Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1145. fundur 15. mars 2021 kl. 08:05 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Farið yfir tillögur VA arkitekta, sem kynntar voru á 1142. fundi bæjarráðs, þann 22. febrúar 2021, en óskað er endurgjafar og sjónarmiða sveitarfélagsins varðandi
útfærslur hugmynda.

Á 1144. fundi bæjarráðs þann 8. mars 2021 var óskað eftir að fulltrúar HVEST færu yfir tillögurnar með bæjarráði.
Hildur Elísabet Pétursdóttir og Auður Ólafsdóttir, fulltrúar HVEST, komu til fundar við bæjarráð þar sem farið var yfir tillögur VA arkitekta vegna stækkunar Eyrar.

Bæjarráð telur að tillaga nr. 3 samræmist helst hugmyndum sveitarfélagsins um hentuga lausn, um en huga þarf að lausn vegna sóttvarnarmála.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Hildur Elísabet og Auður yfirgáfu fund kl. 8.35.

Gestir

  • Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HVEST - mæting: 08:15
  • Auður Ólafsdóttir, deilarstjóri Eyri, Berg og Tjörn - mæting: 08:15
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:15

2.Bygging nýrra nemendagarða Lýðskólans - 2020090040

Lagt fram bréf Egils Ólafssonar, formanns stjórnar Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri, ódagsett en móttekið með tölvupósti 3. mars 2021 þar sem sótt er um 12% mótframlag sveitarfélagsins til byggingar nýrra nemendagarða. Bréfinu fylgja drög að umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, útlitsteikningar dags. 17. febrúar 2021 og lóðarumsókn dags. 3. mars 2021.

Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 12. mars 2021, vegna 12% framlags Ísafjarðarbæjar, þar sem lagt er fyrir bæjarráð að taka afstöðu til þess hvort veita eigi stofnframlag til verkefnisins, með fyrirvara um samþykki HMS, auk draga að viðauka vegna málsins.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að greina frekar fjárútlát verkefnisins og leggja fyrir bæjarstjórn.

3.Umsókn um stofnframlag - Bæjartún hses.. - 2021020097

Lögð fram uppfærð umsóknargögn vegna umsóknar Bæjartúns hses. um stofnframlög vegna byggingar almennra íbúða í Ísafjarðarbæ, á Flateyri og á Þingeyri. Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 12. mars 2021, varðandi 12% stofnframlag Ísafjarðarbæjar, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til þess hvort veita eigi stofnframlag til ofangreindra verkefna, með fyrirvara um samþykki HMS, auk draga að viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna málsins.
Bæjarráð tekur jákvætt í fyrirspurn félagsins varðandi byggingu á Þingeyri, en óskar eftir viðræðum varðandi möguleg byggingaráform á Suðureyri í stað Flateyrar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

4.Innviðauppbygging og þjónusta í Súgandafirði - 2021030030

Lagður fram tölvupóstur Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Fiskvinnslunnar Íslandssögu, sem jafnframt er skrifaður f.h. fyrirtækjanna Fisherman ehf. og Klofnings ehf., dags. 8. mars 2021, þar sem farið er yfir innviðauppbyggingu og þjónustu í Súgandafirði, auk þess sem óskað er eftir að mæta til fundar við bæjarráð vegna málsins.
Óðinn Gestsson, Guðni Einarsson, Einar Ómarsson og Elías Guðmundsson mættu til fundar við bæjarráð.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Gestir yfirgáfu fund kl. 10.00.

Gestir

  • Einar Ómarsson - mæting: 09:00
  • Óðinn Gestsson - mæting: 09:00
  • Guðni Einarson - mæting: 09:00
  • Elías Guðmundsson - mæting: 09:00

5.Hrauntunga 1-3. Umsókn um lóð undir parhús - 2021020102

Lögð fram umsókn Skeiðs ehf. um lóð að Hrauntungu 1 og 3 á Ísafirði, auk beiðnar um niðurfellingu gatnagerðargjalda. Bæjarstjórn samþykkti úthlutun lóðarinnar á 472. fundi sínum þann 4. mars 2021, en vísaði erindi um niðurfellingu gjalda til bæjarráðs.

Er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 12. mars 2021, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framlengja heimild til niðurfellingar gatnagerðargjalda til 31. desember 2021 af nýbyggingu íbúðarhúsnæðis, á lóðum við þegar tilbúnar götur í sveitafélaginu þar sem ekki þyrfti að leggja í frekari kostnað. Lækkunin yrði á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt væri að veita skv. 6. gr. laga nr. 153/2006, um gatnagerðargjöld.

6.Góuholt 10 - umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2021030014

Lagt fram bréf Þóru Marýjar Arnórsdóttur og Páls Janusar Þórðarsonar, dags. 18. febrúar 2021, þar sem sótt er um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna stækkunar íbúðarhússins að Góuholti 10, Ísafirði.

Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 12. mars 2021, varðandi málið.
Málinu frestað til næsta fundar.

7.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög 2015-2016 - 2015020007

Lagt fram erindi Kristínar Hálfdánsdóttur, f.h. Golfklúbbs Ísafjarðar, dags. 23. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir greiðslu uppbyggingastyrks kr. 1.500.000 vegna ársins 2019. Jafnframt lögð fram lokaskýrsla ársins 2019 og uppbyggingasamningur 2019, auk afrits reikninga vegna framkvæmda ársins 2019.

