Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.
2.Umhverfis- og eignasvið - Útboð & útboðsgögn 2020 - 2020030081
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 17. júlí 2020, ásamt samanburði þeirra tilboða sem bárust, vegna útboðs í göngustíga og áningarstaði við ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
3.Beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda - Seljalandsvegur 80 - 2020070057
Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, f.h. Verkís hf., dags. 30. júní 2020, þar sem óskað er niðurfellingar gatnagerðargjalda fyrir einbýlishúsið að Seljalandsvegi 80 á Ísafirði, ásamt rökstuðningi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera afnotasamning við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum og leggja aftur fyrir bæjarráð.
4.Styrkbeiðni - sjúkraflutningamál - 2020070051
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 17. júlí 2020, ásamt tölvupóstsamskiptum við Jónínu Hrönn Símonardóttur, formann Dýrafjarðardeildar Rauða kross Íslands, vegna styrkbeiðnar um sjúkraflutninganám tveggja einstaklinga Rauða kross Íslands.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða erindið, en Ísafjarðarbær hefur nú þegar greitt fyrir námskeið tveggja einstaklinga vegna sjúkraflutninga á Þingeyri, þar af er annar þeirra félagi í Dýrafjarðardeild Rauða kross Íslands.
5.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2020 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - Fisherman - 2018010057
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 7. nóvember 2019, ásamt umsókn Elíasar Guðmundssonar, f.h. Fisherman, vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki IV að Aðalgötu 14-16, Suðureyri.
Jafnframt lögð fram umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 7. júlí 2020, vegna málsins.
Jafnframt lögð fram umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 7. júlí 2020, vegna málsins.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis til Elíasar Guðmundssonar, vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki IV að Aðalgötu 14-16, Suðureyri.
Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. júlí 2020.
Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. júlí 2020.
6.Niðurlagning starfa - 2020070058
Lögð fram fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-listans, Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, dags. 17. júlí 2020, þar sem óskað er skriflegra svara nokkurra spurninga varðandi niðurlagningu starfa hjá sveitarfélaginu.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
Fundi slitið - kl. 08:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?