Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Lagður fram tölvupóstur Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, skipulagsráðgjafa, dags. 17. október 2021, varðandi yfirferð bæjarráðs um Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020, auk 8. kafla Aðalskipulags um atvinnu sem bæjarráð skal endurskoða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð á næsta fundi.
2.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2022 - 2021100092
Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26. október 2021, varðandi rekstrarþátttöku Ísafjarðarbæjar í Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, en fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins var lögð fram til kynningar í bæjarráði á 1173. fundi þann 25.október sl.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir bæjarráð.
3.Rekstur kvikmyndahúss í Ísafjarðarbæ - 2021100102
Lagt fram bréf Finnboga Sveinbjörnssonar f.h. Verkalýðsfélags Vestfirðinga, dagsett 26. október 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun samkomulags um áframhaldandi stuðning Ísafjarðarbæjar við rekstur kvikmyndahúss, en núverandi samningur rennur út 1. janúar 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og gera drög að samningi og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
4.Mál á mannauðssviði - 2020090017
Lagður fram til kynningar dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli E-9/2021, í máli Þorbjörns Halldórs Jóhannessonar gegn Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.
5.Umsókn um stofnframlag - Bæjartún hses.. - 2021020097
Lögð fram afrit af þremur bréfum Valtýs Guðmundssonar f.h. Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 6. október 2021, sem send voru til Bæjartúns hses. vegna synjunar á stofnframlagi og sérstöku byggðaframlagi vegna byggingar á almennum íbúðum á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum um að byggingaáform Bæjartúns hses. hafi ekki gengið eftir og felur bæjarstjóra að vinna að leiðum til áframhaldandi uppbyggingar íbúðarhúsa í sveitarfélaginu.
6.Öll vötn til Dýrafjarðar - 2018090052
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Kristjáns Þ. Halldórssonar f.h. Byggðastofnunar, dagsettur 26. október 2021, þar sem kynnt er að stjórn Byggðastofnunar hefur samþykkt að framlengja verkefnið Öll vötn til Dýrafjarðar um eitt ár, til loka árs 2022.
Lagt fram til kynningar.
7.Tillögur að áætlunum að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfisskýrslu - 2021100097
Lagt fram bréf Kolbeins Árnasonar f.h. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsett 22. október 2021, þar sem kynnt er að tillögur að áætlunum að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfismatsskýrslu burðarþolsmats og áhættumats erfðablöndunar á Austfjörðum og Vestfjörðum, hafi verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda. Jafnframt lögð fram fylgiskjölin sem birt eru í samráðsgáttinni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögn og leggja fyrir bæjarráð.
8.Styrktarsjóður EBÍ 2020-2021 - 2020030065
Lagt fram til kynningar bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dagsett 22. október 2021, vegna ágóðahlutagreiðslu til Ísafjarðarbæjar á árinu 2021.
Lagt fram til kynningar.
9.Gjaldskrár 2022 - 2021050043
Lagðar fram tillögur að breytingum á gjaldskrá vegna áhaldahúss, dýrahalds, hafna, leikskóla, skíðasvæðis, sundlauga og líkamsræktar, safna, tjaldsvæðis og velferðarsviðs.
Bæjarráð vísar nýjum gjaldskrám til samþykktar í bæjarstjórn, með þeim breytingatillögum sem fram komu á fundinum.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:30
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:30
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:30
10.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035
Lögð fram fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, ásamt greinargerð stjórnenda.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?