Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1138. fundur 25. janúar 2021 kl. 08:05 - 08:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Gatnagerðargjöld Æðartangi 12 - 2021010100

Lagt fram bréf Garðars Sigurgeirssonar, f.h. Vestfirskra Verktaka, dags. 18. janúar 2021, þar sem óskað er greiðslusamnings og gjaldfrests vegna gatnagerðargjalda fyrir Æðartanga 12 á Ísafirði.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að gera greiðslusamning við félagið í samræmi við innsent erindi.

2.Hóll á Hvilftarströnd. Eyðijörð, lögbýli, tekið til ábúðar og landbúnaðarstarfsemi. - 2021010104

Lagt fram erindi Birkis Þórs Guðmundssonar, dags. 18. janúar 2021, þar sem óskað er samþykkis bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar fyrir því að taka lögbýlið Hól á Hvilftarströnd, fnr. 212-6295, sem er eyðijörð, aftur til ábúðar og landbúnaðarstarfsemi.

Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti vegna áformanna og tilkynning landeiganda til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áformin.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla umsagnar um málið.

3.Jarðgangaáætlun fyrir Vestfirði - 2021010101

Lagðar fram upplýsingar vegna jarðgangaáætlunar á Vestfjörðum, frá Vestfjarðastofu, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til forgangsröðunar í jarðgöngum á Vestfjörðum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka afstöðu til forgangsröðunar í jarðgöngum á Vestfjörðum.

4.Áfangastaðastofa Vestfjarða - 2021010103

Lagt fram erindi Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 13. janúar 2021, þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til handa stjórnar Vestfjarðastofu/FV til að staðfesta samning um Áfangastaðastofu á Vestfjörðum við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að samþykkt verði sú tillaga að Áfangastaðastofa á Vestfjörðum verði rekin sem deild innan Vestfjarðastofu og taki við verkefnum Markaðsstofu Vestfjarða þar.

Jafnframt lögð fram drög að samstarfssamningi um stofnun áfangastaðastofu á starfssvæði Vestfjarða.
Málinu frestað til næsta fundar, og felur bæjarráð bæjarstjóra að kalla eftir að Sigríður Ó. Kristjánsdóttir komi til fundar við bæjarráð.

5.Þjónustusamningur Björgunarsveitin Sæbjörg - 2010090001

Lagður fram til samþykktar viðauki við þjónustusamning Ísafjarðarbæjar og Björgunarsveitarinnar Sæbjargar, dags. 20. janúar 2021.
Bæjarráð samþykkir viðauka við þjónustusamning Ísafjarðarbæjar og Björgunarsveitarinnar Sæbjargar.

6.Þjónustusamningur um björgunaraðgerðir fyrirbyggjandi aðgerðir viðbragðsvaktir og fleira Slysv.d. Hnífsdals - 2002120027

Lagður fram til samþykktar viðauki við þjónustusamning Ísafjarðarbæjar og Slysavarnardeildar Hnífsdals, dags. 20. janúar 2021.
Bæjarráð samþykkir viðauka við þjónustusamning Ísafjarðarbæjar og Slysavarnadeildar Hnífsdals.

7.Björgunarfélag Ísafjarðar - samstarfssamningur - 2017120003

Lagður fram til samþykktar viðauki við þjónustusamning Ísafjarðarbæjar og Björgunarfélags Ísafjarðar, dags. 20. janúar 2021.
Bæjarráð samþykkir viðauka við þjónustusamning Ísafjarðarbæjar og Björgunarfélag Ísafjarðar.

8.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

Lögð fram umsagnarbeiðni Karls Steinars Óskarssonar, sérfræðings Matvælastofnunar, dags. 19. janúar 2021, vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir Háafell ehf. vegna sjókvíaeldis á laxi í Ísafjarðardjúpi.

Jafnframt lögð fram matsskýrsla Háafells, dags. 9. október 2020, og álit Skipulagsstofnunar, dags. 22. desember 2020.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla umsagnar.

9.Grænbók. Endurskoðun Byggðaáætlunar - 2021010105

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, Vestfjarðastofu, dags. 19. janúar 2021, þar sem kannað er hvort sveitarfélagið hyggist senda inn umsögn um efni Grænbókar varðandi stöðu byggðaáætlunar sem liggur frammi í Samráðsgátt. Umsagnarfrestur er til 25. janúar 2021.

Jafnframt lögð fram Byggðaáætlun, Grænbók frá desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar H. Sigurjónsdóttur, f.h. atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 21. jan. 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.

Umsagnarfrestur er til og með 10. febrúar nk.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

11.Loftræstikerfi í Stjórnsýsluhúsi - 2019100077

Lagðar fram til kynningar verkfundagerðir frá Verkís, nr. 11 og 12 vegna endurnýjunar loftræstikerfis í Stjórnsýsluhúsi.
Lagt fram til kynningar.

12.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 10 - 2101017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal sem fram fór þann 20. janúar 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 220 - 2101016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 220. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem fram fór þann 20. janúar 2021.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?