Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.
2.Stytting vinnuviku - 2020090005
Lagt fram til kynningar minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, Baldurs Inga Jónassonar, mannauðstjóra, og Guðrúnar Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 3. desember 2020, vegna vinnustyttingar leikskólastarfsmanna.
Jafnframt lagt fram minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 26. nóvember 2020, vegna styttingar vinnuviku dagvinnufólks hjá Ísafjarðarbæ, auk yfirlits vinnutímasamkomulaga, en lagt er til að bæjarstjórn veiti bæjarstjóra umboð til að samþykkja eða hafna fyrir hönd hennar, vinnutímasamkomulag hverrar stofnunar fyrir sig.
Jafnframt lagt fram minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 26. nóvember 2020, vegna styttingar vinnuviku dagvinnufólks hjá Ísafjarðarbæ, auk yfirlits vinnutímasamkomulaga, en lagt er til að bæjarstjórn veiti bæjarstjóra umboð til að samþykkja eða hafna fyrir hönd hennar, vinnutímasamkomulag hverrar stofnunar fyrir sig.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja eða hafna fyrir hönd hennar, vinnutímasamkomulag hverrar stofnunar fyrir sig.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna útfærslu annarra sveitarfélaga á vinnutímastyttingu leikskóla sem leiðir ekki til kostnaðarauka eða lægra þjónustustigs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna útfærslu annarra sveitarfélaga á vinnutímastyttingu leikskóla sem leiðir ekki til kostnaðarauka eða lægra þjónustustigs.
Gestir yfirgáfu fundinn kl. 9:10
Gestir
- Stefanía Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10
- Baldur I. Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 08:10
- Guðrún Birgisdóttir, skóla- og sérkennslufulltrúi Ísafjarðarbæjar - mæting: 08:10
3.Afsal húsnæðis Tónlistarskóla Ísafjarðar til Ísafjarðarbæjar - 2020120005
Lagt fram erindi Steinþórs Bjarna Kristjánssonar, formanns Tónlistarfélags Ísafjarðar, dags. 26. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið yfirtaki rekstur og viðhald húsnæðis Tónlistarskólans við Austurveg 11 á Ísafirði, en að rekstrarfyrirkomulag Tónlistarskólans myndi haldast óbreytt.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við Tónlistarfélag Ísafjarðar um málið.
4.Fasteignagjöld 2019 og 2020 - 2020120006
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 2. desember 2020, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til þess hvort veita eigi Tónlistarfélagi Ísafjarðar styrk á móti fasteignagjöldum áranna 2019 og 2020.
Bæjarráð samþykkir að veita Tónlistarfélagi Ísafjarðar styrk vegna fasteignagjalda áranna 2019 og 2020 og leggur fyrir bæjarstjóra að gera viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.
5.Trúnaðarmál á mannauðssviði - 2020090017
Trúnaðarmál kynnt fyrir nefndarmönnum.
Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
6.Jónsgarður - 2020120011
Lagður fram tölvupóstur Guðfinnu Sigmundsdóttur, f.h. afkomenda Jóns og Karlinnu, dags. 29. nóvember 2020, þar sem skorað er á sveitarfélagið að leggja verulega fjármuni í að laga Jónsgarð, sinna gróðri þar og gera hann aðgengilegan fyrir alla með stígum og bekkjum svo hægt sé að eiga þar gæðastundir.
Bæjarráð þakkar erindið. Sveitarfélagið hefur sett nokkuð mikla fjármuni til viðhalds Jónsgarðs og annarra almenningsgarða síðastliðin ár, en auðvitað má alltaf gera betur. Bæjarráð þakkar ábendinguna.
7.Ósk um umsögn um hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Jökulfjörðum - 2020060046
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Guðnýjar Steinu Pétursdóttur, ritara sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 2. desember 2012, vegna fundarboðs vegna ákvörðunar um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Jökulfjörðum, auk umsagna sem hafa komið í málinu.
Lagt fram til kynningar.
8.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2020/2021 - 2020090041
Lagt fram bréf Áslaugar Eirar Hólmgeirsdóttur og Sigríðar Norðmann, f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 30. nóvember 2020, vegna fyrirhugaðrar úthlutunar byggðakvóta 2020/2021, en úthlutun til einstakra sveitarfélaga liggur nú fyrir og er sveitarfélögum gefinn frestur til 8. desember 2020 að óska eftir breytingum á þegar innsendum tillögum um sérstök skilyrði um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðakjarna, áður en ráðuneytið tekur þær til efnislegrar meðferðar.
Lagt fram til kynningar.
9.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu - bókun Bláskógabyggðar - 2020120013
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, dags. 1. desember 2020, vegna bókunar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi.
Lagt fram til kynningar.
10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 1. desember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál.
Umsagnarfrestur er til 15. desember nk.
Umsagnarfrestur er til 15. desember nk.
Bæjarráð vísar málinu til fræðslunefndar og velferðarnefndar.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 30. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál.
Umsóknarfrestur er til 11. desember nk.
Umsóknarfrestur er til 11. desember nk.
Bæjarráð vísar málinu til fræðslunefndar.
12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 217 - 2011025F
Lögð fram til kynningar fundargerð 217. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem fram fór 2. desember 2020.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 217 Lagt fram til kynningar. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykka umsóknarferli uppbyggingasamninga.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 217 Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að breyta afslætti á árskorti á skíðasvæði úr 20% í 50% fyrir einstaklinga með virkt árskort í sundi sem fjármálastjóri lagði til í minnisblaði.
Aflsáttur á árskorti kemur í staðinn fyrir súperpassa sem detta út úr gjaldskrá 2021. Lagt er til sérverð fyrir öryrka og ellilífeyrisþega á árskorti í sundi.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að samþykka gjaldskrá íþróttamannvikja fyrir árið 2021.
Fundi slitið - kl. 09:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?