Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.
2.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. september 2020, varðandi breytingu á 14. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp, í kjölfar fyrri umræðu um breytingu á bæjarmálasamþykkt, á 460. fundi bæjarstjórnar þann 3. september 2020.
Lagt fram til kynningar.
3.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Hannesi Frímanni Sigurðssyni, f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 1. september 2020, ásamt samningi um frumathugun viðbyggingar við hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Bæjarráð fagnar áformum um fyrirhugaða stækkun Eyrar, en ítrekar ósk sína um að ríkissjóður kaupi fasteignina sem hýsir hjúkrunarheimilið. Ljóst má þykja að þegar ríkið ætlar sér að byggja við Eyri, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar í dag, þá er einfaldast og hagkvæmast að ríkið eigi jafnframt Eyri, enda er fasteignin viðbygging við HVEST, sem er í eigu ríkissjóðs, og rekstur Eyrar á höndum ríkissjóðs.
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Bæjarráð fagnar áformum um fyrirhugaða stækkun Eyrar, en ítrekar ósk sína um að ríkissjóður kaupi fasteignina sem hýsir hjúkrunarheimilið. Ljóst má þykja að þegar ríkið ætlar sér að byggja við Eyri, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar í dag, þá er einfaldast og hagkvæmast að ríkið eigi jafnframt Eyri, enda er fasteignin viðbygging við HVEST, sem er í eigu ríkissjóðs, og rekstur Eyrar á höndum ríkissjóðs.
4.Trúnaðarmál - 2020090017
Trúnaðarmál kynnt fyrir nefndarmönnum.
Umræður fóru fram um málið.
Bókun er færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
Bókun er færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
5.Umhverfis- og eignasvið - Útboð & útboðsgögn 2020 - 2020030081
Lagt er fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 11. september 2020, vegna verksins „Eyrarskjól-lóð“, þar sem lagt er til að samið verði við fyrirtækið Hellur og lagnir ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við Hellur og lagnir ehf. á grundvelli tilboðs þeirra, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.
6.Umsókn um byggingarleyfi - Eyrarskjól viðbygging - 2019040056
Lögð fram til kynningar framvinduskýrsla frá Tækniþjónustu Vestfjarða fyrir júní, júlí og ágúst 2020 vegna verksins „Eyrarskjól - viðbygging“.
Lagt fram til kynningar.
7.Umhverfis- og eignasvið - Útboð & útboðsgögn 2020 - 2020030081
Lagðar fram fundargerðir nr. 2., 3. og 4. vegna verkfunda verksins „Skólagata - hellulögn, ásýnd miðbæjar“.
Lagt fram til kynningar.
8.Skíðasvæði 2020 - 2020030035
Lagt fram minnsblað Stefaníu H. Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 11. september 2020, um kaup á snjótroðara.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
9.Aðstaða sjósportklúbbins Sæfara við Suðurtanga 2 - 2019050091
Lagður fram tölvupóstur Rafns Pálssonar, forsvarsmanns Sjósportsmiðstöðvar Íslands ehf., dags. 3. september sl., varðandi beiðni um notkun húsnæðisins eftir sölu þess.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. september 2020, varðandi kostnað hússins í bókhaldi sveitarfélagsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. september 2020, varðandi kostnað hússins í bókhaldi sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
10.Hverfisráð - framkvæmdafé 2020-2022 - 2020080032
Lagt fram til kynningar bréf Hverfisráðs Eyrar og efri bæjar á Ísafirði, dags. 4. september 2020, varðandi tillögur að nýtingu framkvæmdafjár 2020-2022, í samræmi við breytt verklag.
Jafnframt lagt fram til kynningar bréf Hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis, mótt. 7. september 2020, vegna tillagna um notkun framkvæmdafjár 2020-2022.
