Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sjúkraflutningar - samningur - 2009020008
Lagður fram til samþykktar viðauki við samning um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða vegna athugasemda verkkaupa um fyrirkomulag við útreikning verðs, verðgrundvallar og verðbóta, skv. 4. kafla samningsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við samning um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
2.Reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar - 2021030116
Lagðar fram til samþykktar reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 29. mars 2021, vegna málsins.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd, fræðslunefnd og velferðarnefnd.
3.Afnotasamningur Seljalandsvegur 78-84 - 2020070057
Lagður er fram til samþykktar afnotasamningur við Sævar Hjörvarsson og Halldóru Þórðardóttur vegna lóðarspildu milli Seljalandsvegar 78-84.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.
4.Skrúður - málefni garðsins 2021 - 2021020030
Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar við Framkvæmdasjóð Skrúðs, en á 1140. fundi bæjarráðs, þann 8. febrúar 2021, var bæjarstjóra falið að ganga til samninga við félagið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Framkvæmdasjóðs Skrúðs.
5.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011
Lögð fram umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 8. apríl 2021, um mat á matsskyldu vegna uppsetningar kláfs í hlíðum Eyrarfjalls á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
6.Umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp - 2018070016
Lagt fram bréf Elíasar Jónatanssonar, orkubússtjóra, dags. 30. mars 2021, þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær staðfesti að Orkubú Vestfjarða sé eigandi alls réttar til virkjunar jarðhita jarðarinnar Reykjaness í Ísafjarðardjúpi með vísan til dóms Landsréttar nr. 334/2019.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
7.Leiguíbúðir og húsaleigustyrkur 2021 til Vestra - 2021040014
Lagður fram tölvupóstur Bjarka Stefánssonar, framkvæmdastjóra HSV, dags. 17. mars 2021, ásamt bréfi aðalstjórnar Vestra, dags. 8. mars 2021, þar sem upplýst er um 4,4m kr. húsaleiguskuld félagsins á árunum 2019-2020, og óskað aukins styrks frá sveitarfélaginu vegna leigugreiðslna á árinu 2021.
Jafnframt lagt fram erindi Guðfinnu Hreiðarsdóttur, formanns íþróttafélagsins Vestra, dags. 5. febrúar 2021, til HSV, vegna stöðu íþróttastarfs vegna Covid-19. Að auki lagt fram yfirlit yfir tekjutap íþróttafélaganna á árunum 2020 og 2021 vegna Covid-19, samantekið af Bjarka Stefánssyni, framkvæmdastjóra HSV.
Jafnframt lagt fram erindi Guðfinnu Hreiðarsdóttur, formanns íþróttafélagsins Vestra, dags. 5. febrúar 2021, til HSV, vegna stöðu íþróttastarfs vegna Covid-19. Að auki lagt fram yfirlit yfir tekjutap íþróttafélaganna á árunum 2020 og 2021 vegna Covid-19, samantekið af Bjarka Stefánssyni, framkvæmdastjóra HSV.
Málinu vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
8.Uppsetning óperu í íþróttahúsinu á Torfnesi haustið 2022 - 2021040001
Lagður fram tölvupóstur Kolbrúnar Ýrar Einarsdóttur, verkefnastjóra Manoson Opera Group, dags. 29. mars 2021, þar sem óskað er eftir að fá að setja upp óperu í íþróttahúsinu á Torfnesi haustið 2022. Jafnframt lagt fram ódagsett fylgiskjal með frekari upplýsingum um verkið.
Bæjarráð fagnar erindinu og samþykkir að fella niður húsaleigu vegna íþróttahússins. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram með umsækjanda.
9.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054
Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2021, ásamt minnisblaði, dags. 24. mars 2021, þar sem gerð er grein fyrir stöðu verkefna í áætlun Sambandsins frá mars 2020, til viðspyrnu gegn samdrætti í þjóðarbúskapnum vegna Covid-19.
Lagt fram til kynningar.
10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 27. mars 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál. Umsagnarfrestur er til 9. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 7. apríl 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál. Umsagnarfrestur er til 21. apríl.
Málinu vísað til velferðarnefndar.
12.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2021020012
Lögð fram til kynningar fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.
13.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2021 - 2021010176
Lögð fram til kynningar fundargerð 34. stjórnarfundar Vestfjarðarstofu sem haldinn var 24. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
14.Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga - fundargerðir 2021 - 2021040003
Lögð fram til kynningar fundargerð fundar stækkaðrar samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var 1. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.
15.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 182 - 2103013F
Lögð fram til kynningar fundargerð 182. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 30. mars 2021.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?