Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1116. fundur 10. ágúst 2020 kl. 08:05 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og Slökkviliðs ISAVIA á Ísafjarðarflugvelli - 2020070063

Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur milli Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og Slökkviliðs ISAVIA á Ísafjarðarflugvelli, dags. 24. júní 2020.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir samstarfssamning milli Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og Slökkviliðs ISAVIA á Ísafjarðarflugvelli, dags. 24. júní 2020.

3.Ártunga 4, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2020060067

Tillaga frá 541. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 22. júlí 2020, um að bæjarstjórn samþykki að EBS Fasteignir, kt. 660618-1040, fái úthlutaðri lóð við Ártungu 4, Ísafirði, samkvæmt umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að EBS Fasteignir fái úthlutaða lóð við Ártungu 4, Ísafirði.

4.Heimabæjarstígur 3, áður partur af Heimabæ II 2 - 2020070032

Tillaga frá 541. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 22. júlí 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings, skv. mæliblaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar, fyrir fasteignina að Heimabæjarstíg 3, Hnífsdal, með þeim kvöðum sem í gildi eru varðandi viðveru á hættusvæðum.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að lóðarleigusamningur fyrir Heimabæjarstíg 3, Hnífsdal, verði gefinn út.

5.Strandgata 7a, Hnífsdal. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020060052

Tillaga frá 541. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 22. júlí 2020, um að bæjarstjórn heimili endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Strandgötu 7a, Hnífsdal, Ísafirði.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að lóðarleigusamningur fyrir Strandgötu 7a, Hnífsdal, endurnýjaður.

6.Seljalandsvegur 36, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020060113

Tillaga frá 541. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 22. júlí 2020, um að bæjarstjórn heimili endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Seljalandsveg 36, Ísafirði.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að lóðarleigusamningur fyrir Seljalandsveg 36, Ísafirði, verði endurnýjaður.

7.Austurvegur 7, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020070045

Tillaga frá 541. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 22. júlí 2020, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Austurveg 7, Ísafirði.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að lóðarleigusamningur fyrir Austurveg 7, Ísafirði, verði endurnýjaður.

8.Æðartangi 12-14-16 ósk um breytingu á deiliskipulagi - 2020070064

Tillaga frá 541. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 22. júlí 2020, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðurtanga skv. II. mgr. 43. gr. skipulagslaga, en breyting er talin óveruleg þar sem ekki er vikið frá kröfum um nýtingarhlutfall, útlit eða form bygginga á viðkomandi svæði.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðurtanga í samræmi við gögn málsins.

9.Ofanflóðavarnir í Kubba - Girðing - 2020070060

Lagt fram til kynningar minnisblað Jóns Skúla Indriðasonar, jarðverkfræðings hjá Eflu, dags. 9. júlí 2020, vegna girðingar á ofanflóðavörnum við Kubba.
Lagt fram til kynningar.

10.Kerfisáætlun Landsnets - umsögn - 2020080008

Lögð fram til kynningar umsögn Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 28. júlí 2002, um kerfisáætlun Landsnets 2020-2029.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð tekur undir umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 541 - 2006017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 541. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 22. júlí 2020. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 541 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að EBS Fasteignir, kt. 660618-1040, fái lóð við Ártungu 4, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 541 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings, skv. meðfylgjandi mæliblaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar, undir fasteignina að Heimabæjarstíg 3, Hnífsdal, með þeim kvöðum sem í gildi eru varðandi viðveru á hættusvæðum.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 541 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Strandgötu 7a, Hnífsdal, Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 541 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Seljalandsveg 36, Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 541 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Austurveg 7, Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 541 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðurtanga skv. II. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem ekki er vikið frá kröfum um nýtingarhlutfall, útlit eða form bygginga á viðkomandi svæði.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?