Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1165. fundur 30. ágúst 2021 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Marzellíus Sveinbjörnsson og Bryndís Ósk Jónsdóttir yfirgáfu fundinn undir þessum lið. Birgir Gunnarsson tók við ritun fundarins.

1.Mannauðsmál á velferðarsviði - 2021010056

Trúnaðarmál kynnt fyrir bæjarráði.
Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
Marzellíus og Bryndís komu aftur til fundar kl. 8:30.

2.Stjórnkerfisbreytingar Ísafjarðarbæjar - 2021070020

Róbert Ragnarsson, f.h. RR ráðgjafar ehf. mætir til fundar við bæjarráð til að ræða verkefni um stjórnkerfisbreytingar Ísafjarðarbæjar.
Framkvæmd við vinnu verkefnisins rædd, en fyrstu vinnustofur bæjarfulltrúa og fulltrúa hverfisráða fara fram 8. september 2021.

Róbert yfirgaf fund kl. 9:00.

Gestir

  • Róbert Ragnarsson - mæting: 08:30

3.Framtíð og rekstur Edinborgarhússins - 2017100071

Lagt fram erindi Inga Björns Guðnasonar, f.h. Edinborgarhússins, dags. 3. júní 2021, þar sem óskað er eftir útgreiðslu 20% styrks, sbr. ákvörðun bæjarráðs á 1135. fundi sínum þann 21. desember 2020. Auk þessa eru lögð fram gögn er varða styrkveitingar ríkis og sveitarfélaga til hinna ýmsu menningarhúsa í landinu, og rekstrargögn um Edinborgarhúsið síðustu ára ásamt áætlun ársins 2022.
Bæjarráð samþykkir útgreiðslu styrks að fjárhæð kr. 800.000, með vísan til ákvörðunar bæjarráðs á 1135. fundi sínum þann 21. desember 2021.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

4.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lögð fram til kynningar frumathugun vegna viðbyggingar við hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði, dagsett í júlí 2021 og unnin af Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir heilbrigðisráðuneytið og Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundur félags eldri borgara 2021 - 2021080071

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigrúnar C. Halldórsdóttur, formanns félags eldri borgara á Ísafirði og nágrennis, dags. 17. ágúst 2021, þar sem boðað er til ráðstefnu um þjónustu og málefni eldri borgara, en ráðstefnan er haldin 7. október 2021. Óskað er tilnefningar Ísafjarðabæjar til ráðstefnunnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna starfsmann til ráðstefnunnar.

6.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2021 - 2021030004

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 27. ágúst 2021, vegna 134. fundargerðar heilbrigðisnefndar. Jafnframt er óskað nýjustu skýrslna vegna aðalskoðana leikvalla og hug sveitarfélagsins til þess að heilbrigðiseftirlitið taki að sér sérverkefni.

Jafnframt lögð fram til kynningar fundargerð 134. fundar heilbrigðisnefndar, en fundur var haldinn 26. ágúst 2021.
Gögn lögð fram til kynningar, en málefni varðandi mögulegt sérverkefni vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

7.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 564 - 2107004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 564. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. ágúst 2021.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?