Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017
Lagt fram bréf Ketils Berg Magnússonar, stjórnarformanns Blábankans, dags. 24. apríl 2021, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær endurnýi þjónustusamning við Blábankann og fjárfesti í rekstrinum 3,75 m.kr. árlega næstu þrjú árin, 2022-2024. Erindinu fylgir stefna Blábankans dagsett í mars 2021.
Jafnframt óska Ketill og Agnes Arnardóttir eftir því að fá að mæta til fundar við bæjarráð vegna málsins, f.h. stjórnar Blábankans.
Jafnframt óska Ketill og Agnes Arnardóttir eftir því að fá að mæta til fundar við bæjarráð vegna málsins, f.h. stjórnar Blábankans.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja beiðni stjórnar Blábankans.
Gestir yfirgáfu fundinn kl 8:30.
Gestir
- Ketill Berg Magnússon, stjórnarformaður Blábankans á Þingeyri (í gegnum fjarfundabúnað) - mæting: 08:05
- Agnes Arnardóttir, stjórnarmaður Blábankans á Þingeyri - mæting: 08:05
2.Mannauðsmál á umhverfis- og eignasviði - 2021040007
Trúnaðarmál kynnt fyrir bæjarráði.
Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
3.Innheimtureglur Ísafjarðarbæjar - 2021040097
Lagðar fram til samþykktar Innheimtureglur Ísafjarðarbæjar, vinnulýsing innheimtufulltrúa, og minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 30. apríl 2021, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja Innheimtureglur Ísafjarðarbæjar.
4.Uppbygging fiskeldis og innviða á Vestfjörðum - samstarf sveitarfélaga - 2021030002
Lögð fram drög að samfélagssáttmála sveitarfélaga á Vestfjörðum um fiskeldi, dags. 9. apríl 2021, en bæjarstjóri óskar heimildar bæjarstjórnar til undirritunar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að undirrita samfélagssáttmála sveitarfélaga á Vestfjörðum um fiskeldi.
5.Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla - Vatnssöfnun í görðum á Urðarvegi og Hjallavegi. - 2016050074
Lagt fram til kynningar bréf Sigríðar Auðar Arnardóttur og Hafsteins Pálssonar f.h. Ofanflóðanefndar, dags. 27. apríl 2021, þar sem upplýst er að ákveðið hafi verið að leita eftir áliti hönnuða snjóflóðavarna neðan Gleiðarhjalla áður en ákvörðun verði tekin um frekari aðkomu ofanflóðasjóðs að framkvæmdum til að veita leysingavatni frá görðunum.
Lagt fram til kynningar.
6.Mjósund 2/Mávagarður Ísafirði - olíubirgðastöð. - 2009020030
Lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 29. apríl 2021, varðandi makaskipti lóða Ísafjarðarbæjar og Olíudreifingar ehf. á árinu 2012, en skv. mælingum er enn olíumengun í jarðvegi og lóðirnar því ekki tækar til afhendingar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga á eftir því við Olíudreifingu ehf. að lóðin verði afhent sveitarfélaginu í byggingarhæfu ástandi eins og fljótt og auðið er.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis og eignasviðs - mæting: 08:55
7.Suðurtangi 2 - ástand lóðar - 2021040090
Lagt fram bréf Ólafs Guðsteins Kristjánssonar f.h. eigenda Suðurtanga 2, Ísafirði, dags. 26. apríl 2021, þar sem óskað er eftir upplýsingum um eignarhald á plani fyrir framan Suðurtanga 2, og sé það í eigu Ísafjarðarbæjar er óskað eftir því að svæðið verði lagfært sem fyrst.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Axel yfirgaf fundinn kl. 9.00
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. apríl 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál. Umsagnarfrestur er til 11. maí.
Lagt fram til kynningar.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. apríl 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál. Umsagnarfrestur er til 5. maí.
Vísað til velferðarnefndar og barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.
10.Nýsköpunarmótið 2021 - 2021040086
Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. apríl 2021, þar sem opinberum aðilum er boðið að taka þátt í nýsköpunarmóti 26. maí til 2. júní 2021.
Lagt fram til kynningar.
11.Aðalfundur fulltrúaráðs 2021 - 2021040087
Lagt fram bréf Dóru Hlínar Gísladóttur, Hörpu Grímsdóttur og Peters Weiss f.h. Háskólaseturs Vestfjarða, dags. 21. apríl 2021, þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs 6. maí 2021.
Bæjarráð óskar eftir að bæjarstjóri mæti til fundarins f.h. Ísafjarðarbæjar.
12.Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2021 - 2021040089
Lagður fram tölvupóstur Hörpu Lindar Grímsdóttur f.h. Starfsendurhæfingar Vestfjarða, dags. 27. apríl 2021, ásamt fundarboði þar sem boðað er til ársfundar Starfsendurhæfingarinnar þann 11. maí kl. 14 í Vinnuveri, húsnæði SEV, að Suðurgötu 9, Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sjá til þess að mætt verði fyrir hönd sveitarfélagsins.
13.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2021 - 2021010176
Lögð fram til kynningar fundargerð 35. stjórnarfundar Vestfjarðastofu, sem haldinn var 29. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.
14.Hverfisráð 2021 - 2021020095
Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráð efri bæjar og eyrar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn þann 26. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.
15.Fræðslunefnd - 427 - 2104015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 427. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 29. apríl 2021.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
16.Hafnarstjórn - 220 - 2104012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 220. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 27. apríl 2021.
Fundargerðin er í tveimur liður.
Fundargerðin er í tveimur liður.
Lagt fram til kynningar.
17.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 559 - 2104016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 559. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. apríl 2021.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
18.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104 - 2103016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 104. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 27. apríl 2021.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104 Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104 Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja leiðréttingu á gjaldskrá vatnsveitu fyrir stórnotendur.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104 Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins á meðan unnið er að breytingum á samþykkt um búfjárhald.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104 Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104 Lagt fram til kynningar.
Marzellíus Sveinbjörnsson yfirgaf fundinn undir þessum lið málsins.
19.Mannauðsmál á velferðarsviði - 2021010056
Trúnaðarmál kynnt fyrir bæjarráði.
Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 09:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?