Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1135. fundur 21. desember 2020 kl. 08:05 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Náttúruhamfarir á Seyðisfirði - 2020120076

Mál tekið á dagskrá í ljósi náttúrhamfaranna á Seyðisfirði.
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun vegna náttúruhamfaranna á Seyðisfirði:
„Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fyrir hönd bæjarstjórnar sendir íbúum Seyðisfjarðar hugheilar kveðjur á þessum erfiðu tímum. Við vitum af fenginni reynslu að samhugur og samstaða íbúa og þjóðarinnar getur gert mikið til að létta undir þegar náttúran tekur völdinn og manneskjan verður svo máttvana. Það var mildi að ekki varð manntjón en ærið verkefni er eftir við hreinsunarstörf og sálrænan stuðning. Hugur okkar dvelur með ykkur.“

3.Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 17. desember 2020, þar sem lagt til við bæjarráð að heimila bæjarstjóra að hefja ráðningarferli nýs sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, með það í huga að nýr sviðsstjóri taki við á fyrstu mánuðum ársins 2021.
Bæjarráð vísar tillögu um sameiningu velferðarsviðs og skóla- og tómstundasviðs, til umsagnar í velferðarnefnd og fræðslunefnd, þar sem óskað er eftir að nefndirnar taki afstöðu til þess hvort sameina ætti sviðin, bæði út frá staðsetingu skrifstofa og verkefnum.



4.Skíðasvæði 2020 - 2020030035

Lagður fram tölvupóstur Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 15. desember 2020, þar sem lagt er til að hefja kaup á nýjum mótor í annan snjótroðara skíðasvæðisins, en nauðsynlegt er að viðgerð fari fram fyrir reglulega opnun svæðisins.

Jafnframt lagt fram á nýjan leik, minnisblað Hlyns Kristinssonar, forstöðumanns skíðasvæða Ísafjarðarbæjar, dags. 11. desember 2020, vegna bilunar í eldri snjótroðara skíðasvæðis, þar sem lagðar eru til nokkrar leiðir til úrbóta.
Bæjarráð samþykkir að hefja kaup á nýjum mótor í annan snjótroðara skíðasvæðisins í samræmi við minnisblað.

5.Framtíð og rekstur Edinborgarhússins - 2017100071

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 17. desember 2020, þar sem upplýst er um fjárstyrk mennta- og menningarmálaráðuneytisins til Edinborgarhússins, að fjárhæð kr. 4.500.000, og er lagt til við bæjarráð að heimila útgreiðslu styrks að fjárhæð kr. 4.000.000, í samræmi við fjárhagsáætlun 2020, sem mótframlag til styrktar reksturs Edinborgarhússins.
Bæjarráð samþykkir að heimila útgreiðslu styrks að fjárhæð kr. 4.000.000, í samræmi við fjárhagsáætlun 2020, sem mótframlag við styrk ríkisins til styrktar reksturs Edinborgarhússins, með sömu skilyrðum og styrkur ríkisins, þ.e. 80% samstundis, og 20% við framlagningu gagna í samræmi við minnisblað.

6.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033 - 2020070011

Lagður fram til kynningar tölvupóstur og gögn frá Katli Berg Magnússyni, f.h. íbúa á Þingeyri, dags. 12. desember 2020, en þann 10. október 2020, stóðu íbúar Dýrafjarðar, með aðstoð íbúasamtaka Þingeyrar, Allra vatna til Dýrafjarðar og Blábankanum, fyrir íbúafundi vegna gerðs nýs Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar, og eru nú lagðar fram tillögur og hugmyndir íbúa, með ósk um að tekið verði tillit til þessa í yfirstandandi endurnýjun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð þakkar vel unnar tillögur og hugmyndir og vísar þeim til skipulags- og mannvirkjanefndar.

7.Viðbragðsáætlun vegna snjóflóðahættu Flateyri - 2020100083

Lögð fram til kynningar viðbragðsáætlun vegna snjóflóðahættu á Flateyri, dags. 19. nóvember 2020, sem samþykkt var á 35. fundi í sameinaðri almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, þann 14. desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

8.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Rakelar Kristjánsdóttur, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 14. desember 2020, þar sem tilkynnt er um að Umhverfisstofnun hafi gefið út starfsleyfi Hábrúnar hf. fyrir 700 tonna sjókvíaeldi í Skutulsfirði, Ísafjarðardjúpi.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2020 - 2020020069

Lögð fram fundargerð 131. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarða sem fram fór þann 10. desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 11. desember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

Umsagnarfrestur er til 1. febrúar 2021 nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Ýmiss erindi 2020-2021 - 2020100107

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. desember 2020, þar sem kynntur er Nýsköpunardagur hins opinbera þann 21. janúar 2020, en þemað er „nýsköpun í Covid“.
Lagt fram til kynningar.

12.Ýmiss erindi 2020-2021 - 2020100107

Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. desember 2020, þar sem kynntar eru tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna Covid-19.
Lagt fram til kynningar.

13.Ýmiss erindi 2020-2021 - 2020100107

Lagt fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. desember 2020, ásamt lokaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning, dags. í nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

14.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2019-2020 - 2019050057

Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar stjórnar Vestfjarðastofu, sem haldinn var 27. október 2020.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035

Lögð fram til kynningar fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 11. desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

16.Íþrótta- og tómstundanefnd - 218 - 2012014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 218. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem fram fór þann 16. desember 2020.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

17.Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 35 - 2012011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, sem fram fór þann 14. desember 2020.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.

18.Velferðarnefnd - 454 - 2012003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 454. fundar velferðarnefndar sem fram fór þann 11. desember 2020.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að næsti fundur verði haldinn 11. janúar 2021.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?