Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1190. fundur 07. mars 2022 kl. 08:00 - 08:53 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Nanný Arna Guðmundsdóttir mætir til fundarins í gegnum fjarfundabúnað.

Mál tekið inn á fund bæjarráðs með afbrigðum.

1.Olíuleki á Suðureyri - 2022030035

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, mætir til fundar við bæjarráð til að fara yfir olíuleka úr tanki Orkubús Vestfjarða á Suðureyri, en bæjarstjóri og hafnarstjóri skoðuðu aðstæður á Suðureyri sl. helgi og reyndu að afla upplýsinga hjá eiganda tanksins, Orkubúi Vestfjarða.
Málið kynnt. Farið yfir aðstæður á vettvangi og þær upplýsingar sem liggja fyrir á þessu stigi.

Bæjarráð lítur málið mjög alvarlegum augum og kallar eftir fyllri upplýsingum um málið frá hlutaðeigandi aðilum og aðgerðaáætlun um hreinsun. Þá óskar bæjarráð eftir fundi með Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Umhverfisstofnun og Orkubúi Vestfjarða vegna málsins. Óskað er sérstaklega eftir að farið verði yfir verklag vegna umhverfisslysa af þessum toga, þar sem stjórnendur Ísafjarðarbæjar fréttu ekki af málinu fyrr en föstudaginn 4. mars sl., en tilkynningar höfðu þá borist ábyrgðaraðilum, þ.e. Heilbrigðiseftirlitinu og Orkubúi Vestfjarða, um miðjan febrúar.
Guðmundur M. Kristjánsson yfirgaf fund kl. 8:35.

Gestir

  • Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri - mæting: 08:05
Mál tekið inn á fund bæjarráðs með afbrigðum.

2.Ályktun um innrás Rússa í Úkraínu - 2022030010

Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, mætir til fundar við bæjarráð til að fara yfir næstu skref varðandi móttöku flóttamanna frá Úkraínu, en bæjarstjórn bókaði eftirfarandi á 491. fundi bæjarstjórnar, þann 3. mars sl.:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og lýsir fullri samstöðu og stuðningi við fólkið í Úkraínu. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur ríkisstjórn Íslands sem og aðrar vinaþjóðir til að taka á móti flóttafólki og veita allan þann stuðning sem þarf til að hjálpa úkraínsku þjóðinni að komast í gegnum þessar hörmungar. Ísafjarðarbær lýsir sig reiðubúinn til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu.“
Málið kynnt.

Bæjarstjóra falið að hafa samband við ráðuneytið um áætlun við móttöku flóttamanna og næstu skef Ísafjarðarbæjar í málinu. Jafnframt að kannað verði framboð húsnæðis á vegum Ísafjarðarbæjar og hjá einkaaðilum. Einkaaðilar sem hafa tök á að veita húsnæði eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við sviðsstjóra velferðarsviðs.
Margrét yfirgaf fund kl. 8:45.

Gestir

  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:35

3.Áskorun vegna Suðurnesjalínu 2 - 2022030023

Lagt fram erindi Jónu Sigurbjargar Möller, f.h. Sveitarfélagsins Voga, dagsett 2. mars 2022, þar sem bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hvetur sveitarfélög landsins og Samband íslenskra sveitarfélaga til að veita umsögn og taka afstöðu til frumvarps til laga um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi til lagningar Suðurnesjalínu 2 í lofti í sveitarfélaginu, þar sem að með frumvarpi þessu sé gengið gegn grundvallaratriði stjórnskipunar um að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum.
Lagt fram til kynningar.

4.Álagning gatnagerðargjalda Suðurtanga 14 - ósk um endurskoðun álagningar - 2022030019

Lagt fram erindi Hampiðju Íslands hf., dags. 24. febrúar 2022, þar sem óskað er endurskoðunar álagningar gatnagerðargjalda á Suðurtanga 14, auk þess sem lagt er fram á nýjan leik minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 28. janúar 2022, auk minnisblaðs dags. 4. mars 2022.
Bæjarráð telur að gatnagerðargjald hafi verið lagt á með réttum og lögmætum hætti og telur ekki forsendur til að beita sérstakri lækkunarheimild 7. gr. samþykktar um gatnagerðargjald fyrir umrætt svæði.

5.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Esterar Önnu Ármannsdóttur, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 4. mars 2022, ásamt upplýsingablaði um gerð strandsvæðaskipulags Vestfjarða.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2022 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2022010075

Lögð fram til kynningar fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 25. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:53.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?