Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Breyting á starfi forstöðumanns - 2021040043
Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 15. apríl 2021, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til þess hvort fela eigi forstöðumanni skíðasvæðisins að hafa yfirumsjón með golfvellinum í Tungudal. Jafnframt er lagt til við bæjarráð á málinu verði vísað inn í íþrótta- og tómstundanefnd til umsagnar.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd.
2.Bakvaktir Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar - 2021040048
Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 16. apríl 2021, vegna samkomulags um bakvaktir Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, en óskað er samþykkis bæjarstjórnar fyrir þessari ráðstöfun, auk heimildar til að gera viðauka vegna málsins.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
3.Fyrirspurn vegna snemmtækrar íhlutunar - 2021040044
Lögð fram fyrirspurn Þóris Guðmundssonar, bæjarfulltrúa Í-listans, dags. 16. apríl 2021, þar sem óskað er skriflegra svara eftirfarandi spurninga varðandi snemmtæka íhlutun í skólakerfi sveitarfélagsins:
„Í síðustu kosningabaráttu voru öll framboð með það á sinni stefnuskrá að innleiða snemmtæka íhlutun í skólakerfi sveitarfélagsins. Í vinnu við síðustu fjárhagsáætlun sem var samþykkt 17. desember s.l. í bæjarstjórn kom fram að leggja þyrfti áherslu á innleiðingu snemmtækrar íhlutunar. Í dag hefur enn ekkert borið á þessari vinnu. Mig langar því að spyrja eftirfarandi.
1.
Hvernig er verklagið varðandi ungmenni sem þurfa aðstoð sálfræðings eða annars sérfræðings í skólakerfinu hjá Ísafjarðarbæ í dag?
2.
Hversu langan tíma tekur það að jafnaði frá því að vitað er inngrips er þörf hjá ungmenni og þar til barnið er komið í viðeigandi ferli hjá sérfræðingi?
3.
Hvernig er vinnu sveitafélagsins háttað varðandi innleiðingu snemmtækrar íhlutunar?
4.
Hvert er markmið þeirrar vinnu og hvenær á henni að vera lokið?“
„Í síðustu kosningabaráttu voru öll framboð með það á sinni stefnuskrá að innleiða snemmtæka íhlutun í skólakerfi sveitarfélagsins. Í vinnu við síðustu fjárhagsáætlun sem var samþykkt 17. desember s.l. í bæjarstjórn kom fram að leggja þyrfti áherslu á innleiðingu snemmtækrar íhlutunar. Í dag hefur enn ekkert borið á þessari vinnu. Mig langar því að spyrja eftirfarandi.
1.
Hvernig er verklagið varðandi ungmenni sem þurfa aðstoð sálfræðings eða annars sérfræðings í skólakerfinu hjá Ísafjarðarbæ í dag?
2.
Hversu langan tíma tekur það að jafnaði frá því að vitað er inngrips er þörf hjá ungmenni og þar til barnið er komið í viðeigandi ferli hjá sérfræðingi?
3.
Hvernig er vinnu sveitafélagsins háttað varðandi innleiðingu snemmtækrar íhlutunar?
4.
Hvert er markmið þeirrar vinnu og hvenær á henni að vera lokið?“
Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, leggur fram eftirarandi bókun:
„Formaður bæjarráðs þakkar erindið, en vekur athygli á því að erindi þetta fellur undir fræðslunefnd, annars vegar, og velferðarnefnd, hins vegar, og eftir atvikum bæjarstjórnar, og hefði því átt að beina þessari fyrirspurn þangað.“
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
„Formaður bæjarráðs þakkar erindið, en vekur athygli á því að erindi þetta fellur undir fræðslunefnd, annars vegar, og velferðarnefnd, hins vegar, og eftir atvikum bæjarstjórnar, og hefði því átt að beina þessari fyrirspurn þangað.“
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
4.Afnotasamningur - Seljalandsvegur 80 - 2020070057
Lagður er fram til samþykktar afnotasamningur við Sævar Hjörvarsson og Halldóru Þórðardóttur vegna lóðarspildu milli Seljalandsvegar 78-84.
Á 1148. fundi bæjarráðs þann 12. apríl 2021 var málinu frestað.