Jafnframt er lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 12. mars 2021, vegna málsins en lagt er til við bæjarráð að heimila útgreiðslu á umbeðnum styrk, ásamt gerð viðauka við fjárhagsáætlun sem lækki eigið fé sem þessu nemur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindi Golfklúbbs Ísafjarðar og felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna málsins.
Axel yfirgaf fund kl. 10.21.

8.Styrkir til félaga og félagasamtaka 2021 - fasteignagjöld - 2021030044

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 11. mars 2021, varðandi afgreiðslu styrkja til félaga og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2021, samtals fjárhæð kr. 988.349, en gert er ráð fyrir þessum styrkjum í fjárhagsáætlun 2021.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu styrkja til félaga- og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2021, alls að fjárhæð kr. 988.349.

9.Beltakaup á troðara á skíðasvæði - 2021020073

Lagt fram minnisblað Hlyns Kristinssonar, forstöðumanns skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, móttekið 10. mars 2021, þar sem óskað er heimildar til endurnýjar belta á snjótroðara, en ekki er gert ráð fyrir kaupum í fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir heimild til endurnýjunar belta á snjótroðara og felur bæjarstjóra að finna þessu stað í fjárhagsáætlun bæjarins.

10.Samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. - 2017020009

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 11. mars 2021, vegna óskar um samþykkt viðauka vegna barnaverndar.

Jafnframt lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna aukins kostnaðar við úrræði utan heimilis hjá barnavernd.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 10.054.360,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 10.054.360,- og lækkar neikvæð rekstrarniðurstaða úr -290.420.814,- í kr. -304.475.174,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 10.054.360,- og lækkar rekstrarafgangur úr 118.017.159 í kr. 107.962.799,-
Frestað til næsta fundar.

11.Starfshópur vegna nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna - 2021030006

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 2. mars 2021, þar sem lagt er til að skipaður verði stafshópur vegna frumvarps til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Bæjarráð samþykkir stofnun starfshóps og felur bæjarstjóra að skipa í hópinn.
Fylgiskjöl:

12.Uppbygging fiskeldis og innviða á Vestfjörðum - samstarf sveitarfélaga - 2021030002

Lagt fram erindi Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 25. febrúar 2021, vegna samráðsfundar sveitarfélaga um fiskeldi í sjó, en óskað er eftir því við bæjarstjórn að bæjarstjóri fái heimild til að vinna að gerð samfélagssáttmála um fiskeldisuppbyggingu fyrir hönd Ísafjarðarbæjar, sem hluta af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vestfjarða árið 2021.

Bæjarráð samþykkir stofnun starfshóps og felur bæjarstjóra að sitja í honum fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

13.Mánaðaryfirlit - 2021 - 2021030032

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra og Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dags. 11. mars 2021, þar sem teknar eru saman upplýsingar um skatttekjur og laun fyrir janúar til febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

14.Aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19 - 2021030049

Lagður fram tölvupóstur Bjarkar Birkisdóttur, f.h. félagsmálaráðuneytis, dags. 11. mars 2021, þar sem sveitarfélög eru hvött til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2021.
Bæjarráð vísar málinu til velferðarnefndar.

15.Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - 2020090092

Lagt fram erindi Andra Snæs Þorsteinssonar f.h. Matvælastofnunar, dags. 10. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi Arnarlax á frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi. Auk þessa er lagt fram til kynningar matsskýrsla dags. í ágúst 2020 og álit Skipulagsstofnunar dags. 19. febrúar 2021.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögn Ísafjarðarbæjar.

16.Lánasjóður - ýmiss erindi 2021 - 2021020074

Lagður fram tölvupóstur Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 11. mars 2021, ásamt fundarboði á aðalfund Lánasjóðsins, sem haldinn verður 26. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

17.36. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021010175

Lagt fram til kynningar erindi Vals Rafns Halldórssonar, sviðsstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. febrúar og 12. mars 2021, vegna skráningar á 36. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

18.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 8. mars 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál. Umsagnarfrestur er til 19. mars.
Bæjarstjóra falið að skoða hvort tilefni sé til umsagnar um málið.

19.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis. dags. 8. mars 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál. Umsagnarfrestur er til 22. mars.
Málinu vísað til velferðarnefndar.

20.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2019-2020 - 2019050057

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stækkaðrar samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfjarða, frá 1. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.

21.Fræðslunefnd - 424 - 2103007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 424. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 11. mars 2021.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

22.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 555 - 2103008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 555. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 10. mars 2021.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 555 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð á skipulags- og matslýsingum fyrir Botnsvirkjun og Hvallátursvirkjun í Dýrafirði, skv. 40. gr. skipulagslaga 123/2010.


  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 555 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Garðar Sigurgeirsson f.h. Skeiðis ehf. fái lóðina Æðartangi 8, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 555 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Garðar Sigurgeirsson f.h. Skeiðis ehf. fái lóðina Æðartangi 10, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 555 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Aron Svanbjörnsson og Fanney Rósa Jónsdóttir fái lóðina Seljaland 18, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
    Ósk um niðurfellingu gatnargerðargjalda er vísað til bæjarráðs.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 555 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Viðar Magnússon fái lóðina Sjávargötu 12, Þingeyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Daníel Jakobsson vék af fundi kl. 10.32 og Marzellíus Sveinbjörnsson tók við stjórn fundarins.

23.Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 12. mars 2021, auk samantektar Thelmu Kvaran, f.h. Intellecta, móttekið 12. mars 2021, varðandi ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?