Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1153. fundur 17. maí 2021 kl. 08:05 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafultrúi
Dagskrá

1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir - 2021020071

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.

Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgefur fundinn kl. 8:30

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:10

2.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2020 - 2021030109

Lagður fram til kynningar ársreikningur aðalsjóðs 2020 og samstæðu Ísafjarðarbæjar 2020.

Umræður fóru fram um ársreikning aðalsjóðs og samstæðu Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar ársreikningi aðalsjóðs Ísafjarðarbæjar 2020 og samstæðu 2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
Lilja og Haraldur yfirgefa fundinn kl. 9:22. Edda yfirgefur fundinn kl. 9:30.

Gestir

  • Lilja D. Karlsdóttir, f.h. KPMG - mæting: 08:30
  • Haraldur Ö. Reynisson, f.h. KPMG - mæting: 08:30
  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri. - mæting: 08:30

3.Hafnarstræti 15 - 17 Umsókn um lóð - 2016100041

Lögð fram drög að samkomulagi milli Ísafjarðarbæjar og Landsbankans á Ísafirði vegna afhendingar lóða við Hafnarstræti 15-17 á Ísafirði.

Á 1152. fundi bæjarráðs þann 10. maí 2021 var málinu frestað til næsta fundar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:30

4.Tjaldsvæði Flateyrar - rekstur - 2021050025

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. maí 2021, vegna reksturs tjaldsvæðisins á Flateyri, en óskað er afstöðu bæjarráðs til þess hvort bjóða eigi reksturinn út eða ganga til samninga við þann rekstraraðila sem verið hefur með reksturinn undanfarin ár.

Jafnframt lagt fram til kynningar afrit samnings við rekstraraðila tjaldsvæðisins síðustu ár, en samningurinn gilti til 1. maí 2020.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við núverandi rekstraraðila.
Axel yfirgefur fundinn kl. 9:40.

5.Lánsumsókn hafnarsjóður 2021 - 2021050049

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 12. maí 2021, vegna umsóknar Ísafjarðarbæjar, f.h. Ísafjarðarhafna, um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga, vegna uppbyggingar á höfn að Sundabakka í Skutulsfirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að beiðni Ísafjarðarbæjar vegna lántöku hafnarsjóðs verði samþykkt í samræmi við minnisblað bæjarritara.

6.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 12. maí 2021, vegna leiðréttingar á vatnsveitugjaldskrá fyrir stórnotendur, en málið var lagt fram til samþykktar á 475. fundi bæjarstjórnar þann 6. maí 2021, og frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.

Jafnframt lögð fram til kynningar leiðrétt gjaldskrá vegna vatnsveitu fyrir stórnotendur, svo og auglýst gjaldskrá í Stjórnartíðindum með breytingum.
Lagt fram til kynningar.

7.Raggagarður - umsókn um vinnuframlag vinnuskóla - 2017050012

Lagt fram bréf Vilborgar Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra Raggagarðs í Súðavík, dags. 13. maí 2021, þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ um að unglingarnir í vinnuskóla Ísafjarðarbæjar taki vinnudag í garðinum í sumar.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

8.Samstarfshópur um þjóðgarð á Vestfjörðum - 2019100101

Lagt fram til kynningar bréf Elíasar Jónatanssonar, f.h. Orkubús Vestfjarða, dags. 11. maí 2021, með umsögn Orkubúsins varðandi tillögu að friðlýsingarskilmálum þjóðgarðs á Vestfjörðum. Jafnframt lagt fram afrit af umsögn Orkubús Vestfjarða er send var Umhverfisstofnun í desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 12. maí 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um barnvænt Ísland - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál. Umsagnarfrestur er til 26. maí.
Bæjarráð vísar málinu til barnaverndarnefndar og velferðarnefndar.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar H. Sigurjónsdóttur, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 12. maí 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál.
Umsagnarfrestur er til og með 26. maí nk.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

11.Ákall til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni - 2021050046

Lagður fram tölvupóstur Péturs Halldórssonar, f.h. Skógræktarinnar og Landgræðslunnar, dags. 10. maí 2021, ásamt fylgigögnum, þar sem skorað er á sveitarfélög að taka Bonn-áskoruninni, sem er alþjóðlegt átak um útbreiðslu skóga.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

12.36. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021010175

Lagður fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. maí 2021, þar sem kynnt er að 36. landsþing sambandsins verður haldið rafrænt. Boðað var til þingsins með tölvupósti 4. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2021 - 2021030004

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 10. maí 2021 þar sem kynnt eru helstu atriði ársskýrslu og ársreiknings Heilbrigðiseftirlits fyrir árið 2020, sem rædd voru á 113. fundi heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldinn var 6. maí. Fundargerðin, ársreikningur og ársskýrsla fylgja með í viðhengjum, ásamt gjaldskrá HEVF fyrir árið 2021.

Jafnframt er lagt fram afrit af bréfi Umhverfisstofnunar til Heilbrigðiseftirlitsins, dagsett 31. mars 2021, vegna eftirlits með leiksvæðum, en óskað er eftir að nýjustu skýrslur um aðalskoðun leikvalla í Ísafjarðarbæ verði sendar til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
Ársskýrsla og ársreikningur Heilbrigðiseftirlits 2020 lagt fram til kynningar.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram hvað varðar erindi Umhverfisstofnunar um skýrslur vegna aðalskoðunar leikvalla.

14.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 183 - 2105001F

Lögð fram til kynningar fundargerð 183. fundar barnaverndarnefndar á Vestfjörðum, en fundur var haldinn 11. maí 2021.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?