Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Farið yfir verkefnalista bæjarráðs.
Verkefnalisti yfirfarinn.
2.Stytting vinnuviku - 2020090005
Lagt fram til kynningar minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 4. mars 20201, vegna betri vinnutíma í vaktavinnu, en um er að ræða umfangsmiklar breytingar á vinnufyrirkomulagi og launamyndunarkerfi vaktavinnufólks sem taka munu gildi 1. maí 2021.
Baldur og Ása mæta til fundar og fara yfir breytingar á vinnufyrirkomulagi og launamyndunarkerfi vaktavinnufólks.
Baldur og Ása yfirgefa fundinn kl. 8:29.
Gestir
- Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 08:12
- Ásgerður Þorleifsdóttir, deildarstjóri launadeildar - mæting: 08:12
3.Ósk um aukningu á stöðugildum við leikskólann Sólborg og Tanga. - 2021010112
Lagt fram minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, vegna óskar um að ráða inn 2,6 stöðugildi vegna stuðningúrræða við nemendur með sérþarfir á Sólborg og Tanga. Áætlaður kostnaður er um 10 m. kr.
Jafnframt lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna málsins. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 10.054.360,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 10.054.360,- og lækkar neikvæð rekstrarniðurstaða úr -290.420.814,- í kr. -304.475.174,-.
Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er kr. 10.054.360,- og lækkar rekstrarafgangur úr 118.017.159 í kr. 107.962.799,-
Málið var tekið fyrir á 423. fundi fræðslunefndar þann 28. janúar 2021, en fræðslunefnd vísaði málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.
Jafnframt lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna málsins. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 10.054.360,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 10.054.360,- og lækkar neikvæð rekstrarniðurstaða úr -290.420.814,- í kr. -304.475.174,-.
Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er kr. 10.054.360,- og lækkar rekstrarafgangur úr 118.017.159 í kr. 107.962.799,-
Málið var tekið fyrir á 423. fundi fræðslunefndar þann 28. janúar 2021, en fræðslunefnd vísaði málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.
Frestað til næsta fundar.
4.Fyrirspurn vegna þjónustumiðstöðvar - 2021020138
Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 5. mars 2021, vegna fyrirspurnar Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Í-lista, sem lögð fram á 1143. fundi bæjarráðs þann 1. mars 2021, um þjónustumiðstöð.
Minnisblað lagt fram til kynningar.
5.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005
Farið yfir tillögur VA arkitekta, sem kynntar voru á 1142. fundi bæjarráðs, þann 22. febrúar 2021, en óskað er endurgjafar og sjónarmiða sveitarfélagsins varðandi
útfærslur hugmynda.
útfærslur hugmynda.
Indro Indriði Candi og Steinunn Halldórsdóttir, f.h. VA arkitekta og Hannes Frímann Sigurðsson, f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, mæta til fundar til að ræða útfærslur hugmynda um viðbyggingu við hjúkrunarheimilið Eyri.
Bæjarráð óskar eftir að fá fund með fulltrúum HVEST til að fara yfir tillögurnar.
Bæjarráð óskar eftir að fá fund með fulltrúum HVEST til að fara yfir tillögurnar.
Indro, Steinunn og Hannes yfirgefa fundinn kl. 9:19.
Gestir
- Indro Indriði Candi, VA arkitektum - mæting: 09:00
- Steinunn Halldórsdóttir, VA arkitektum - mæting: 09:00
- Hannes Frímann Sigurðsson, Framkvæmdasýslu ríkisins - mæting: 09:00
- Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:00
6.Umsókn um stofnframlag - Bæjartún hses.. - 2021020097
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. mars 2021, um veitingu stofnframlags til Bæjartúns hses., ásamt umsókn félagsins, dags. 11. feb. 2021, um stofnframlag til íbúðabygginga í sveitafélaginu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
7.Ísland Ljóstengt 2021 - 2021020087
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. mars 2021, vegna umsóknar Ísafjarðarbæjar í verkefninu Ísland ljóstengt 2021, ásamt viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna verkefnisins.
Jafnframt lagður fram viðauki 1 vegna fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2021. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 4.500.000,- lækkun rekstrarniðurstöðu
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt rekstrarniðurstaða
Jafnframt lagður fram viðauki 1 vegna fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2021. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 4.500.000,- lækkun rekstrarniðurstöðu
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt rekstrarniðurstaða
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 1.
Axel yfirgefur fundinn kl. 9:37.
8.Fyrirspurn vegna Color Run á Ísafirði - 2021030010
Lögð fram samstarfsbeiðni frá Color Run á Íslandi vegna mögulegs viðburðar á Ísafirði seinnipart sumars 2021, en óskað er afstöðu bæjararáðs til þess að taka þátt í viðburðinum.
Upplýsingafulltrúa falið að vinna málið áfram.
9.Ofgreiðsla staðgreiðslu 2020 - 2021030001
Lagt fram til kynningar erindi Sigurðar Ármanns Snævarr, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. febrúar 2021, vegna minnisblaðs fjármála- og efnahagsráðuneytisins um ofgreiðslu ríkisins á staðgreiðslu til sveitarfélaga á árinu 2020, vegna frestun gjalddaga staðgreiðslu og tryggingagjalds, en lagt er til að uppgjör fari fram með lækkun staðgreiðslu til sveitarfélaga í mars, apríl og maí 2021.
Lagt fram til kynningar.
10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Á 1143. fundi bæjarráðs, þann 1. mars 2021, var lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 24. febrúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál. Umsagnarfrestur er til 10. mars. Bæjarráð vísaði málinu til velferðarnefndar.
Á 457. fundi velferðarnefndar þann 4. mars 2021 bókaði nefndin sem umsögn sína eftirfarandi: "Velferðarnefnd telur mikilvægt að starfsemi Fjölmenningasetur haldist áfram í Ísafjarðarbæ um ókomna tíð."
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að skila umsögn þessari til Alþingis.
Á 457. fundi velferðarnefndar þann 4. mars 2021 bókaði nefndin sem umsögn sína eftirfarandi: "Velferðarnefnd telur mikilvægt að starfsemi Fjölmenningasetur haldist áfram í Ísafjarðarbæ um ókomna tíð."
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að skila umsögn þessari til Alþingis.
Bæjarráð samþykkir að veita velferðarnefnd heimild til að skila umsögninni til Alþingis.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 4. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál. Umsagnarfrestur er til 16. mars.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
12.Nýsköpunarbærinn Ísafjörður - 2021010035
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Díönu Jóhannsdóttur, f.h. Vestfjarðastofu, dags. 4. mars 2021, ásamt fundargerð stýrihóps vegna Nýsköpunarbæjarins Ísafjarðar frá 3. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2021 - 2021030004
Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 1. mars 2021, ásamt fundargerð 132. fundar heilbrigðisnefndar frá 25. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
14.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2021020012
Lögð fram fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 26. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
15.Fundargerðir 2021 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - 2021030012
Lögð fram fundargerð 62. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, sem haldinn var 22. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
16.Velferðarnefnd - 457 - 2103002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 457. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 4. mars 2021.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Velferðarnefnd - 457 Lagt fram til kynningar. Velferðarnefnd telur mikilvægt að starfsemi Fjölmenningasetur haldist áfram í Ísafjarðarbæ um ókomna tíð.
Fundi slitið - kl. 09:41.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?