Er málið nú lagt fyrir á nýjan leik.
Á 1148. fundi bæjarráðs þann 12. apríl 2021 var málinu frestað.
Er málið nú lagt fyrir á nýjan leik.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
5.Jarðstrengur milli Mjólkár og Bíldudals og sæstrengur yfir Arnarfjörð - umsagnarbeiðni - 2021040046
Lagt fram bréf Jóns Ágústs Jónssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um fyrirhugaða lagningu 66 kv jarðstrengs milli Mjólkár og Bíldudals og sæstrengs yfir Arnarfjörð. Frestur er til 3. maí 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita umsögn vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.
6.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054
Lagt fram bréf Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er eftir gögnum svo ráðuneytið geti fylgst með framvindu fjármála sveitarfélaga í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Frestur er til 1. júní 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi ráðuneytisins.
7.Ósk um umsögn um hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Jökulfjörðum - 2020060046
Lagt fram til kynningar bréf Kolbeins Árnasonar og Arnórs Snæbjörnssonar f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 14. apríl 2021, vegna sjókvíaeldis í Jökulfjörðum.
Tilkynnt er að með hliðsjón af umræðum á fundi ráðherra með umsagnaraðilum 10. desember 2020, og stöðu vinnu við mótun strandsvæðaskipulags, þyki ekki rétt að halda áfram málsmeðferð til undirbúnings ákvörðunar um breytingu á auglýsingu nr. 460/2004 um friðunarsvæði, þar sem eldi laxfiska í sjókvíum er lýst óheimilt á tilteknum svæðum.
Tilkynnt er að með hliðsjón af umræðum á fundi ráðherra með umsagnaraðilum 10. desember 2020, og stöðu vinnu við mótun strandsvæðaskipulags, þyki ekki rétt að halda áfram málsmeðferð til undirbúnings ákvörðunar um breytingu á auglýsingu nr. 460/2004 um friðunarsvæði, þar sem eldi laxfiska í sjókvíum er lýst óheimilt á tilteknum svæðum.
Lagt fram til kynningar.
8.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Esterar Önnu Ármannsdóttur f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 16. apríl 2021, ásamt tveimur skýrslum dagsettum í apríl 2021, vegna greiningar á forsendum strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum og samantekt samráðsvinnu um verkefnið.
Lagt fram til kynningar.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. apríl 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál. Umsagnarfrestur er til 29. apríl.
Lagt fram til kynningar.
10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis dagsettur 15. apríl 2021 þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál. Umsagnarfrestur er til 29. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis dagsettur 15. apríl 2021 þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál. Umsagnarfrestur er til 29. apríl.
Lagt fram til kynningar.
12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis dagsettur 15. apríl 2021 þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál. Umsagnarfrestur er til 29. apríl.
Lagt fram til kynningar.
13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis dagsettur 15. apríl 2021 þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál. Umsagnarfrestur er til 29. apríl.
Bæjarráð vísar málinu til fræðslunefndar.
14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis dagsettur 15. apríl 2021 þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál. Umsagnarfrestur er til 29. apríl.
Lagt fram til kynningar.
15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál. Umsagnarfrestur er til 29. apríl.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál. Umsagnarfrestur er til 29. apríl.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
17.Fræðslunefnd - 426 - 2104006F
Fundargerð 426. fundarfræðslunefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 15. apríl 2021.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
- 17.3 2021030116 Reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum ÍsafjarðarbæjarFræðslunefnd - 426 Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við reglurnar og leggur til að reglurnar verði samþykktar.
18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 558 - 2104003F
Fundargerð 558. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 14. apríl 2021.
Fundargerðin er í 11 liðum.
Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 558 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. VII kafla skipulagslaga 123/2010 vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020, vegna veglagningar Vestfjarðavegar (60) yfir Dynjandisheiði frá Dynjandisvogi að sveitarfélagsmörkum Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 558 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýja gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 558 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Mávagarðs skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Nefndin telur að breytingar á deiliskipulaginu varði ekki hagsmuni annarra en Ísafjarðarbæjar.
Fundi slitið - kl. 08:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?