaðar Ísafjarðarbæjar fyrir janúar-apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.
3.Fjárhagsáætlun 2023 - 2022050009
Lögð fram til kynningar tímaáætlun fjárhagsáætlunar 2023, en áætlað er að ferlið hefjist í sumar og ljúki um miðjan nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.
Edda yfirgaf fund kl. 8:30.
4.Grunnskólinn á Ísafirði - Rannsókn á myglusveppum 2022 - 2022050025
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 6. maí 2022, vegna greiningar myglu í Grunnskólanum á Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Hafdís yfirgaf fund kl. 8:40.
Gestir
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:30
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:30
5.Vatnsveita Ísafjarðarbæjar - Vatnslögn yfir í Staðardal - 2021040098
Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 3. maí 2022 vegna verksins "Vatnslögn, háspennu- og fjarskiptastrengur í Staðardal" þar sem lagt er til að samið verði við Verkhaf ehf. á grundvelli tilboðs þeirra, að fjárhæð 27.992.500 kr.-
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við Verkhaf ehf. á grundvelli tilboðs þeirra að fjárhæð kr. 27.992.500, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.
6.Gangstéttir 2022 - 2022050002
Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 5. maí 2022, vegna verksins "Gangstéttir Ísafirði" þar sem lagt er til að samið verði vð Búaðstoð ehf. grundvelli tilboðs þeirra, að fjárhæð 11.906.000 kr.-
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við Búaðstoð ehf. á grundvelli tilboðs þeirra að fjárhæð kr. 11.906.000, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.
7.Sundstræti göngustígur - Skipulag og útboðsgögn - 2019080029
Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 3. maí 2022, vegna verksins "Göngustígur meðfram Sundstræti" þar sem lagt er til að samið verði vð Kjarnasögun ehf. á grundvelli tilboðs þeirra, að fjárhæð 7.909.275 kr.-
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við Kjarnasögun ehf. á grundvelli tilboðs þeirra að fjárhæð kr. 7.909.275, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.
8.Æðartangi 6-8-10 (nú Æðartangi 4) - Umsókn um lóðir - 2017020157
Lögð fram drög að samkomulagi um uppbyggingu Kerecis á Ísafirði á hafnar- og iðnaðarsvæði á Suðurtanga og þjónustu sveitarfélagsins. Samkomulagið varðar byggingu Kerecis á 6.400 m2 byggingu sem hýsa mun mikilvæga starfsemi fyrirtækisins á Ísafirði og úthlutun lóðar á Suðurtanga að lágmarki 8000 m2 að stærð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samkomulag um uppbyggingu Kerecis á Ísafirði á hafnar- og iðnaðarsvæði á Suðurtanga og þjónustu sveitarfélagsins.
9.Umferðaröryggi á Suðureyri - 2022050020
Lagt fram erindi frá íbúum á Suðureyri og við Súgandafjörð, þar sem skorað er á Vegagerðina og Ísafjarðarbæ að bæta umferðaröryggi á Suðureyri, vegna hraðaksturs, þungaflutninga og aukinnar umferðar ferðamanna. Með bréfinu fylgja 113 undirskriftir íbúa.
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
Axel yfirgaf fund kl. 8:55.
10.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2021-2022 - 2021120088
Lögð fram til samþykktar ein yfirlýsing vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2021/2022, en bæjarstjóri hefur undirritað með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, sbr. 6. gr. rgl. 995/2021.
Bæjarráð staðfestir framlagða yfirlýsingu vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2021/2022.
11.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - rgl. 1212/2015 - 2022040056
Lagt fram til kynningar bréf Ágústs Kristinssonar og Eiríks Benónýssonar f.h. reikningsskila- og upplýsinganefndar, dagsett 5. maí 2022, þar sem minnt er á gerð viðauka fyrir 1. júní 2022, vegna breytinga á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015, hvað varðar byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform, sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags.
Lagt fram til kynningar.
12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 2. maí 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál. Umsagnarfrestur er til 16. maí.
Lagt fram til kynningar.
13.Ársfundur Náttúruhamfaratryggingar Íslands 2022 - 2022050026
Lagður fram tölvupóstur Huldu Ragnheiðar Árnadóttur, forstjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, dagsettur 5. maí 2022, þar sem boðað er til ársfundar stofnunarinnar þann 19. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.
14.Málefni hverfisráða - 2017010043
Lagðar fram fimm fundargerðir íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, dagsettar 27. október 2021, 30. nóvember 2021, 7. desember 2021, 25. janúar 2022 og 19. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.
15.Fundargerðir 2022 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2022010075
Lögð fram til kynningar fundargerð 909. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 27. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.
16.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 120 - 2204017F
Lögð fram til kynningar fundargerð 120. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 6. maí 2022.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 120 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja styrkbeiðni um hreinsun á Hornströndum sumarið 2022.
17.Velferðarnefnd - 463 - 2205004F
Lögð fram til kynningar fundargerð 463. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 5. maí 2022.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?