Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1140. fundur 08. febrúar 2021 kl. 08:05 - 08:42 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sala á íbúðum á Hlíf I - 2021010059

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 4. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir heimild til að undirbúa söluferli allt að 25 af þeim 29 íbúðum sem eru í eigu Ísafjarðarbæjar á Hlíf 1. Mögulegt væri líka að selja allar íbúðirnar og leigja íbúðir m.v. þörf hverju sinni fyrir þá skjólstæðinga sem þess þurfa.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Bæjarfulltrúi Í-lista, Arna Lára Jónsdóttir, leggur fram eftirfarandi bókun:

„Arna Lára Jónsdóttir fulltrúi Í-listans í bæjarrráði leggst gegn því að íbúðir á Hlíf 1 verði seldar til þess fjármagna byggingu fótboltahúss. Með því að íbúðir á Hlíf verði seldar þá getur velferðarsvið síður haft áhrif á biðlista og komið forgangshópum að sem eru í brýnni þörf fyrir húsnæði sem er sérbúið fyrir eldri borgara. Eignarhald utanaðkomandi aðila er til þess fallið flækja mál er viðkoma íbúðum á Hlíf.
Sú hugmynd sem kynnt er í minnisblaði bæjarstjóra að útbúa íbúðir á efstu hæð Hlífar 1 er skynsamleg leið til að fjölga íbúðum með góðu aðgengi fyrir eldri borgara. Fulltrúi Í-listans lýsir yfir stuðningi við þá framkvæmd.“

2.Olíutankurinn - Útilistaverk á Þingeyri - 2019040026

Á 1136. fundi bæjarráðs þann 11. janúar 2021 var lagt fram erindi Ketils Bergs Magnússonar, f.h. Tanks menningarfélags, dags. 7. janúar 2021, þar sem óskað er eftir breytingum og framlengingu á samningi Tanks menningarfélags við Ísafjarðarbæ, auk aukins fjárstyrks vegna verkefnisins að fjárhæð kr. 5.000.000.

Bæjarráð samþykkti framlengingu samnings við Tank menningarfélag, og fól bæjarstjóra að leggja fram nýjan samning til samþykktar í bæjarráði.

Varðandi aukafjárstyrk fól bæjarráð bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

Nú er lögð fram greinargerð Ketils Bergs Magnússonar, f.h. Tanks, menningarfélags, dags. 31. janúar 2021, þar sem gerð er grein fyrir ástæðum aukinnar fjárþarfar verkefnisins.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

3.Byggðakvóti Flateyri - 2020100013

Á 1139. fundi bæjarráðs þann 1. febrúar 2020 var lagt fram erindi Gísla Jóns Kristjánssonar, f.h. ÍS47 ehf., og Antons Helga Guðjónssonar, f.h. Vestfisks Flateyri, dags. 29. janúar 2021, þar sem óskað er fundar með bæjarráði um breytingu á byggðakvótareglum fyrir Flateyri.

Gísli Jón og Anton Helgi mættu til fundar við bæjarráð.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Nú eru lögð fram til kynningar samskipti bæjarritara við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vegna reglna sveitarfélagsins um úthlutun byggðakvóta, dags. 3. febrúar 2021.

Jafnframt lagt fram erindi Gísla Jóns Kristjánssonar, f.h. ÍS 47 ehf., dags. 4. febrúar 2021, þar sem fram koma tillögur um breytingar á reglum fyrir byggðalagið á Flateyri fyrir fiskveiðiárið 2020/2021, í samræmi við upphaflegt erindi um beiðni um breytingar, þar sem umsóknarferli er ekki hafið.
Bæjarráð telur óheppilegt að breyta reglunum á núverandi fiskveiðiári, en er tilbúið að skoða breytingar fyrir næsta fiskveiðiár með það markmiði að styðja betur við vinnslu afla á Flateyri, ásamt því að óska eftir samráði við hlutaðeigandi aðila.

4.Skrúður - málefni garðsins 2021 - 2021020030

Lagður fram tölvupóstur Brynjólfs Jónssonar, f.h. Framkvæmdasjóðs Skrúðs, dags. 27. janúar 2020, þar sem óskað er eftir því að gerður verður samstarfsamningur um varðveislu og rekstur garðsins. Jafnframt er lagt fram minnisblað Axels Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 5. febrúar 2021, um málið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

5.Byggðasamlag Vestfjarða - samningar og viðaukar - 2020 - 2020050010

Lagt fram til kynningar erindi Sifjar Huldar Albertsdóttur, framkvæmdastjóra BsVest, dags. 28. janúar 2021, þar sem fram kemur tillaga að uppgjöri fjárhagsársins 2020, í kjölfar viðauka vegna þjónustuaukningar sveitarfélaganna og mótframlags ríkisins m.a. vegna Covid-19 og úr Jöfnunarsjóði. Ísafjarðarbær lagði fram viðauka vegna reksturs að fjárhæð kr. 46.954.546, og að teknu tilliti til mótframlags ríkisins, með hliðsjón af íbúafjölda, eru eftirstöðvar til greiðslu sveitarfélagsins kr. 13.134.583.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur að BsVest eigi að fjármagna taprekstur Samlagsins og gera viðeigandi ráðstafanir til að draga úr halla á árinu 2021. Hlutverk BsVest er m.a. að mæta sveiflum í rekstri við málaflokk fatlaðra og hafa ber í huga að sveitarfélögin eru í ábyrgð fyrir rekstri BsVest.

6.Lífeyrisskuldbinding FV - 2021020032

Lagt fram til kynningar erindi Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfjarða, dags. 4. febrúar 2021, þar sem fram kemur að áfallin lífeyrisskuldbinding FV fyrir árið 2020 nemur kr 60.719.590,- þar af hlutdeild FV kr 47.300.560. Áætluð heildarskuldbinding fyrir árið 2021 hefur einnig verið áætluð og nemur kr 56.382.024,- og þar af hlutdeild FV kr 43.921.597,-.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumvarp um innleiðingu hringrásarhagkerfis - 2021020031

Lögð fram til kynningar drög að umsögn Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. febrúar, um drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins, S-11/2021. Umsagnarfrestur sambandsins er 8. febrúar 2021.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 4. febrúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál. Umsagnarfrestur er til og með 18. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 4. febrúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál. Umsagnarfrestur er til og með 18. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2021020012

Lögð fram til kynningar fundargerð 893. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 16. desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2021020012

Lögð fram til kynningar fundargerð 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 29. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:42.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?