Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.
2.Endurskoðun innkaupareglna Ísafjarðarbæjar - 2017050075
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 3. september 2020, vegna endurskoðun innkaupareglna.
Jafnframt lögð fram ný innkaupastefna Ísafjarðarbæjar og nýjar innkaupareglur Ísafjarðarbæjar.
Jafnframt lögð fram ný innkaupastefna Ísafjarðarbæjar og nýjar innkaupareglur Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja innkaupareglur og
innkaupastefnu Ísafjarðarbæjar.
innkaupastefnu Ísafjarðarbæjar.
3.Tölvumál Ísafjarðarbæjar - 2017020127
Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra, dags. 3. september 2020, varðandi kaup á tölvubúnaði fyrir sveitarfélagið.
Jafnframt lagður fram viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2020, vegna tölvubúnaðar.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er neikvæð um kr. 13.000.000,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 13.000.000, eða lækkun neikvæðrar rekstrarniðurstöðu úr kr. 50.269.829,- í 63.269.829,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 13.000.000,- eða lækkun rekstrarafgangs úr kr. 102.730.171,- í kr. 89.730.171.
Jafnframt lagður fram viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2020, vegna tölvubúnaðar.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er neikvæð um kr. 13.000.000,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 13.000.000, eða lækkun neikvæðrar rekstrarniðurstöðu úr kr. 50.269.829,- í 63.269.829,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 13.000.000,- eða lækkun rekstrarafgangs úr kr. 102.730.171,- í kr. 89.730.171.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á tölvubúnaði fyrir sveitarfélagið, í samræmi við minnisblað innkaupa- og tæknistjóra.
Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 12 við fjárhagsáætlun 2020.
Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 12 við fjárhagsáætlun 2020.
4.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083
Lögð fram opnunarskýrsla Ríkiskaupa dags. 13. ágúst sl., vegna útboðs á vetrarþjónustu í Skutulsfirði og Hnífsdal, ásamt minnisblaði Axels Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 20. ágúst sl., um vetrarþjónustu á Ísafirði og í Hnífsdal.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð í snjómokstur, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
5.Líkamsrækt á Ísafirði - 2017050073
Lagður fram samningur við Ísótfit ehf., dags. 4. september 2020, um styrk vegna reksturs líkamsræktarstöðvar á Ísafirði, ásamt fylgiskjali.
Jafnframt lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, dags. 5. september 2020, varðandi líkamsræktarmál.
Jafnframt lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, dags. 5. september 2020, varðandi líkamsræktarmál.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning milli Ísafjarðarbæjar og Ísófit ehf. um styrk vegna reksturs líkamsræktarmiðstöðvar.
6.Málefni safna í Ísafjarðarbæ - 2019080002
Lagt fram minnisblað Jónu Símoníu Bjarnardóttur, forstöðumanns Byggðsafns Vestfjarða, dags. 14. ágúst 2020, vegna safnmála.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 3. september 2020, vegna útfærslu verkefna sem varða safnamál.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 3. september 2020, vegna útfærslu verkefna sem varða safnamál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að hönnun og þarfagreiningu geymslurýmis fyrir söfn sveitarfélagsins, samtímis hönnun og þarfagreiningu nýrrar slökkviðstöðvar.
Málefnum varðandi bátageymslur og varðveislu og sýningu muna frá Húsmæðraskólanum Ósk er vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar.
Málefnum varðandi bátageymslur og varðveislu og sýningu muna frá Húsmæðraskólanum Ósk er vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar.
7.Aðstaða sjósportklúbbins Sæfara við Suðurtanga 2 - 2019050091
Lagður fram kaupsamningur við Sjósportmiðstöð Íslands ehf.,vegna Suðurtanga 2, Ísafirði, n.t.t. fnr. 222-9261 og 225-2110, auk fylgigagna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaupsamning við Sjósportmiðstöð Íslands ehf.
Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna samningsins.
Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna samningsins.
8.Skíðasvæði 2020 - 2020030035
Lagt er fram minnisblað frá Stefaníu Helgu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, og Hlyni Kristinssyni, forstöðumanni skíðasvæðis, dags. 3. september 2020, er varðar ósk um kaup á sérhæfðum snjótroðara.
Bæjarráð leggur til að málinu verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
9.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032
Lagt er fram til kynningar minnisblað Sigurðar Ármanns Snævarr, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. júlí 2020, um forsendur fyrir vinnslu fárhagsáætlana 2021-2024.
Lagt fram til kynningar.
10.Earth Check vottun - 2014120064
Lögð fram til kynningar undirrituð stefna vestfirskra sveitarfélaga um umhverfisvottun, silfurmerki umhverfisvottunar, svo og tölvupóstur Maríu Hildar Maack, verkefnastjóra Náttúrustofu Vestfjarða vegna vottunarinnar.
Lagt fram til kynningar.
11.Beiðni um gögn í tengslum við mat á kostnaðaráhrifum vegna úrgangs - 2020090020
Lagt fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. september 2020, vegna beiðnar um gögn í tengslum við mat á kostnaðaráhrifum vegna úrgangsmála. Frestur til svara er 15. september 2020.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
12.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2021 - 2020090019
Lagt fram bréf Sigurbjargar Harðardóttur, verkefnastjóra Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, ódags., þar sem óskað er eftir styrk vegna reksturs Aflsins árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við beiðninni að svo stöddu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir upplýsingum um þau úrræði sem eru í boði í sveitarfélaginu og hver þörfin er.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við beiðninni að svo stöddu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir upplýsingum um þau úrræði sem eru í boði í sveitarfélaginu og hver þörfin er.
13.Fiskistofa - ýmiss erindi 2020-2021 - 2020090018
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Þorsteins Hilmarssonar, sviðsstjóra þjónustu- og upplýsingasviðs Fiskistofu, dags. 31. ágúst 2020, varðandi nýtt fiskveiðiár 2020/2021, sem hófst 1. september.
Lagt fram til kynningar.
14.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035
Lögð fram til kynningar fundargerð 886. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 28. ágúst 2020.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?