Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Kynning á Smávirkjunum ehf - 2022020053
Erla Björk Þorgeirsdóttir, framkvæmdastýra Verkfræðistofunnar Afls & orku, kemur til fundar við bæjarráð í gegnum fjarfundabúnað til að kynna verkefni Smávirkjana ehf.
Bæjarráð þakkar fyrir áhugaverða kynningu.
Erla yfirgefur fundinn kl. 8:40.
Gestir
- Erla Björk Þorgeirsdóttir, framkvæmdastýra Verkfræðistofunnar Afls og orku - mæting: 08:05
2.Framkvæmdaáætlun 2021 - 2021110026
Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 17. febrúar 2022, þar sem fram kemur staða fjárfestinga og framkvæmdaáætlunar í árslok 2021, samanborið við áætlun 2021.
Lagt fram til kynningar.
Axel og Edda yfirgefa fundinn kl. 8:57.
Gestir
- Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:45
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:45
3.Aldrei fór ég suður - ýmis málefni hátíðarinnar - 2018090087
Lagður fram til kynningar stuðsamningur Ísafjarðarbæjar og Aldrei fór ég suður, dags. 18. janúar 2021, en samningurinn rann út á árinu 2021. Óskað er afstöðu bæjarráðs til áframhaldandi samstarfs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa nýjan samning byggðan á eldri samningi og leggja til samþykktar í bæjarstjórn.
4.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089
Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, og Hermanns Siegle Hreinssonar, forstöðumanns skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, dags. 10. febrúar 2022 varðandi framtíðaruppbyggingu skíðasvæðisins á Seljalandasdal og í Tungudal.
Máli frestað til næsta fundar.
5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 14. febrúar 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál. Umsagnarfrestur er til 24. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?