Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Hækkun lífeyrisskuldbindinga 2021 - 2022020111
Lagt fram til kynningar minnisblað Sigurðar Ármanns Snævarr f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 22. febrúar 2022, vegna hækkunar á lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga 2021, en rekja má hækkunina til launahækkana hjá sveitarfélögum, breyttum forsendum um hærri lífaldur og hækkandi hlut launagreiðenda hjá lífeyrissjóðum. Um er að ræða verulegar breytingar á forsendum sem ekki lágu fyrir við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:05
2.Lífeyrisskuldbinding - útreikningar frá 2014 til 2022 - 2016030019
Lagðir fram til kynningar útreikningar Talnakönnunar hf. á lífeyrisskuldbindingum Ísafjarðarbæjar í árslok 2021 og áætlun fyrir 2022, dags. 15. febrúar 2022, ásamt minnisblaði Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 24. febrúar 2022, um hækkun lífeyrisskuldbindinga Ísafjarðarbæjar 2021.
Lagt fram til kynningar.
Edda María yfirgaf fund kl. 8:30.
3.Aldrei fór ég suður - ýmis málefni hátíðarinnar - 2018090087
Á 1188. fundi bæjarráðs, þann 21. febrúar 2022, var lagður fram til kynningar stuðsamningur Ísafjarðarbæjar og Aldrei fór ég suður, dags. 18. janúar 2019, en samningurinn rann út á árinu 2021. Óskað var afstöðu bæjarráðs til áframhaldandi samstarfs. Bæjarráð fól bæjarstjóra að útbúa nýjan samning byggðan á eldri samningi og leggja til samþykktar í bæjarstjórn.
Er nú lagður fram til samþykktar stuðsamningur Ísafjarðarbæjar við Aldrei fór ég suður fyrir árin 2022-2024.
Er nú lagður fram til samþykktar stuðsamningur Ísafjarðarbæjar við Aldrei fór ég suður fyrir árin 2022-2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stuðsamning Ísafjarðarbæjar við Aldrei fór ég suður fyrir árin 2022-2024.
4.Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ - 2021110044
Lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 24. febrúar 2022, vegna tillögu Daníels Jakobssonar, bæjarfulltrúa D-lista Sjálfstæðisflokks, um breytingu á samþykktum um gatnagerðargjald, sem var til umræðu á 490. fundi bæjarstjórnar þann 16. febrúar 2022. Málið var jafnframt tekið fyrir á 578. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 23. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:35
5.Þjónustubíll slökkviliðs Ísafjarðarbæjar - 2020030071
Lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 10 febrúar 2022, vegna kaupa á þjónustubíl fyrir Slökkvilið Ísafjarðarbæjar, auk verðfyrirspurnar Ísafjarðarbæjar nr. 13118, kaupsamnings og afsals dags. 1. febrúar 2022, og eigendaskiptatilkynningar dags. sd.
Lagt fram til kynningar.
6.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005
Lögð fram til samþykktar drög að samstarfssamningi heilbrigðisráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar um stækkun hjúkrunarheimilisins Eyrar, ásamt fylgiskjölum um búnaðarkaup, frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins dagsett í nóvember 2021 og skýrslu um skipulag hjúkrunarheimila frá 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja drög að samstarfssamningi heilbrigðisráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar um stækkun hjúkrunarheimilisins Eyrar.
Bæjarráð áréttar að bygging á lóð að norðanverðu hugnast bæjarráði ekki. Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við ríkið um að það yfirtaki fasteignina.
Bæjarráð áréttar að bygging á lóð að norðanverðu hugnast bæjarráði ekki. Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við ríkið um að það yfirtaki fasteignina.
7.Tesla 22 kw hleðslustöðvar fyrir rafbíla - 2021110076
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 25. febrúar 2022, varðandi uppsetningu fjögurra Tesla hleðslustöðva í Ísafjarðarbæ, en óskað er samþykktar til handa bæjarstjóra að ganga til samninga við Tesla um stöðvarnar.
Bæjarráð samþykkir uppsetningu fjögurra Tesla hleðslustöðva í Ísafjarðarbæ, eina við hverja íþróttamiðstöð, og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Tesla.
Axel yfirgaf fund kl. 8:53.
8.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089
Á 1188. fundi bæjarráðs þann 21. febrúar 2022 var lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, og Hermanns Siegle Hreinssonar, forstöðumanns skíðasvæða Ísafjarðarbæjar, dags. 10. febrúar 2022, varðandi framtíðaruppbyggingu skíðasvæðisins á Seljalandsdal og í Tungudal. Jafnframt lögð fram kynning SE Groups um uppbygginu skíðasvæðisins. Bæjarráð frestaði málinu til næsta fundar.
Er nú málið tekið fyrir á nýjan leik.
Er nú málið tekið fyrir á nýjan leik.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram. Útbúa þarf aðgerðaáætlun og vinna að næstu skrefum samhliða fjárhagsáætlun næstu ára, auk þess að leggja málið fyrir íþrótta- og tómstundanefnd.
Hafdís og Hermann yfirgáfu fund kl. 9:35.