Jafnframt lagt fram til kynningar bréf Hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis, mótt. 7. september 2020, vegna tillagna um notkun framkvæmdafjár 2020-2022.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
11.Áform Artic Fish og samstarfsbeiðni - 2020090004
Lagt fram bréf Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóra, og Neil Shiran K. Þórissonar, fjármálastjóra Arctic Fish, dags. 15. júlí 2020, þar sem þess er óskað að hafin verði formleg vinna milli Ísafjarðarbæjar og Arctic Fish til þess að vinna að staðarvalkostagreiningu fyrir fyrirtækið.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð fagnar erindinu og felur bæjarstjóra að vinna að gerð viljayfirlýsingar með félaginu og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Bæjarráð fagnar erindinu og felur bæjarstjóra að vinna að gerð viljayfirlýsingar með félaginu og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
12.Bygging nýrra nemendagerða Lýðskólans - 2020090040
Lagt fram bréf Egils Ólafssonar, f.h. Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri, dags. 8. september 2020, ásamt tölvupósti Runólfs Ágústssonar, formanns stjórnar Lýðskólans á Flateyri, dags. s.d., og drögum að kostnaðaráætlun framkvæmda, þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu nemendagarða Lýðskólans á Flateyri.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
13.Afnot af Svarta pakkhúsinu Flateyri - Hús og fólk - 2020090034
Lagt fram bréf Jóhönnu Kristjánsdóttur og Guðrúnar Pálsdóttur, f.h. félagsins Hús og fólk ehf., þar sem óskað er áframhaldandi afnota af Svarta pakkhúsinu á Flateyri, fyrir sýningu um harðfisk og skreið, þegar endurbyggingu hússins lýkur.
Jafnframt lögð fram önnur gögn frá Hús og fólk ehf., s.s.yfirlit yfir störf félagsins, yfirlit yfir sögu Svarta pakkhússins, gögn vegna endurgerðar hússins, samskipti við sveitarfélagið vegna málsins og yfirlit yfir greiddan rafmagnskostnað Húsa og fólks ehf. vegna hússins á árunum 2012-2020.
Jafnframt lögð fram önnur gögn frá Hús og fólk ehf., s.s.yfirlit yfir störf félagsins, yfirlit yfir sögu Svarta pakkhússins, gögn vegna endurgerðar hússins, samskipti við sveitarfélagið vegna málsins og yfirlit yfir greiddan rafmagnskostnað Húsa og fólks ehf. vegna hússins á árunum 2012-2020.
Bæjarráð vísar málinu til atvinnu- og menningarmálanefndar.
14.Úthlunun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta - 2020090041
Lagður fram tölvupóstur Jóns Þrándar Stefánssonar, sérfræðings atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 11. september 2020, þar sem sveitarfélaginu er veitt heimild til að leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga, og er frestur til skila á rökstuddum tillögum 15. október 2020.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarstjórn tillögur að sérreglum fyrir Ísafjarðarbæ.
15.Áskorun - félag íslenskra handverksbrugghúsa - 2020090035
Lagður fram tölvupóstur og bréf Sigurðar P. Snorrasonar, Laufeyjar Sifjar Lárusdóttur, Haraldar Þorkelssonar og Jóhanns Guðmundssonar, f.h. Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, dags. 8. september 2020, þar sem skorað er á dómsmálaráðherra, þingmenn og sveitarstjórnarmenn að standa með íslenskri framleiðslu um að heimila íslenska netverslun með áfengi, á sama hátt og erlenda, og að heimila sölu vara til gesta í brugghúsi.
Lagt fram til kynningar.
16.Fjarskiptainnviðir - 2020080042
Lagt fram bréf Lilju Bjargeyjar Pétursdóttur, f.h. Póst- og fjarskiptastofnunar, dags. 14. ágúst 2020, vegna upplýsingabeiðnar um fjarskiptainnviði.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
17.Fjármálaráðstefna 2020 - 2020090036
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, sviðsstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. september 2020, þar sem kynnt er að árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður með breyttu sniði í ljósi Covid-19.
Lagt fram til kynningar.
18.Aðalfundur og landsfundur Jafnréttisstofu 2020 - 2020060106
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Katrínar Bjarkar Ríkharðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dags. 8. september 2020, ásamt dagskrá landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
19.Málefni hverfisráða - 2017010043
Lögð fram til kynningar fundargerð Hverfisráðsins á Þingeyri, dags. 31. ágúst 2020.
Lagt fram til kynningar.
20.Fræðslunefnd - 418 - 2009006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 418. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 10. september 2020. Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
21.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 543 - 2008015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 543. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór 9. september sl.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?