Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.
2.Mánaðaryfirlit - 2020 - 2020030067
Lagður fram til kynningar tölvupóstur og minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dags. 25. ágúst 2020, þar sem teknar eru saman skatttekjur og laun fyrstu sjö mánaða ársins.
Lagt fram til kynningar.
3.Samstarfssamningar sveitarfélaga - frumkvæðisathugun ráðuneytisins - 2020080039
Lagt fram bréf Hermanns Sæmundssonar og Stefaníu Traustadóttur, f.h. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 24. ágúst 2020, varðandi frumkvæðisathugun ráðuneytisins á samningum sveitarfélaga, en gerðar eru athugasemdir við fimm samninga Ísafjarðarbæjar við önnur sveitarfélög og byggðasamlög. Frestur til úrbóta er veittur til 15. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að bregðast við með viðeigandi hætti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að bregðast við með viðeigandi hætti.
4.Nefndarmenn 2018-2022 - velferðarnefnd - 2018050091
Lögð fram til kynningar tillaga B-lista Framsóknarflokks um að að Harpa Björnsdóttir verði kosin aðalmaður í velferðarnefnd, í stað Tinnu Hlynsdóttur, sem fulltrúi B-lista Framsóknarflokks.
Þá er gerð tillaga um að nýr formaður velferðarnefndar verði kosinn, Bragi Rúnar Axelsson, fulltrúi B-lista Framsóknarflokks.
Þá er gerð tillaga um að nýr formaður velferðarnefndar verði kosinn, Bragi Rúnar Axelsson, fulltrúi B-lista Framsóknarflokks.
Lagt fram til kynningar.
5.Nefndarmenn 2018-2022 - íþrótta- og tómstundanefnd - 2018050091
Lögð fram til kynningar tillaga bæjarfulltrúa B-lista Framsóknarflokks um að Kristján Þór Kristjánsson verði kosinn aðalmaður í íþrótta- og tómstundanefnd, í stað Antons Helga Guðjónssonar, sem fulltrúi B-lista Framsóknarflokks.
Lagt fram til kynningar.
6.Snjóflóðasetur Flateyrar - 2020080056
Lagður fram tölvupóstur og bréf Eyþórs Jóvinssonar, f.h. hóps sem vinnur að fræðslusetri og sýningu um snjóflóðasögu Flateyrar, dags. 27. ágúst 2020, þar sem óskað er eftir afnotum af svarta pakkhúsinu á Flateyri undir Snjóflóðasetur Flateyrar.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að óska eftir umsögn frá atvinnu- og menningarmálanefnd, hverfisráði Önundarfjarðar og vekja athygli á málinu á Facebook-síðunni Flateyri og Flateyringar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að óska eftir umsögn frá atvinnu- og menningarmálanefnd, hverfisráði Önundarfjarðar og vekja athygli á málinu á Facebook-síðunni Flateyri og Flateyringar.
7.Færsla starfsleyfis fyrir rekstur fiskeldis - 2020080063
Lögð fram til kynningar ákvörðun Umhverfisstofnunar, dags. 21. ágúst 2020, um handhafabreytingu starfsleyfis Fjarðalax ehf. í Fossfirði (Arnarfirði) og í Patreksfirði og Tálknafirði, yfir á Arnarlax ehf.
Lagt fram til kynningar.
8.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2020 - 2020020069
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Antons Helgasonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 28. ágúst 2020, ásamt skýrslu KPMG um greiningu á opinberu eftirliti á grundvelli laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og laga nr. 95/1995, um matvæli, en skýrslan er dagsett í maí 2020.
Auk þess lögð fram til kynningar fundargerð 129. fundar Heilbrigðisnefndar, dags. 27. ágúst 2020, ásamt ársskýrslu 2019.
Auk þess lögð fram til kynningar fundargerð 129. fundar Heilbrigðisnefndar, dags. 27. ágúst 2020, ásamt ársskýrslu 2019.
Lagt fram til kynningar.
9.Landsfundur Jafnréttisstofu 2020 - 2020060106
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Katrínar Bjargar Ríkharðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dags. 25. ágúst 2020, þar sem kynnt er að áður boðaður landsfundur um jafnfréttismál sveitarfélaga, sem fram fer 15. september 2020, mun vera haldinn í fjarfundi. Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu sem halda átti 16. september nk. mun falla niður.
Lagt fram til kynningar.
10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 542 - 2007013F
Lögð fram fundargerð 542. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 26. ágúst 2020.
Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
- 10.1 2020070066 Vestfjarðavegur (60) Búðavík um Meðalnes langleið að Mjólká - Umsókn um framkvæmdaleyfiSkipulags- og mannvirkjanefnd - 542 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við Bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. 15 gr. skipulagslaga 123/2010.
Bókun fundar Lagt fram til kynningar. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 542 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi á lóð Sjávargötu 16, Þingeyri. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?