Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Bæjarráð samþykkir að fela Jónasi Þór Birgissyni að stýra fundi bæjarráðs.
1.Öll vötn til Dýrafjarðar - 2018090052
Á 1159. fundi bæjarráðs þann 28. júní 2021 var lagt fram bréf verkefnastjórnar Allra vatna til Dýrafjarðar, dags. 24. júní 2021, þar sem óskað var eftir fundi við bæjarráð til að ræða stöðu og mögulega framlengingu verkefnisins út árið 2022.
Var bæjarstjóra falið að boða verkefnastjórn til fundar við bæjarráð við fyrsta tækifæri.
Nú mætir verkefnastjórn til fundarins.
Var bæjarstjóra falið að boða verkefnastjórn til fundar við bæjarráð við fyrsta tækifæri.
Nú mætir verkefnastjórn til fundarins.
Gestir mættu til fundarins, og var möguleg framlenging verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar rædd.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um framlengingu verkefnisins til eins árs, eða út árið 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um framlengingu verkefnisins til eins árs, eða út árið 2022.
Gestir yfirgáfu fund kl. 8:40
Gestir
- Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, f.h. verkefnastjórnar ÖVD - mæting: 08:10
- Erna Höskuldsdóttir, f.h. verkefnastjórnar ÖVD - mæting: 08:10
- Guðmundur Ólafsson, f.h. verkefnastjórnar ÖVD - mæting: 08:10
- Agnes Arnardóttir, verkefnastjóri ÖVD - mæting: 08:10
2.Málsmeðferðarreglur Barnaverndar á norðanverðum Vestfjörðum - 2021050008
Á 185. fundi barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, þann 22. júní 2021, var lagt til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja málsmeðferðarreglur Barnaverndar á norðanverðum Vestfjörðum, auk þess sem lagt var til við bæjarstjórnir Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps að samþykkja sömu reglur.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir málsmeðferðarreglur Barnaverndar á norðanverðum Vestfjörðum.
Bæjarráð samþykkir málsmeðferðarreglur Barnaverndar á norðanverðum Vestfjörðum.
3.Álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatta 2022 - 2021070013
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. júlí 2021, vegna samanburðar á álögðum fasteignagjöldum í Ísafjarðarbæ á árinu 2021 til samanburðar við önnur sveitarfélög. Jafnframt lagt fram vinnuskjal Telmu Lísu Þórðardóttur, innheimtufulltrúa, vegna frekari greiningar á gögnunum.
Lagt fram til kynningar.
4.Ósk um nýtingu á húsvegg íþróttahússins á Flateyri undir fuglamynd - 2021070033
Lagt fram erindi Jean Larson, dags. 7. júlí 2021, þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til mála stórt vegglistaverk af skarfi á vesturvegg íþróttahússins á Flateyri.
Bæjarráð samþykkir að heimila Jean Larson að nýta vesturvegg íþróttahússins á Flateyri fyrir vegglistaverk, með þeim fyrirvara að hverfisráð Önundarfjarðar taki vel í beiðnina.
5.Fiskeldissjóður - auglýsing um umsóknir um styrki fyrir árið 2021 - 2021070049
Lögð fram til kynningar auglýsing Fiskeldissjóðs á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands, um umsóknir um styrki fyrir árið 2201, en umsóknarfrestur rennur út 30. ágúst kl. 16.00.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Arna Lára yfirgaf fundinn kl. 9 vegna tengsla við stjórn Edinborgarhússins.
6.Aðstaða fyrir ferðamenn - 2021070009
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 16. júlí 2021, vegna aðstöðu fyrir ferðamenn á Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Edinborgarhúsið á þeim forsendum sem fram koma í minnisblaði bæjarritara, dags. 16. júlí 2021, og leggja samninginn fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?