Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1180. fundur 13. desember 2021 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Skeið ehf. - Umsókn um stofnframlag - 2021120018

Á 1179. fundi bæjarráðs þann 6. desember 2021 var lögð fram umsókn Garðars Sigurgeirssonar f.h. Skeiðs ehf., vegna umsóknar um 12% stofnframlag vegna nýbyggingar fjölbýlishúss í sveitarfélaginu, en stofnvirði framkvæmdarinnar er kr. 46.077.610. Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. desember 2021, vegna málsins. Bæjarráð fól bæjarstjóra að boða forsvarsmenn Skeiðs ehf. til fundar við bæjarráð.

Nú eru Garðar Sigurgeirsson og Kristbjörn R. Sigurjónsson mættir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir að veita stofnframlag til Skeiðs ehf., þar sem áætluð gjöld sem sveitafélagið myndi gefa eftir eru gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld, þ.e. kr. 13,8 m.kr. og áætlað greitt stofnframlag, kr. 32,3 m. kr., helmingur greitt árið 2022 og helmingur við verklok árið 2023. Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka vegna málsins og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita stofnframlag til Skeiðs ehf. og samþykkja viðauka vegna málsins.

Garðar og Kristbjörn yfirgáfu fund kl. 08:30.

Gestir

  • Garðar Sigurgeirsson, f.h. Vestfirskra verktaka - mæting: 08:05
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05
  • Kristbjörn R. Sigurjónsson, f.h. Vestfirskra verktaka - mæting: 08:05

2.Hlíf 1 - Umsókn um breytingu á innra fyrirkomulagi - 2021100094

Á 1179. fundi bæjarráðs þann 6. desember 2021 var lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. desember 2021, varðandi ákvörðun um næstu skref breytinga á fjórðu hæð Hlífar 1. Jafnframt lagður fram uppdráttur vegna breytinga innra fyrirkomulags á hæðinni. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Nú er lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 10. desember 2021, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að selja byggingarrétt rýmis á 4. hæð Hlífar 1 á Ísafirði, með samþykkt um byggingarform, m.v. núverandi ástand þ.e. fokheldisstig, með þeim kvöðum sem eru á húsinu.

3.Vallargata 1, Þingeyri - Gramsverslun - 2021110022

Lagt fram bréf Bjarneyjar Harðardóttur, Kjartans Ingvarssonar og Óttars Freys Gíslasonar, dagsett 3. desember 2021, þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð um framtíð Gramsverslunar á Þingeyri.
Bæjarráð fagnar áformum um uppbyggingu hússins og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

4.Kubbi, fjarlæging vegslóða - 2020040047

Lagt fram erindi Þrastar Söring f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 3. desember 2021, vegna útboðs á afmáun bráðabirgðavegar í Kubba á Ísafirði, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda, þ.e. Tígur ehf., að fjárhæð kr. 9.700.660.
Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins um töku tilboðs Tígurs ehf. vegna afmáunar bráðabirgðavegar í Kubba á Ísafirði, að fjárhæð kr. 9.700.660, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

5.Tankurinn - Útilistaverk á Þingeyri - 2019040026

Lögð fram beiðni Wouter Van Hoeymissen, f.h. stjórnar Tanksins félags, dags. 22. nóvember 2021, þar sem óskað er styrks vegna gatnagerðargjalda og byggingarleyfisgjalda að fjárhæð kr. 2.636.786.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 24. nóvember 2021, vegna málsins, auk frekari samskipta um málið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita styrk til Tanks menningarfélags vegna gatnagerðargjalda og byggingarleyfisgjalda að fjárhæð kr. 2.636.786, og felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarstjórn með málinu.

6.Skíðasvæðið og Covid-19 - 2021120044

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 9. desember 2021 varðandi árskort á skíðasvæðinu veturinn 2021 og Covid-19 lokanir.
Bæjarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Hafdís yfirgaf fund kl. 9.07.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:00

7.Vátryggingaútboð 2021 - 2021100091

Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra, dags. 6. desember 2021, vegna niðurstöðu tryggingaútboðs fyrir sveitarfélagið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja að fara að tillögu Ríkiskaupa í útboði nr. 21567 og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboðs er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.

8.Tónlistarfélag Ísafjarðar - fasteignagjöld - 2020120006

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 9. desember 2021, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til þess hvort veita eigi Tónlistarfélagi Ísafjarðar styrk á móti fasteignagjöldum fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir að veita Tónlistarfélagi Ísafjarðar styrk vegna fasteignagjalda áranna 2021, að fjárhæð kr. 2.092.200.

9.Mánaðaryfirlit - 2021 - 2021030032

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, og Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dags. 10. desember 2021, vegna upplýsinga um skatttekjur og laun fyrir janúar til nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 189 - 2112004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 189. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 7. desember 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
Daníel Jakobsson yfirgaf fundinn undir þessum lið málsins og Marzellíus Sveinbjörnsson tók við stjórn fundarins.

11.Hafnarbakki 5, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100029

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, dags. 10. desember 2021, varðandi lóðarleigusamning fyrir Hafnarbakka 5 á Flateyri, landnr. 141100, auk fylgigagna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afturkalla þá ákvörðun sína að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hafnarbakka 5, Flateyri, landnúmer 141100, er tekin var á 464. fundi bæjarstjórnar þann 5. nóvember 2020, á grundvelli umsóknar um endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna fasteignarinnar með fasteignanúmerið 2126407. Þar með eru afturkölluð þau lóðarréttindi/leiguréttindi sem lóðarleigusamningur (grunnleigusamningur), dags. 24. nóvember 2020, ber með sér. Um heimild til afturköllunar vísast til 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ástæða afturköllunar er sú að orðalag lóðarleigusamningsins er ekki nægilega skýrt um þau lóðarréttindi sem til stóð að úthluta, þar sem samningurinn ber með sér að leigutaka sé leigð öll lóðin að Hafnarbakka 5 og þar með undan fasteignum á lóðinni í eigu annars aðila. Lóðarleigusamningurinn hafi því orðið annars efnis en til stóð. Er bæjarstjóra falið að hlutast til um að gripið verði til annarra viðeigandi ráðstafana til að leiðrétta þá röngu réttarstöðu sem lóðarleigusamningurinn kann að teljast bera með sér.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?