Gestir
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:53
- Hermann Siegle Hreinsson, forstöðumaður skíðasvæða Ísafjarðarbæjar - mæting: 08:53
9.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001
Lagt fram erindi Svavars Þórs Guðmundssonar, formanns knattspyrnudeildar Vestra, dags. 18. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um byggingu fjölnota íþróttahúss og undirritun viljayfirlýsingar Vestra og Ísafjarðarbæjar um verkefnið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að viljayfirlýsingu Ísafjarðarbæjar og Vestra um byggingu fjölnota íþróttahúss, og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
10.Umboðsmaður Alþingis - ráðning sviðsstjóra - 2021040059
Lagt fram til kynningar álit Umboðsmanns Alþingis, dagsett 21. febrúar 2022, í máli nr. 10993/2021, um kvörtun vegna ráðningar sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar. Kvörtunin var í nokkrum liðum, en niðurstaða Umboðsmanns Alþingis eftirfarandi:
Í fyrsta lagi var ekki litið svo á að bæjarstjóri hafi verið vanhæfur til meðferðar málsins, enda ekki svo litið á að einstakir sveitarstjórnarmenn séu yfirmenn framkvæmdastjóra sveitarfélags, né að málsaðild samstarfsmanns valdi vanhæfi.
Í öðru lagi var ekki gerð athugasemd við meðferð málsins hvað snertir ákvörðun um hæfi bæjarfulltrúa, enda veldur vanhæfi nefndarmanns í pólitískri stjórnsýslunefnd, eitt og sér, að jafnaði ekki vanhæfi annarra sem sitja í nefndinni.
Í þriðja lagi sagði að ekki yrði annað lagt til grundvallar en að við meðferð málsins hafi réttindi bæjarfulltrúa til aðgangs að gögnum og þátttöku í málsmeðferðinni verði virt.
Í fjórða lagi sagði að ekki væru forsendur til þess að líta öðruvísi á en svo að fullnægjandi upplýsingar um hæfi umsækjenda hefði legið fyrir þegar ákvörðunin var tekin um ráðninguna og hún hafi byggst á heildstæðum samanburði á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Ekki eru því gerðar athugasemdir við ákvörðun sveitarfélagsins um ráðninguna.
Málinu telst þannig lokið hjá Umboðsmanni Alþingis.
Í fyrsta lagi var ekki litið svo á að bæjarstjóri hafi verið vanhæfur til meðferðar málsins, enda ekki svo litið á að einstakir sveitarstjórnarmenn séu yfirmenn framkvæmdastjóra sveitarfélags, né að málsaðild samstarfsmanns valdi vanhæfi.
Í öðru lagi var ekki gerð athugasemd við meðferð málsins hvað snertir ákvörðun um hæfi bæjarfulltrúa, enda veldur vanhæfi nefndarmanns í pólitískri stjórnsýslunefnd, eitt og sér, að jafnaði ekki vanhæfi annarra sem sitja í nefndinni.
Í þriðja lagi sagði að ekki yrði annað lagt til grundvallar en að við meðferð málsins hafi réttindi bæjarfulltrúa til aðgangs að gögnum og þátttöku í málsmeðferðinni verði virt.
Í fjórða lagi sagði að ekki væru forsendur til þess að líta öðruvísi á en svo að fullnægjandi upplýsingar um hæfi umsækjenda hefði legið fyrir þegar ákvörðunin var tekin um ráðninguna og hún hafi byggst á heildstæðum samanburði á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Ekki eru því gerðar athugasemdir við ákvörðun sveitarfélagsins um ráðninguna.
Málinu telst þannig lokið hjá Umboðsmanni Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
11.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - almennt eftirlit 2022 - 2022020098
Lagt fram til kynningar bréf Þóris Ólafssonar og Gústavs Arons Gústavssonar f.h. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2022, varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022.
Lagt fram til kynningar.
12.Stefnumótunarvinna á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2022020099
Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2022, þar sem kynntir eru fimm samráðs- og upplýsingafundir sem haldnir verða í mars og apríl 2022 til undirbúnings stefnumótunarvinnu á landsþingi sambandsins næsta haust, en óskað er þátttöku sveitarstjórnarmanna og stjórnenda sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 24. febrúar 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju, 46. mál. Umsagnarfrestur er til 10. mars.
Bæjarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju og hvetur innviðaráðherra að láta kaupa nýja ferju sem verði notuð í reglulegum ferjusiglingum á Breiðafirði.
14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 24. febrúar 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál. Umsagnarfrestur er til 10. mars.
Lagt fram til kynningar.
15.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2022 - 2022020094
Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 18. febrúar 2022. Jafnframt lögð fram fundargerð 137. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis haldinn 17. febrúar 2022, ásamt ársreikningi fyrir árið 2021 og yfirliti yfir skiptingu rekstrarkostnaðar ársins 2021 milli sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
16.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir og ýmis erindi 2022 - 2022020096
Lögð fram til kynningar skýrsla með meginniðurstöðum greiningar á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi, dagsett 17. desember 2021, sem KPMG vann fyrir Samtök sjávarútvegssveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
17.Hafnarstjórn - 229 - 2202018F
Lögð fram til kynningar fundargerð 229. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 23. febrúar 2022.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 578 - 2202009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 578. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. febrúar 2022.
Fundargerðin er í 13 liðum.
Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 578 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar vegna lóðarinnar Fjarðarstræti 20 skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 578 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 578 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að gert verði samkomulag um úthlutanir lóða við Höfðastíg 4-9 á Suðureyri skv. 6 mgr. í lóðarúthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 578 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ásmundur Ragnar Sveinsson fái lóðina við Daltungu 6, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 578 Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu þar sem unnið er að gerð nýs deiliskipulags fyrir Dagverðardal.
19.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 118 - 2202005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 118. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 22. febrúar 2022.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?