Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1171. fundur 11. október 2021 kl. 08:00 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir - 2021020071

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fundinn kl. 8.30.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:05

2.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035

Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 til umræðu, s.s. um fjárhagsleg markmið varðandi skuldir og rekstur.

Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 rædd.
Edda yfirgaf fund kl. 9:15.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:30

3.Ofanflóðavarnir í Kubba - Girðing - 2020070060

Lagt fram bréf Þrastar V. Söring og Jóhanns G. Gunnarssonar, f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 6. október 2021, þar sem lagt er til að tilboði Búaðstoðar í uppsetningu öryggisgirðingar á þvergarði undir Kubba verði hafnað, vegna fjárhæðar tilboðsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins um að hafna tilboði Búaðstoðar í uppsetningu öryggisgirðingar á þvergarði undir Kubba vegna fjárhæðar tilboðsins, en í ljósi mikilvægis verkefnisins er óskað eftir því að reynt verði að semja við verktaka á grundvelli útboðsgagna.

4.Samningur um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi - 2021040038

Á 1169. fundi bæjarráðs, þann 27. september 2021 var lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 22. september 2021, varðandi beiðni knattspyrnudeildar Vestra um áframhaldandi samning um umsjá knattspyrnuvalla og vallarhúss á Torfnesi. Jafnframt er óskað eftir hærri launum fyrir starfsmenn vallarsvæðisins, en beiðnin barst í gegnum HSV. Bæjarráð bókaði að kallað væri eftir nánari útlistun á þeim verkefnum sem um væri að ræða á knattspyrnuvöllunum og vallarhúsi á Torfnesi.

Nú er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 7. október 2021, vegna upplýsinga sem bæjarráð óskaði eftir um verkefni sem vinna þarf á knattspyrnuvöllum og vallarhúsi á Torfnesi.
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:20

5.Breyting á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar - 2021090005

Lagt fram bréf Ragnhildar Hjaltadóttur og Hermanns Sæmundssonar f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 4. október 2021, þar sem kynnt er að ráðuneytið hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara málið og leggja fram tillögu að breytingum á samþykktum Ísafjarðarbæjar.

6.Breyting á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga - 2021100027

Lagt fram til kynningar bréf Hermanns Sæmundssonar og Guðna Geirs Einarssonar f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 6. október 2021 þar sem kynnt er að drög að breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.

7.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2021 - 2021100031

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dagsettur 8. október 2021, þar sem minnt er á að enn er hægt að skrá sig á árlegan fund um jafnréttismál sveitarfélaga, sem haldinn verður með rafrænum hætti þann 14. október. Jafnframt fylgir með dagskrá fundarins.
Lagt fram til kynningar.

8.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 187 - 2108010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 187. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 5. október 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?